Heimir um Rúrik: Hann kom mörgum á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2018 23:09 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Andri Marinó Rúrik Gíslason var maður leiksins þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld, viku áður en íslenska liðið heldur til Rússlands. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, lofaði frammistöðu hans á blaðamannafundi eftir leikinn. „Rúrik er einn af þeim sem hefur verið að spila 90 mínútur regluelga með sínu félagi og er það í fyrsta sinn í langan tíma sem það gerist hjá honum,“ sagði Heimir. „Það er því greinilegt að hann er í toppstandi. Það er frábært þegar menn nýta tækifæri og senda skilaboð. Við viljum að allir geri það og það var gaman að sjá hvað það var mikill kraftur í honum. Ég veit að það kom mörgum á óvart.“ Ari Freyr Skúlason kom svo inn á í stöðu vinstri kantmanns, sem Rúrik spilaði í kvöld, og leysti hana vel af hólmi. „Ari var mjög öflugur eftir að hann kom inn og það sam má segja um Gylfa. Það voru margir ljósir punktar en ég er engu að síður jafn fúll yfir því að tapa leiknum.“ Hann var hvað óánægðastur með að leikmenn Íslands töpuðu mörgum návígjum í kvöld. „Við erum óvanir því. En við vissum að Norðmenn spila svipaðan leikstíl og við og þetta var því eins og að spila við spegil í kvöld. Þeir eru virkilega sterkir í því sem við viljum gera vel og þess vegna var alltaf vitað að þessi leikur yrði stál í stál.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir ekki ósáttur við Frederik | Hannes gat ekki spilað Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að Hannes Þór Halldórsson hefði átt að standa á milli stanganna í leiknum gegn Noregi en hefði ekki verið alveg tilbúinn. 2. júní 2018 23:04 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Rúrik Gíslason var maður leiksins þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld, viku áður en íslenska liðið heldur til Rússlands. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, lofaði frammistöðu hans á blaðamannafundi eftir leikinn. „Rúrik er einn af þeim sem hefur verið að spila 90 mínútur regluelga með sínu félagi og er það í fyrsta sinn í langan tíma sem það gerist hjá honum,“ sagði Heimir. „Það er því greinilegt að hann er í toppstandi. Það er frábært þegar menn nýta tækifæri og senda skilaboð. Við viljum að allir geri það og það var gaman að sjá hvað það var mikill kraftur í honum. Ég veit að það kom mörgum á óvart.“ Ari Freyr Skúlason kom svo inn á í stöðu vinstri kantmanns, sem Rúrik spilaði í kvöld, og leysti hana vel af hólmi. „Ari var mjög öflugur eftir að hann kom inn og það sam má segja um Gylfa. Það voru margir ljósir punktar en ég er engu að síður jafn fúll yfir því að tapa leiknum.“ Hann var hvað óánægðastur með að leikmenn Íslands töpuðu mörgum návígjum í kvöld. „Við erum óvanir því. En við vissum að Norðmenn spila svipaðan leikstíl og við og þetta var því eins og að spila við spegil í kvöld. Þeir eru virkilega sterkir í því sem við viljum gera vel og þess vegna var alltaf vitað að þessi leikur yrði stál í stál.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir ekki ósáttur við Frederik | Hannes gat ekki spilað Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að Hannes Þór Halldórsson hefði átt að standa á milli stanganna í leiknum gegn Noregi en hefði ekki verið alveg tilbúinn. 2. júní 2018 23:04 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Heimir ekki ósáttur við Frederik | Hannes gat ekki spilað Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að Hannes Þór Halldórsson hefði átt að standa á milli stanganna í leiknum gegn Noregi en hefði ekki verið alveg tilbúinn. 2. júní 2018 23:04
Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03
Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13