Rúrik: Er svolítið fyrir að sýna mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2018 23:26 Rúrik Gíslason í leiknum í kvöld. Vísr/Andri Marinó Einn af ljósu punktunum við leik Íslands og Noregs í kvöld var frammistaða Rúriks Gíslasonar sem var óumdeilt besti maður Íslands í leiknum. Rúrik hefur síðustu ár fá tækifæri fengið í byrjunarliði Íslands en nýtti það vel í kvöld. „Mér finnst bara nokkuð gaman í fótbolta þessar vikurnar,“ sagði Rúrik kátur eftir leikinn í kvöld. „Ég er þakklátur fyrir það nýja líf sem ég fékk frá þjálfara mínum í Sandhausen í janúar. Mér líður bara vel inni á vellinum og reyni að gera það sem ég geti.“ Hann var vel meðvitaður um að leikurinn í kvöld hafi verið gott tækifæri til að sýna að hann eigi skilið að fá mínútur með íslenska landsliðinu á HM í sumar. Rúrik var ekki valinn í EM-hóp Íslands fyrir tveimur árum síðan. „Ég er dáldið mikið fyrir það að sýna mig. Það verður bara að segjast eins og er,“ sagði Rúrik og hló. „En í fullri alvöru þá líður mér vel í líkamanum og ég vona að ég geti hjálpað íslenska liðinu á HM.“ Hann spilaði mun meira eftir áramót en fyrir áramót en sagði að þrátt fyrir mikið álag síðustu mánuði líði honum vel. „Ég nýtti fríið mitt eftir tímabilið vel. Slakaði vel á á milli æfinga en æfði svolítið öðruvísi, án þess að spila endilega fótbolta. Mér líður heilt yfir mjög vel,“ sagði Rúrik. Rúrik segir að Íslendingar hafi haft góð tök á leiknum í stöðunni 2-1. „Það var óþarfi að tapa leiknum. En við vorum togaðir niður á jörðina og kannski var það bara allt í lagi.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um Rúrik: Hann kom mörgum á óvart Heimir Hallgrímsson var ánægður með að sjá Rúrik Gíslason blómstra í landsleiknum gegn Noregi í kvöld. 2. júní 2018 23:09 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Einn af ljósu punktunum við leik Íslands og Noregs í kvöld var frammistaða Rúriks Gíslasonar sem var óumdeilt besti maður Íslands í leiknum. Rúrik hefur síðustu ár fá tækifæri fengið í byrjunarliði Íslands en nýtti það vel í kvöld. „Mér finnst bara nokkuð gaman í fótbolta þessar vikurnar,“ sagði Rúrik kátur eftir leikinn í kvöld. „Ég er þakklátur fyrir það nýja líf sem ég fékk frá þjálfara mínum í Sandhausen í janúar. Mér líður bara vel inni á vellinum og reyni að gera það sem ég geti.“ Hann var vel meðvitaður um að leikurinn í kvöld hafi verið gott tækifæri til að sýna að hann eigi skilið að fá mínútur með íslenska landsliðinu á HM í sumar. Rúrik var ekki valinn í EM-hóp Íslands fyrir tveimur árum síðan. „Ég er dáldið mikið fyrir það að sýna mig. Það verður bara að segjast eins og er,“ sagði Rúrik og hló. „En í fullri alvöru þá líður mér vel í líkamanum og ég vona að ég geti hjálpað íslenska liðinu á HM.“ Hann spilaði mun meira eftir áramót en fyrir áramót en sagði að þrátt fyrir mikið álag síðustu mánuði líði honum vel. „Ég nýtti fríið mitt eftir tímabilið vel. Slakaði vel á á milli æfinga en æfði svolítið öðruvísi, án þess að spila endilega fótbolta. Mér líður heilt yfir mjög vel,“ sagði Rúrik. Rúrik segir að Íslendingar hafi haft góð tök á leiknum í stöðunni 2-1. „Það var óþarfi að tapa leiknum. En við vorum togaðir niður á jörðina og kannski var það bara allt í lagi.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir um Rúrik: Hann kom mörgum á óvart Heimir Hallgrímsson var ánægður með að sjá Rúrik Gíslason blómstra í landsleiknum gegn Noregi í kvöld. 2. júní 2018 23:09 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Heimir um Rúrik: Hann kom mörgum á óvart Heimir Hallgrímsson var ánægður með að sjá Rúrik Gíslason blómstra í landsleiknum gegn Noregi í kvöld. 2. júní 2018 23:09
Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13
Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15