Reyndi að tengjast voninni hjá þeim sem komust af Benedikt Bóas skrifar 4. júní 2018 06:00 Birgir Hilmarsson í stúdíóinu sínu þar sem hann samdi verkið fyrir myndina. Vísir/Sigtryggur „Verkið nálgaðist ég þannig að ég reyndi að tengjast viðfangsefninu tilfinningalega en líka voninni hjá þeim sem komust af,“ segir tónskáldið Biggi Hilmars en hann semur tónlistina í heimildarmynd um brunann í Grenfell fjölbýlishúsinu í Kensington hverfinu sem Jonathan Rudd leikstýrir. Bruninn vakti heimsathygli enda fuðraði fjölbýlishúsið upp á undraskömmum tíma. Alls létust 72 í eldhafinu og enn er verið að rétta í málinu. Myndin kallast Grenfell Our Home og er framleidd í sýndarveruleika. Bíógestir fá þannig sýndarveruleikagleraugu og fá að skyggnast inn í bygginguna eins og hún leit út og upplifa stemninguna í húsinu, skelfinguna í kringum brunann, ásamt því að heyra viðtöl við eftirlifendur. Myndin verður frumsýnd á Sheffield Doc Festival í næsta mánuði og fer í framhaldinu á ferðalag um heiminn. Grenfell turninn sem stóð í Kensington hverfinu var 24 hæðir og fóru um 200 slökkviliðsmenn á vettvang til að slökkva eldhafið. Fréttablaðið/EPABiggi segir sköpunarferlið hafa verið athyglisvert, því hann hafi ekki séð mikið af myndinni enda tekur mjög langan tíma að framleiða hana í sýndarveruleika. „Ég fékk tímalínu og pínu bút úr myndinni og viðtölum til að sjá. Sýndarveruleiki er mjög nýtt fyrirbæri og dýrt í framkvæmd, en fyrirtækið sem gerir hana er mjög framarlega í þessu. Þau náðu að gera nokkrar sekúndur á dag með stóru teymi. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert verkefni, en jafnframt krefjandi því maður upplifði svo mikla sorg í gegnum sögur og upplifanir þeirra sem eftir lifðu. Ég samdi af fingrum fram undir það sem ég var með í höndunum og út komu verk sem einkennast af einhvers konar tregablandinni fegurð, sorg og von þeirra sem eftir lifðu.” Birtist í Fréttablaðinu Bruni í Grenfell-turni Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sjá meira
„Verkið nálgaðist ég þannig að ég reyndi að tengjast viðfangsefninu tilfinningalega en líka voninni hjá þeim sem komust af,“ segir tónskáldið Biggi Hilmars en hann semur tónlistina í heimildarmynd um brunann í Grenfell fjölbýlishúsinu í Kensington hverfinu sem Jonathan Rudd leikstýrir. Bruninn vakti heimsathygli enda fuðraði fjölbýlishúsið upp á undraskömmum tíma. Alls létust 72 í eldhafinu og enn er verið að rétta í málinu. Myndin kallast Grenfell Our Home og er framleidd í sýndarveruleika. Bíógestir fá þannig sýndarveruleikagleraugu og fá að skyggnast inn í bygginguna eins og hún leit út og upplifa stemninguna í húsinu, skelfinguna í kringum brunann, ásamt því að heyra viðtöl við eftirlifendur. Myndin verður frumsýnd á Sheffield Doc Festival í næsta mánuði og fer í framhaldinu á ferðalag um heiminn. Grenfell turninn sem stóð í Kensington hverfinu var 24 hæðir og fóru um 200 slökkviliðsmenn á vettvang til að slökkva eldhafið. Fréttablaðið/EPABiggi segir sköpunarferlið hafa verið athyglisvert, því hann hafi ekki séð mikið af myndinni enda tekur mjög langan tíma að framleiða hana í sýndarveruleika. „Ég fékk tímalínu og pínu bút úr myndinni og viðtölum til að sjá. Sýndarveruleiki er mjög nýtt fyrirbæri og dýrt í framkvæmd, en fyrirtækið sem gerir hana er mjög framarlega í þessu. Þau náðu að gera nokkrar sekúndur á dag með stóru teymi. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert verkefni, en jafnframt krefjandi því maður upplifði svo mikla sorg í gegnum sögur og upplifanir þeirra sem eftir lifðu. Ég samdi af fingrum fram undir það sem ég var með í höndunum og út komu verk sem einkennast af einhvers konar tregablandinni fegurð, sorg og von þeirra sem eftir lifðu.”
Birtist í Fréttablaðinu Bruni í Grenfell-turni Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sjá meira
Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30
Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24
Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög