Davíð Smári sýknaður Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2018 17:07 Davíð Smári Lamude í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Davíð Smára Lamude af ákæru um sérlega hættulega líkamsárás. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að vinnubrögð lögreglu og ákæruvaldsins í þessu máli hafi verið ámælisverð. Annars vegar var mikill dráttur á málinu og þá fór engin rannsókn fram á vettvangi. Davíð Smári var ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás við Flókagötu, skammt frá Kjarvalsstöðum, gegn manni sem braust inn í bíl hans í nóvember árið 2015. Davíð Smári neitaði sök og sagðist hafa verið að endurheimta muni sem þjófurinn hafði úr bílnum.Var staddur í miðjum flutningum Davíð Smári lýsti því fyrir dómi hvernig hann var staddur í miðjum flutningum ásamt fjölskyldu og vinum þegar hann varð þess var að verið var að brjótast inn í bíl hans. Hann hljóp á eftir þjófnum en missti sjónar af honum.Sjá einnig: Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Hann gerði lögreglu viðvart sem mætti heim til hans og tók af honum skýrslu. Davíð gekk með lögreglu að bílnum sínum þar sem ummerki eftir þjófinn voru skoðuð og sagði Davíð lögregluna hafa hafið leit að þjófnum. Davíð fór ásamt vini sínum að leita að munum sem þjófurinn hafði tekið úr bílnum hans. Við leitina kemur Davíð auga á þjófinn í runna við Kjarvalsstaði á Klambratúni. Lögreglunni var gert viðvart en svo fór að Davíð og þjófurinn tókust á um hækju sem fannst á blóðug á vettvangi þegar lögreglu bar að. Svo fór að þjófurinn var handtekinn grunaður um innbrot og Davíð var handtekinn grunaður um líkamsárás gegn þjófnum.Engin rannsókn fór fram Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin rannsókn fór fram á hækjunni sem fannst á vettvangi. Því fékkst ekki úr því skorið hver átti blóðið sem var á hækjunni og var ekki kannað hvort fingraför væru á henni. Dómari málsins, Guðjón St. Marteinsson, segir í niðurstöðu sinni að rannsókn hefði geta varpað ljósi á það hvort að þjófurinn hefði verið með hækjuna þegar Davíð og hann mættust og hvort hann hefði þá verið laminn í höfuðið með hækjunni eins og greindi frá í ákærunni.Vitnisburður nokkuð breytilegur Vitnisburður þjófsins í þessu máli var nokkuð breytilegur og kom fram við aðalmeðferð að hann hefði breytt framburði sínum fimm sinnum. Í niðurstöðunni er tekið fram að hann hafi ávallt borið því við að Davíð hefði barið hann með hækjunni en í bótakröfu sagði hann tvo menn hafa lamið sig. Sagðist þjófurinn hafa verið mjög ölvaður á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Á meðal áverka sem þjófurinn átti að hafa hlotið var skurður á höfði en í niðurstöðu dómsins kemur fram að ekki sé hægt að útiloka að hann hafi skorist á höfði þegar hann stakk sér inn í runna auk þess sem hann kvaðst hafa runnið til á flótta. Var vitnað í álit sérfræðilæknis sem útilokaði ekki að þjófurinn hefði geta skorist á höfði við að stinga sér inn í runnann eða þegar hann rann til á flótta. Þá þótti vitnisburður vinar Davíðs Smára renna stoðum undir neitun Davíðs. Allur sakarkostnaður í þessu máli greiðist úr ríkissjóði. Tengdar fréttir Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Davíð Smári ákærður eftir að hafa tekist á við mann sem braust inn bíl hans. 26. apríl 2018 10:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Davíð Smára Lamude af ákæru um sérlega hættulega líkamsárás. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að vinnubrögð lögreglu og ákæruvaldsins í þessu máli hafi verið ámælisverð. Annars vegar var mikill dráttur á málinu og þá fór engin rannsókn fram á vettvangi. Davíð Smári var ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás við Flókagötu, skammt frá Kjarvalsstöðum, gegn manni sem braust inn í bíl hans í nóvember árið 2015. Davíð Smári neitaði sök og sagðist hafa verið að endurheimta muni sem þjófurinn hafði úr bílnum.Var staddur í miðjum flutningum Davíð Smári lýsti því fyrir dómi hvernig hann var staddur í miðjum flutningum ásamt fjölskyldu og vinum þegar hann varð þess var að verið var að brjótast inn í bíl hans. Hann hljóp á eftir þjófnum en missti sjónar af honum.Sjá einnig: Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Hann gerði lögreglu viðvart sem mætti heim til hans og tók af honum skýrslu. Davíð gekk með lögreglu að bílnum sínum þar sem ummerki eftir þjófinn voru skoðuð og sagði Davíð lögregluna hafa hafið leit að þjófnum. Davíð fór ásamt vini sínum að leita að munum sem þjófurinn hafði tekið úr bílnum hans. Við leitina kemur Davíð auga á þjófinn í runna við Kjarvalsstaði á Klambratúni. Lögreglunni var gert viðvart en svo fór að Davíð og þjófurinn tókust á um hækju sem fannst á blóðug á vettvangi þegar lögreglu bar að. Svo fór að þjófurinn var handtekinn grunaður um innbrot og Davíð var handtekinn grunaður um líkamsárás gegn þjófnum.Engin rannsókn fór fram Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin rannsókn fór fram á hækjunni sem fannst á vettvangi. Því fékkst ekki úr því skorið hver átti blóðið sem var á hækjunni og var ekki kannað hvort fingraför væru á henni. Dómari málsins, Guðjón St. Marteinsson, segir í niðurstöðu sinni að rannsókn hefði geta varpað ljósi á það hvort að þjófurinn hefði verið með hækjuna þegar Davíð og hann mættust og hvort hann hefði þá verið laminn í höfuðið með hækjunni eins og greindi frá í ákærunni.Vitnisburður nokkuð breytilegur Vitnisburður þjófsins í þessu máli var nokkuð breytilegur og kom fram við aðalmeðferð að hann hefði breytt framburði sínum fimm sinnum. Í niðurstöðunni er tekið fram að hann hafi ávallt borið því við að Davíð hefði barið hann með hækjunni en í bótakröfu sagði hann tvo menn hafa lamið sig. Sagðist þjófurinn hafa verið mjög ölvaður á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Á meðal áverka sem þjófurinn átti að hafa hlotið var skurður á höfði en í niðurstöðu dómsins kemur fram að ekki sé hægt að útiloka að hann hafi skorist á höfði þegar hann stakk sér inn í runna auk þess sem hann kvaðst hafa runnið til á flótta. Var vitnað í álit sérfræðilæknis sem útilokaði ekki að þjófurinn hefði geta skorist á höfði við að stinga sér inn í runnann eða þegar hann rann til á flótta. Þá þótti vitnisburður vinar Davíðs Smára renna stoðum undir neitun Davíðs. Allur sakarkostnaður í þessu máli greiðist úr ríkissjóði.
Tengdar fréttir Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Davíð Smári ákærður eftir að hafa tekist á við mann sem braust inn bíl hans. 26. apríl 2018 10:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Dómari gerði alvarlegar athugasemdir við mál saksóknara gegn Davíð Smára Davíð Smári ákærður eftir að hafa tekist á við mann sem braust inn bíl hans. 26. apríl 2018 10:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent