Fyrsti laxinn kominn á land úr Norðurá Karl Lúðviksson skrifar 4. júní 2018 09:20 Mynd: Norðurá lodge FB Norðurá opnaði stundvíslega klukkan 7:00 í morgun og það hefur verið spennandi að bíða eftir fyrsta laxinum á land úr henni. Það var bein útsending af bakkanum í gegnum Facebooksíðu Norðurár og þar gátu veiðimenn fylgst með þegar fyrsti laxinn tók og var síðan stuttu seinna landað rétt fyrir klukkan níu í morgun. Það var Þórunn Sveinbjörnsdóttir sem náði fyrsta laxi sumarsins af Skerinu og var það 79 sm 10 punda hrygna sem tók Rauða Frances Hexagon. Það er nokkuð mikið vatn í ánni í þessari opnun en nokkuð líf er á svæðinu og laxar að sjást nokkuð víða. Við fáum svo skýrslu frá Þorsteini Stefánssyni staðarhaldara Norðurár þegar líður á daginn og fáum fleiri fréttir af gangi mála. Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði
Norðurá opnaði stundvíslega klukkan 7:00 í morgun og það hefur verið spennandi að bíða eftir fyrsta laxinum á land úr henni. Það var bein útsending af bakkanum í gegnum Facebooksíðu Norðurár og þar gátu veiðimenn fylgst með þegar fyrsti laxinn tók og var síðan stuttu seinna landað rétt fyrir klukkan níu í morgun. Það var Þórunn Sveinbjörnsdóttir sem náði fyrsta laxi sumarsins af Skerinu og var það 79 sm 10 punda hrygna sem tók Rauða Frances Hexagon. Það er nokkuð mikið vatn í ánni í þessari opnun en nokkuð líf er á svæðinu og laxar að sjást nokkuð víða. Við fáum svo skýrslu frá Þorsteini Stefánssyni staðarhaldara Norðurár þegar líður á daginn og fáum fleiri fréttir af gangi mála.
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði