ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 18:00 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. Í umsögn sinni segir ASÍ að verið sé að „létta eðlilegu endurgjaldi fyrir afnot af þjóðarauðlind af nokkrum best stöddu fyrirtækjum landsins. Erfiðleika sem minni útgerðir glíma við þarf að leysa á annan hátt og ekki hægt að nota vanda þeirra til að rökstyðja almenna lækkun veiðigjalda.“ Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri, en af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu því taka til sín um helming lækkunarinnar. ASÍ segir í umsögn sinni að sú leið sem farin sé við ákvörðun veiðigjalda sé fjarri því að vera skilvirk. „Þegar vel hefur gengið í sjávarútvegi hafa lækkanir verið rökstuddar með því að horfur séu slæmar fram í tímann, og þegar staðan þrengist eru þau aftur lækkuð með sömu rökum,“ segir í umsögninni. Þá segir jafnframt að ASÍ hafi ítrekað gagnrýnt að veik rekstrarstaða smárra útgerða sé notuð til að lækka veiðigjöld á best settu fyrirtæki landsins. „Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað hagræðingu, aukið framleiðni og skapað gríðarlegan arð. Á móti hefur kerfið haft neikvæð áhrif á margar byggðir, og því algjör grunnforsenda að stjórnmálamenn tryggi að þjóðin fái hlutdeild í þeim auðlindaarði sem til verður,“ segir í umsögn sambandsins sem einnig gagnrýnir harðlega meðferð málsins af hálfu atvinnuveganefndar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sagt að hún skilji þá gagnrýni stjórnarandstöðunnar á málið að það sé að koma seint fram. Hins vegar hafi hún alltaf verið þeirrar skoðunar að gjöldin eigi að vera afkomutengd. Formenn og þingflokksformenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi hafa fundað stíft í dag til að reyna að semja um lyktir frumvarpsins. Rætt verður við þær Lilju Rafney Magnúsdóttur, formann, atvinnuveganefndar, og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Alþingi Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. Í umsögn sinni segir ASÍ að verið sé að „létta eðlilegu endurgjaldi fyrir afnot af þjóðarauðlind af nokkrum best stöddu fyrirtækjum landsins. Erfiðleika sem minni útgerðir glíma við þarf að leysa á annan hátt og ekki hægt að nota vanda þeirra til að rökstyðja almenna lækkun veiðigjalda.“ Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri, en af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu því taka til sín um helming lækkunarinnar. ASÍ segir í umsögn sinni að sú leið sem farin sé við ákvörðun veiðigjalda sé fjarri því að vera skilvirk. „Þegar vel hefur gengið í sjávarútvegi hafa lækkanir verið rökstuddar með því að horfur séu slæmar fram í tímann, og þegar staðan þrengist eru þau aftur lækkuð með sömu rökum,“ segir í umsögninni. Þá segir jafnframt að ASÍ hafi ítrekað gagnrýnt að veik rekstrarstaða smárra útgerða sé notuð til að lækka veiðigjöld á best settu fyrirtæki landsins. „Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað hagræðingu, aukið framleiðni og skapað gríðarlegan arð. Á móti hefur kerfið haft neikvæð áhrif á margar byggðir, og því algjör grunnforsenda að stjórnmálamenn tryggi að þjóðin fái hlutdeild í þeim auðlindaarði sem til verður,“ segir í umsögn sambandsins sem einnig gagnrýnir harðlega meðferð málsins af hálfu atvinnuveganefndar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sagt að hún skilji þá gagnrýni stjórnarandstöðunnar á málið að það sé að koma seint fram. Hins vegar hafi hún alltaf verið þeirrar skoðunar að gjöldin eigi að vera afkomutengd. Formenn og þingflokksformenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi hafa fundað stíft í dag til að reyna að semja um lyktir frumvarpsins. Rætt verður við þær Lilju Rafney Magnúsdóttur, formann, atvinnuveganefndar, og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Alþingi Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19