Segir Cambridge Analytica hafa verið eyðilagt af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2018 23:15 Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. Hann segir fyrirtækið hafa verið eyðilagt á ósanngjarnan hátt með fölskum ásökunum sem settar voru fram af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara. Þetta kom fram á fundi Nix með þingmönnum í breska þinginu í dag en Cambridge Analytica hætti starfsemi í kjölfar ásakana sem fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins setti fram og greint var frá í The Observer, systurblaði Guardian sem kemur út á sunnudögum.Sparaði ekki stóru orðin Starfsmaðurinn, Christopher Wylie, greindi frá því hvernig Cambridge Analytica hefði misnotað persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Hafði fyrirtækið, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og kosningaherferð stuðningsmanna Brexit, keypt gögnin af utanaðkomandi aðila með ólögmætum hætti. Nix, og aðrir sem tengjast fyrirtækinu, hafa alltaf sagt að gögnin hafi verið keypt í góðri trú, en Wylie hélt því auk þess fram að gögnin hefðu verið notuð til þess að hafa áhrif á fyrrnefndar kosningar. Nix fór mikinn þegar hann kom fyrir breska þingið í dag en vegna friðhelgis þingsins nær breska meiðyrðalöggjöfin ekki til vitnisburðar hans.Samhæfð og áhrifarík árás frjálslyndra fjölmiðla Þannig sagði hann Wylie hafa logið um mjög marga hluti og að Cambridge Analytica hafi verið fórnarlamb samhæfðrar og áhrifaríkrar árásar frjálslyndra fjölmiðla. Nix lýsti Wylie sem manni sem segðist vera talsmaður þess að vernda gögn á sama tíma og hann væri að sanka að sér stærra gagnasafni en Cambridge Analytica hafði yfir að ráða. Hann hafi ætlað að koma svipuðu fyrirtæki á koppinn en síðustu tveimur til þremur árum hefði hann bara eytt í að vera öfundsjúkur og bitur. Þá sagði Nix að umfjöllun hins ótrúlega áhrifamikla blaðs Guardian um fyrirtækið hafi vakið heimsathygli þrátt fyrir að um hafi verið að ræða falsfréttir að öllu leyti.„Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu“ Hélt hann því fram að umfjöllunin um Cambridge Analytica hefði verið drifin áfram af blaðamönnum sem hafi viljað draga úr vægi Brexit og knýja fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. „Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu,“ sagði Nix við þingmennina. Nefndi hann til að mynda umfjöllun Channel 4 sem birti upptökur, sem teknar höfðu verið í leyni, af Nix að tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Nix sagði að upptökurnar hefðu verið klipptar mikið til svo sýna mætti hann í sem verstu ljósi en Channel 4 hefur þvertekið fyrir þetta og segist hafa sýnt Nix sanngirni í umfjöllun sinni. Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Alexander Nix, fyrrverandi forstjóri greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica, segir að honum hafi liðið eins og fórnarlambinu í umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið sem leiddi til þess að það lagði upp laupana fyrir um mánuði síðan. Hann segir fyrirtækið hafa verið eyðilagt á ósanngjarnan hátt með fölskum ásökunum sem settar voru fram af bitrum og öfundsjúkum uppljóstrara. Þetta kom fram á fundi Nix með þingmönnum í breska þinginu í dag en Cambridge Analytica hætti starfsemi í kjölfar ásakana sem fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins setti fram og greint var frá í The Observer, systurblaði Guardian sem kemur út á sunnudögum.Sparaði ekki stóru orðin Starfsmaðurinn, Christopher Wylie, greindi frá því hvernig Cambridge Analytica hefði misnotað persónuupplýsingar milljóna notenda Facebook í Bandaríkjunum í pólitískum tilgangi. Hafði fyrirtækið, sem kom að forsetaframboði Donald Trump og kosningaherferð stuðningsmanna Brexit, keypt gögnin af utanaðkomandi aðila með ólögmætum hætti. Nix, og aðrir sem tengjast fyrirtækinu, hafa alltaf sagt að gögnin hafi verið keypt í góðri trú, en Wylie hélt því auk þess fram að gögnin hefðu verið notuð til þess að hafa áhrif á fyrrnefndar kosningar. Nix fór mikinn þegar hann kom fyrir breska þingið í dag en vegna friðhelgis þingsins nær breska meiðyrðalöggjöfin ekki til vitnisburðar hans.Samhæfð og áhrifarík árás frjálslyndra fjölmiðla Þannig sagði hann Wylie hafa logið um mjög marga hluti og að Cambridge Analytica hafi verið fórnarlamb samhæfðrar og áhrifaríkrar árásar frjálslyndra fjölmiðla. Nix lýsti Wylie sem manni sem segðist vera talsmaður þess að vernda gögn á sama tíma og hann væri að sanka að sér stærra gagnasafni en Cambridge Analytica hafði yfir að ráða. Hann hafi ætlað að koma svipuðu fyrirtæki á koppinn en síðustu tveimur til þremur árum hefði hann bara eytt í að vera öfundsjúkur og bitur. Þá sagði Nix að umfjöllun hins ótrúlega áhrifamikla blaðs Guardian um fyrirtækið hafi vakið heimsathygli þrátt fyrir að um hafi verið að ræða falsfréttir að öllu leyti.„Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu“ Hélt hann því fram að umfjöllunin um Cambridge Analytica hefði verið drifin áfram af blaðamönnum sem hafi viljað draga úr vægi Brexit og knýja fram aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. „Ef þið sætuð þar sem ég sit núna þá liði ykkur örugglega líka eins og fórnarlambinu,“ sagði Nix við þingmennina. Nefndi hann til að mynda umfjöllun Channel 4 sem birti upptökur, sem teknar höfðu verið í leyni, af Nix að tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Nix sagði að upptökurnar hefðu verið klipptar mikið til svo sýna mætti hann í sem verstu ljósi en Channel 4 hefur þvertekið fyrir þetta og segist hafa sýnt Nix sanngirni í umfjöllun sinni.
Facebook Tengdar fréttir Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Zuckerberg biðst afsökunar Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kom fyrir Evrópuþingið í Brussel í dag. 22. maí 2018 18:56
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent