Plötusnúðamenningin tekin alla leið í Sjallanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júní 2018 08:00 Strákarnir ætla með ferð sinni til Akureyrar að koma plötusnúðakúltúrnum heldur betur á kortið. Vísir/eyþór „Þetta byrjaði allt á Verzlóballi...“ segir Snorri Ástráðsson, plötusnúður, en hann og Arnór Björnsson – Arnór FKN Björns – eru að gíra sig upp í að ferðast norður á Akureyri með tvo troðfulla bíla af leikmunum. Þeir eru að fara að spila á reivi fyrir norðan á laugardaginn, en þetta verður endurtekning á goðsagnakenndu Verzlóballi sem þeir félagar komu fram á fyrir nokkru og innihélt hoppukastala, reykbyssur og slatta af fíflaskap. „…og þetta gerðist eiginlega óvart, ég var spurður hvort strákur úr skólanum mætti hoppa upp á svið með mér og láta eins og hálfviti, þetta reyndist vera hann Arnór – þessu balli var síðan reyndar frestað, þetta var sem sagt hið fræga „Gillz ball“ sem var mikið í fréttum á þessum tíma.“ Ballið sem um ræðir var umtalað ball þar sem DJ Muscleboy, eða Egill Einarsson, Gillzenegger, átti að koma fram en var aflýst eftir þrýsting frá femínistafélagi skólans. Gamalt máltæki segir að upp úr aflýstum böllum spretti oft önnur og jafnvel betri böll. „Það var í apríl að Arnór hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka upp leika frá því árinu áður og ég sagði auðvitað já. Við fengum „budget“ og fórum þá eiginlega að fíflast – þetta var hálfgert maníukast sem varði í þrjá daga þar sem við vorum að leigja hoppukastala, reykbyssur, konfettí og eitthvert bull.“ Ballið sló í gegn og svo mikið að framleidd var hálftíma löng stuttmynd um það. Sirka svona verður stemmingin í Sjallanum á laugardaginn.Þá var úr vöndu að ráða fyrir Snorra og Arnór: Hvað áttu þeir að gera við frægðina og framann? Úr varð að þeir ákváðu að halda í mekka skemmtanalífs Norðurlands, jafnvel landsins alls, Sjallann. „Akureyri er einn af mínum uppáhaldsstöðum að spila á og þangað ætlum við með alls konar leikmuni og hálfvitaskap í farteskinu.“ Og giggið hefur verið kynnt með stuttum leikþætti sem má finna á viðburðinum á Facebook. „Við verðum allir í ákveðnum karakter þarna. Axel, sem er að skipuleggja þetta með okkur, verður í ljónabúningi og ég verð mjög reiður allan tímann. Þetta verður tekið alla leið.“ Snorri segir að hluti af þessu sé viðleitni hans til að taka plötusnúðamenninguna alla leið, að búa til stóra viðburði þar sem plötusnúðar eru á aðalhlutverki eins og tíðkast víða erlendis – en hann segir fyrirmyndir þeirra í þessu reivi vera meira „commercial“ á borð við alla risa plötusnúðana sem til að mynda skemmta reglulega í Las Vegas. „Hér á Íslandi erum við litlu hjálparmennirnir hjá röppurunum… ekki að ég hati það, þvert á móti, en það er bara kominn tími til þess að við upphefjum þennan DJ-kúltúr, og sömuleiðis reivið. Nú er hipphopp aðeins að dala eftir þessa bylgju síðasta sumar og þá ætla ég að koma sterkur inn með reivið í staðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
„Þetta byrjaði allt á Verzlóballi...“ segir Snorri Ástráðsson, plötusnúður, en hann og Arnór Björnsson – Arnór FKN Björns – eru að gíra sig upp í að ferðast norður á Akureyri með tvo troðfulla bíla af leikmunum. Þeir eru að fara að spila á reivi fyrir norðan á laugardaginn, en þetta verður endurtekning á goðsagnakenndu Verzlóballi sem þeir félagar komu fram á fyrir nokkru og innihélt hoppukastala, reykbyssur og slatta af fíflaskap. „…og þetta gerðist eiginlega óvart, ég var spurður hvort strákur úr skólanum mætti hoppa upp á svið með mér og láta eins og hálfviti, þetta reyndist vera hann Arnór – þessu balli var síðan reyndar frestað, þetta var sem sagt hið fræga „Gillz ball“ sem var mikið í fréttum á þessum tíma.“ Ballið sem um ræðir var umtalað ball þar sem DJ Muscleboy, eða Egill Einarsson, Gillzenegger, átti að koma fram en var aflýst eftir þrýsting frá femínistafélagi skólans. Gamalt máltæki segir að upp úr aflýstum böllum spretti oft önnur og jafnvel betri böll. „Það var í apríl að Arnór hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka upp leika frá því árinu áður og ég sagði auðvitað já. Við fengum „budget“ og fórum þá eiginlega að fíflast – þetta var hálfgert maníukast sem varði í þrjá daga þar sem við vorum að leigja hoppukastala, reykbyssur, konfettí og eitthvert bull.“ Ballið sló í gegn og svo mikið að framleidd var hálftíma löng stuttmynd um það. Sirka svona verður stemmingin í Sjallanum á laugardaginn.Þá var úr vöndu að ráða fyrir Snorra og Arnór: Hvað áttu þeir að gera við frægðina og framann? Úr varð að þeir ákváðu að halda í mekka skemmtanalífs Norðurlands, jafnvel landsins alls, Sjallann. „Akureyri er einn af mínum uppáhaldsstöðum að spila á og þangað ætlum við með alls konar leikmuni og hálfvitaskap í farteskinu.“ Og giggið hefur verið kynnt með stuttum leikþætti sem má finna á viðburðinum á Facebook. „Við verðum allir í ákveðnum karakter þarna. Axel, sem er að skipuleggja þetta með okkur, verður í ljónabúningi og ég verð mjög reiður allan tímann. Þetta verður tekið alla leið.“ Snorri segir að hluti af þessu sé viðleitni hans til að taka plötusnúðamenninguna alla leið, að búa til stóra viðburði þar sem plötusnúðar eru á aðalhlutverki eins og tíðkast víða erlendis – en hann segir fyrirmyndir þeirra í þessu reivi vera meira „commercial“ á borð við alla risa plötusnúðana sem til að mynda skemmta reglulega í Las Vegas. „Hér á Íslandi erum við litlu hjálparmennirnir hjá röppurunum… ekki að ég hati það, þvert á móti, en það er bara kominn tími til þess að við upphefjum þennan DJ-kúltúr, og sömuleiðis reivið. Nú er hipphopp aðeins að dala eftir þessa bylgju síðasta sumar og þá ætla ég að koma sterkur inn með reivið í staðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira