Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2018 20:00 Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. Nýjustu tölur benda til þess byrjað sé að draga úr vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels á Hellu, segir stefnu stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni skjóta skökku við í samanburði við aðrar atvinnugreinar. „Við stöndum alveg ein. Það er til dæmis í sjávarútveginum þá fella þeir bara niður veiðileyfagjöldin ef að gengið verður sterkt þá bæta þeir það upp en við höfum enga svona stuðningsaðila sem grípa inn í,“ segir Hreiðar. Þá skipti gjaldeyrismálin hvað mestu. „Það er engin stefna að halda við gjaldmiðli sem að enginn þorir að eiga,“ segir Hreiðar og vísar þar til Íslensku krónunnar. „Á hverjum degi þá bara er alltaf eins og maður sé að spila í happdrætti. Þetta er bara lottóvinningur hvernig skráningin er á gjaldmiðlinum á hverjum degi.“ Þetta hafi aftur áhrif á fjárfestingar í greininni. „Fyrst og fremst náttúrlega eru þeir [fjárfestar] bara miklu varkárari sem er bara gott og í einhverjum tilfellum eru þeir, standa alls ekki að ákveðnum verkefnum sem átti að fara á stað.“Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestasviði Íslandsbanka.Vísir/skjáskotBjarnólfur Lárusson, hjá ferðaþjónustuteymi Íslandsbanka, segir að vissu leyti jákvætt að nú sé farið að hægja á vexti í greininni líkt og tölur bendi til. Nú skapist ráðrúm fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að rýna betur í reksturinn en hingað til hafi fyrirtækin þurft að keppast við öran vöxtinn. „Það hefur náttúrlega þurft að fjárfesta mikið til þess að geta tekið á móti vexti ferðamanna sem hefur verið að koma á undanförnum árum og fjárfestar í samstarfi við bankana hafa náttúrlega sett fjármagn í þessa uppbyggingu,“ segir Björnólfur. „En við sjáum fram á það, þó það sé eitthvað að breytast núna varðandi þetta ár, að þá eru menn alltaf að horfa til að fjárfestingarnar eru til 20-25 ára svo að breytingar á einu ári, það er ekki að breyta heildarmyndinni,“ bætir hann við. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. Nýjustu tölur benda til þess byrjað sé að draga úr vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels á Hellu, segir stefnu stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni skjóta skökku við í samanburði við aðrar atvinnugreinar. „Við stöndum alveg ein. Það er til dæmis í sjávarútveginum þá fella þeir bara niður veiðileyfagjöldin ef að gengið verður sterkt þá bæta þeir það upp en við höfum enga svona stuðningsaðila sem grípa inn í,“ segir Hreiðar. Þá skipti gjaldeyrismálin hvað mestu. „Það er engin stefna að halda við gjaldmiðli sem að enginn þorir að eiga,“ segir Hreiðar og vísar þar til Íslensku krónunnar. „Á hverjum degi þá bara er alltaf eins og maður sé að spila í happdrætti. Þetta er bara lottóvinningur hvernig skráningin er á gjaldmiðlinum á hverjum degi.“ Þetta hafi aftur áhrif á fjárfestingar í greininni. „Fyrst og fremst náttúrlega eru þeir [fjárfestar] bara miklu varkárari sem er bara gott og í einhverjum tilfellum eru þeir, standa alls ekki að ákveðnum verkefnum sem átti að fara á stað.“Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestasviði Íslandsbanka.Vísir/skjáskotBjarnólfur Lárusson, hjá ferðaþjónustuteymi Íslandsbanka, segir að vissu leyti jákvætt að nú sé farið að hægja á vexti í greininni líkt og tölur bendi til. Nú skapist ráðrúm fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að rýna betur í reksturinn en hingað til hafi fyrirtækin þurft að keppast við öran vöxtinn. „Það hefur náttúrlega þurft að fjárfesta mikið til þess að geta tekið á móti vexti ferðamanna sem hefur verið að koma á undanförnum árum og fjárfestar í samstarfi við bankana hafa náttúrlega sett fjármagn í þessa uppbyggingu,“ segir Björnólfur. „En við sjáum fram á það, þó það sé eitthvað að breytast núna varðandi þetta ár, að þá eru menn alltaf að horfa til að fjárfestingarnar eru til 20-25 ára svo að breytingar á einu ári, það er ekki að breyta heildarmyndinni,“ bætir hann við.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira