Drottning Vestfjarða í söluferli Benedikt Bóas skrifar 5. júní 2018 06:00 Vindmyllan í eynni er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Eins og sjá má er náttúrufegurðin stórkostleg og vindmyllan skemmir ekki útsýnið Fasteignasalan Borg „Við erum bara orðin fullorðin og erum að bregða búi. Við erum búin að búa hér í rúm 40 ár,“ segir Salvar Baldursson sem hefur sett hina sögufrægu eyju Vigur í sölu. Hann vill ekki ræða verð en vill fá tilboð í gegnum fasteignasöluna Borg. „Þetta er dálítil ákvörðun að taka, alveg eins og þegar við tókum þá ákvörðun að flytja hingað á sínum tíma. Það þarf alltaf að taka ákvörðun í lífinu,“ segir Salvar. Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að verið sé að skoða hvort hreppurinn hafi forkaupsrétt að eyjunni og þá hvort hann muni nýta sér þann rétt. Það muni allt koma í ljós.Sjá má frekari upplýsingar og myndir á fasteignavef VísisVigur er mikil náttúruparadís.Fasteignasalan BorgPétur segir að eyjan sé mikil náttúruparadís og fornfræg. „Ég segi fyrir mitt leyti að þá á Vigur sér sérstakan stað. Það eru margir staðir fallegir á Vestfjörðum en Vigur er dálítil drottning á svæðinu. Þarna eru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og með ríka sögu með vindmylluna og bátinn.“ Vindmyllan sem Pétur ræðir um er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Þá er einnig elsti bátur landsins, Vigur Breiður, áttæringur sem smíðaður var um 1800, og var notaður allt til ársins 2000 til að flytja sauðfé milli lands og eyjar. Fuglalíf er afar fjölskrúðugt. Salvar segir að um 10 þúsund ferðamenn hafi komið í eyjuna á síðasta ári. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, segir að fyrirspurnir hafi þegar borist.Húsakosturinn er ekkert slor.Fasteignasalan BorgVigur Eyjan er um 45 hektarar og rækuð tún um 10 hektarar. Húsakostur er vel yfir 700 m2. Yfir 10 þúsund gestir heimsækja staðinn árlega. Eyjan selst í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Íbúðarhús er skráð 207,8 m2, er á tveimur hæðum með 10 svefn herbergjum. Fjósið var tekið í gegn fyrir fjórum árum. Í dag er þar veitingasalur sem tekur 80 manns í sæti og fullbúið eldhús. Hlaða: Hlaðan er sambyggð fjósinu og er 107 m2 að stærð. Viktoríuhúsið er eign Þjóðminjasafnsins. Vélageymsla: Verkstæði og vélageymsla þar sem dúnhreinsun fer fram. Myllan er eign Þjóðminjasafnsins. Kælihús: Þar er 12 kw Lister-vararafstöð, kælir og frystir. Reykhús stendur við fjöruborðið og er um 14 m2 að stærð. Hjallur stendur nálægt íbúðarhúsinu og er með geymslulofti. Stærð 26,7 m2. Fjárhús fyrir 70 til 80 kindur (72 m2) og hlaða sem er um 30 m2. Æðarvarpið gefur í kringum 50 -60 kíló á ári af hreinsuðum dún eftir því hvernig árar. Um 10 mínútur tekur að sigla á hraðbáti frá Súðavík í Vigur í góðu veðriVigur Breiður, sögufrægur áttæringur.Fasteignasalan BorgÞað væsir ekki um neinn í eynni.Fasteignasalan Borg Birtist í Fréttablaðinu Súðavík Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
„Við erum bara orðin fullorðin og erum að bregða búi. Við erum búin að búa hér í rúm 40 ár,“ segir Salvar Baldursson sem hefur sett hina sögufrægu eyju Vigur í sölu. Hann vill ekki ræða verð en vill fá tilboð í gegnum fasteignasöluna Borg. „Þetta er dálítil ákvörðun að taka, alveg eins og þegar við tókum þá ákvörðun að flytja hingað á sínum tíma. Það þarf alltaf að taka ákvörðun í lífinu,“ segir Salvar. Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að verið sé að skoða hvort hreppurinn hafi forkaupsrétt að eyjunni og þá hvort hann muni nýta sér þann rétt. Það muni allt koma í ljós.Sjá má frekari upplýsingar og myndir á fasteignavef VísisVigur er mikil náttúruparadís.Fasteignasalan BorgPétur segir að eyjan sé mikil náttúruparadís og fornfræg. „Ég segi fyrir mitt leyti að þá á Vigur sér sérstakan stað. Það eru margir staðir fallegir á Vestfjörðum en Vigur er dálítil drottning á svæðinu. Þarna eru frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og með ríka sögu með vindmylluna og bátinn.“ Vindmyllan sem Pétur ræðir um er trúlega frægasta vindmylla Íslands en hún er í eigu Þjóðminjasafnsins, reist árið 1860. Þá er einnig elsti bátur landsins, Vigur Breiður, áttæringur sem smíðaður var um 1800, og var notaður allt til ársins 2000 til að flytja sauðfé milli lands og eyjar. Fuglalíf er afar fjölskrúðugt. Salvar segir að um 10 þúsund ferðamenn hafi komið í eyjuna á síðasta ári. Davíð Ólafsson, fasteignasali hjá Borg, segir að fyrirspurnir hafi þegar borist.Húsakosturinn er ekkert slor.Fasteignasalan BorgVigur Eyjan er um 45 hektarar og rækuð tún um 10 hektarar. Húsakostur er vel yfir 700 m2. Yfir 10 þúsund gestir heimsækja staðinn árlega. Eyjan selst í heild sinni með öllum húsakosti og hlunnindum. Íbúðarhús er skráð 207,8 m2, er á tveimur hæðum með 10 svefn herbergjum. Fjósið var tekið í gegn fyrir fjórum árum. Í dag er þar veitingasalur sem tekur 80 manns í sæti og fullbúið eldhús. Hlaða: Hlaðan er sambyggð fjósinu og er 107 m2 að stærð. Viktoríuhúsið er eign Þjóðminjasafnsins. Vélageymsla: Verkstæði og vélageymsla þar sem dúnhreinsun fer fram. Myllan er eign Þjóðminjasafnsins. Kælihús: Þar er 12 kw Lister-vararafstöð, kælir og frystir. Reykhús stendur við fjöruborðið og er um 14 m2 að stærð. Hjallur stendur nálægt íbúðarhúsinu og er með geymslulofti. Stærð 26,7 m2. Fjárhús fyrir 70 til 80 kindur (72 m2) og hlaða sem er um 30 m2. Æðarvarpið gefur í kringum 50 -60 kíló á ári af hreinsuðum dún eftir því hvernig árar. Um 10 mínútur tekur að sigla á hraðbáti frá Súðavík í Vigur í góðu veðriVigur Breiður, sögufrægur áttæringur.Fasteignasalan BorgÞað væsir ekki um neinn í eynni.Fasteignasalan Borg
Birtist í Fréttablaðinu Súðavík Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira