Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2018 14:50 Viðreisn ákvað á miðvikudagskvöld að ganga til formlegra viðræðna um myndun nýs meirihluta í borginni með fráfrandi meirihlutaflokkum, Samfylkingu, Pirötum og Vinstri grænum. Vísir/Vilhelm „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík um viðræður Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar um myndun meirihluta í borginni. Fyrir hádegi voru velferðarmálin á dagskrá og eftir hádegi ræða fulltrúar flokkanna þjónustu-og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin.Eruði farin að sjá í land?„Nei, ekki eins og er. Það er alveg nóg eftir. Við höldum áfram og gefum okkur allavega næstu daga í viðræður. Við klárum þetta ekki á morgun eða hinn. Í fyrsta lagi verður komin einhvers konar botn í þetta í kringum helgina og það er ekki endilega víst heldur. Við erum að reyna að vanda okkur og reynum því að flýta okkur ekki of mikið,“ segir Dóra Björt sem gaf sér tíma til þess að ræða við fréttamann í „frímínútunum“. Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. „Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“Dagur B. Eggertsson á leið inn í fundarherbergi sem reyna þessa dagana að ná saman um málefni til að mynda meirihluta í Reykjavík.Vísir/JÓI KDóra Björt segir að það sé mikill samhljómur á milli flokkanna en mismunandi þó eftir því hvaða flokkur á í hlut. „Ég myndi segja að skýrasta skörunin séu jafnréttismálin og umhverfismálin. Þau sameina þessa flokka.“ Hún segir að það sé samhljómur með Viðreisn og Pírötum í þjónustu-og lýðræðismálum og bætir við að sömuleiðis sé samhljómur með Pírötum og Samfylkingu og Vinstri grænum í velferðarmálum. Talsmenn flokkana hafa gefið það út að þeir vilji hafa fyrirkomulag viðræðna fjölskylduvænt. „Í dag erum við frá 9.00-16.00 og ég sé ekki fram á að það verði lengri dagar því gæðin geta takmarkast við þreytu fólks. Það er mikið í húfi og mikilvægt að allir séu í góðu stuði og á sömu blaðsíðu,“ segir Dóra Björt. Flokkarnir hafa í dag og á föstudag fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en þau hafa ekki rætt sín á milli hvar næsti fundarstaður verði. „Ég grínaðist svona með það áðan að við ættum kannski að halda þessum farandsirkúsi áfram um borgina en það er ekkert sem við höfum ákveðið.“ Tengdar fréttir Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
„Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík um viðræður Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar um myndun meirihluta í borginni. Fyrir hádegi voru velferðarmálin á dagskrá og eftir hádegi ræða fulltrúar flokkanna þjónustu-og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin.Eruði farin að sjá í land?„Nei, ekki eins og er. Það er alveg nóg eftir. Við höldum áfram og gefum okkur allavega næstu daga í viðræður. Við klárum þetta ekki á morgun eða hinn. Í fyrsta lagi verður komin einhvers konar botn í þetta í kringum helgina og það er ekki endilega víst heldur. Við erum að reyna að vanda okkur og reynum því að flýta okkur ekki of mikið,“ segir Dóra Björt sem gaf sér tíma til þess að ræða við fréttamann í „frímínútunum“. Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. „Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“Dagur B. Eggertsson á leið inn í fundarherbergi sem reyna þessa dagana að ná saman um málefni til að mynda meirihluta í Reykjavík.Vísir/JÓI KDóra Björt segir að það sé mikill samhljómur á milli flokkanna en mismunandi þó eftir því hvaða flokkur á í hlut. „Ég myndi segja að skýrasta skörunin séu jafnréttismálin og umhverfismálin. Þau sameina þessa flokka.“ Hún segir að það sé samhljómur með Viðreisn og Pírötum í þjónustu-og lýðræðismálum og bætir við að sömuleiðis sé samhljómur með Pírötum og Samfylkingu og Vinstri grænum í velferðarmálum. Talsmenn flokkana hafa gefið það út að þeir vilji hafa fyrirkomulag viðræðna fjölskylduvænt. „Í dag erum við frá 9.00-16.00 og ég sé ekki fram á að það verði lengri dagar því gæðin geta takmarkast við þreytu fólks. Það er mikið í húfi og mikilvægt að allir séu í góðu stuði og á sömu blaðsíðu,“ segir Dóra Björt. Flokkarnir hafa í dag og á föstudag fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en þau hafa ekki rætt sín á milli hvar næsti fundarstaður verði. „Ég grínaðist svona með það áðan að við ættum kannski að halda þessum farandsirkúsi áfram um borgina en það er ekkert sem við höfum ákveðið.“
Tengdar fréttir Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00
Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08