Skora á ríkisstjórnina að „gera upp skuld sína við Þjóðkirkjuna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2018 11:55 Kópavogskirkja er innan Reykjavíkurprófastskjördæmis eystra, sem jafnframt er stærsta prófastsdæmi landsins. VÍSIR/STEFÁN Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sem haldinn var í Guðríðarkirkju þann 30. maí síðastliðinn, skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta sóknargjöld í þá upphæð sem þau eiga að vera samkvæmt lögum og „gera upp skuld sína við Þjóðkirkjuna vegna skerðingar sóknargjalda undanfarin tíu ár.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá héraðsfundinum, sem jafnframt er aðalfundur prófastsdæmisins. Í tilkynningu segir að ekki sé von á leiðréttingu á „þeirri gríðarlegu skerðingu sóknargjaldsins sem viðgengist hefur frá árinu 2009.“ Þá hafi skerðingin leitt til þess að sóknargjaldið sé nú 931 króna á mánuði fyrir hvern meðlim en „ætti skv. lögum að vera 1556 krónur eða 625 krónum hærra á mánuði.“Sjá einnig: Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Nú er svo komið, að ákveðnir söfnuðir virðast endanlega vera að komast í þrot fjárhagslega. Sumir söfnuðir hafa ekki getað sinnt brýnasta viðhaldi eigna og eru nú, nærri tíu árum eftir hrunið, að segja upp starfsfólki, lækka starfshlutfall og draga úr starfi,“ segir í tilkynningu enda hafi sóknargjaldið aðeins hækkað um 59 kr. á mánuði frá árinu 2008 eða um 6,8%. Vísitala neysluverðs hafi hins vegar hækkað um u.þ.b. 60,2% á sama tíma. Því sé ákaflega brýnt að viðræður ríkisvaldsins við kirkjuna um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju verði til lykta leiddar sem allra fyrst. Þjóðkirkjumeðlimir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra eru um 63 þúsund talsins og er það því fjölmennasta prófastsdæmi landsins. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. 25. janúar 2017 07:00 Kirkjusóknir reknar með miklum hagnaði 15. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sem haldinn var í Guðríðarkirkju þann 30. maí síðastliðinn, skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta sóknargjöld í þá upphæð sem þau eiga að vera samkvæmt lögum og „gera upp skuld sína við Þjóðkirkjuna vegna skerðingar sóknargjalda undanfarin tíu ár.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá héraðsfundinum, sem jafnframt er aðalfundur prófastsdæmisins. Í tilkynningu segir að ekki sé von á leiðréttingu á „þeirri gríðarlegu skerðingu sóknargjaldsins sem viðgengist hefur frá árinu 2009.“ Þá hafi skerðingin leitt til þess að sóknargjaldið sé nú 931 króna á mánuði fyrir hvern meðlim en „ætti skv. lögum að vera 1556 krónur eða 625 krónum hærra á mánuði.“Sjá einnig: Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Nú er svo komið, að ákveðnir söfnuðir virðast endanlega vera að komast í þrot fjárhagslega. Sumir söfnuðir hafa ekki getað sinnt brýnasta viðhaldi eigna og eru nú, nærri tíu árum eftir hrunið, að segja upp starfsfólki, lækka starfshlutfall og draga úr starfi,“ segir í tilkynningu enda hafi sóknargjaldið aðeins hækkað um 59 kr. á mánuði frá árinu 2008 eða um 6,8%. Vísitala neysluverðs hafi hins vegar hækkað um u.þ.b. 60,2% á sama tíma. Því sé ákaflega brýnt að viðræður ríkisvaldsins við kirkjuna um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju verði til lykta leiddar sem allra fyrst. Þjóðkirkjumeðlimir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra eru um 63 þúsund talsins og er það því fjölmennasta prófastsdæmi landsins.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00 Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. 25. janúar 2017 07:00 Kirkjusóknir reknar með miklum hagnaði 15. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn Rúmlega sex hundruð fleiri gengu úr kirkjunni en í hana á fyrsta ársfjórðungi 2018. 14. apríl 2018 08:00
Biskup Íslands segir ríkið vera í aðför að kirkjunni Íslenska þjóðkirkjan íhugar að stefna ríkinu fyrir vangoldin sóknargjöld. 25. janúar 2017 07:00