Hægt að gæða sér á nokkrum réttum án þess að „ganga út með tóma budduna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2018 16:00 Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag. Vísir/Vilhelm Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag og bætist við þegar fjölskrúðuga flóru veitingastaða á hafnarsvæðinu úti á Granda. Mathöllin hefur talsverða sérstöðu meðal annarra veitingahúsa því hún stílar einkum inn á svokallað götufæði (e. streetfood). Mathöllin stendur við Grandagarð 16. Það var mikil spenna og eftirvænting í loftinu þegar blaðamaður náði tali af Franz Gunnarssyni, viðburða-og markaðsstjóra Granda mathallar. „Það er bara verið að snurfusa síðustu atriðin; gera allt spikk og span.“Það er allt að verða klárt fyrir opnun mathallarinnar á Granda.vísir/vilhelmFyrir þá sem ekki vita, hvað er götufæði?„Í grunninn er „Streetfood“ frumkvöðlastarf. Það er mikið til unnið af einyrkjum eða fjölskyldum sem vinna matinn sjálf, matreiða og standa vaktina. Það eru ekki stórfyrirtæki sem eru á bak við þetta heldur fólkið sjálft sem er að gera þetta. Skammtarnir eru minni, þú ert ekki að fá fulla máltíð og því er þetta ódýrara. Í grunninn voru það Forngrikkir sem steiktu fisk ofan í fátæka fólkið, þannig að þar byrjar þetta,“ segir Franz til útskýringar. Það sé hægt að gæða sér á tveimur til þremur mismunandi réttum án þess að „ganga út með tóma budduna.“ Hann segir að eigendur hafi lagt upp með að hafa eitthvað í boði fyrir alla og að kynna gesti mathallarinnar fyrir alþjóðlegum réttum. Til dæmis verður boðið upp á víetnamskan og kóreskan götubita. „Svo erum við líka með lítinn grænmetismarkað og grænmetisstað. Síðan, til þess að lyfta sér upp, erum við með Micro Roast - Vínbar.“Hefur ekki skapast heilmikið líf upp á síðkastið úti á Granda?„Já, Þetta er bara partur af þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað og mun halda áfram að eiga sér stað úti á Granda,“ segir Franz sem segir marga bíða opnunarinnar með mikilli eftirvæntingu. Fólk hafi að undanförnu verið að gægjast inn um gluggana.Mathöllin á Granda leggur áherslu á svokallað götufæði.vísir/vilhelmÞað er hægt að kaupa náttúruvín á Micro Roast - vínbar frá sérvöldum svæðum.Vísir/vilhelmHeilmikil uppbygging hefur átt sér stað á hafnarsvæðinu. Grandi Mathöll stendur við Grandagarð 16.vísir/vilhelm Matur Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Grandi mathöll verður opnuð fyrir gestum og gangandi klukkan 18 í dag og bætist við þegar fjölskrúðuga flóru veitingastaða á hafnarsvæðinu úti á Granda. Mathöllin hefur talsverða sérstöðu meðal annarra veitingahúsa því hún stílar einkum inn á svokallað götufæði (e. streetfood). Mathöllin stendur við Grandagarð 16. Það var mikil spenna og eftirvænting í loftinu þegar blaðamaður náði tali af Franz Gunnarssyni, viðburða-og markaðsstjóra Granda mathallar. „Það er bara verið að snurfusa síðustu atriðin; gera allt spikk og span.“Það er allt að verða klárt fyrir opnun mathallarinnar á Granda.vísir/vilhelmFyrir þá sem ekki vita, hvað er götufæði?„Í grunninn er „Streetfood“ frumkvöðlastarf. Það er mikið til unnið af einyrkjum eða fjölskyldum sem vinna matinn sjálf, matreiða og standa vaktina. Það eru ekki stórfyrirtæki sem eru á bak við þetta heldur fólkið sjálft sem er að gera þetta. Skammtarnir eru minni, þú ert ekki að fá fulla máltíð og því er þetta ódýrara. Í grunninn voru það Forngrikkir sem steiktu fisk ofan í fátæka fólkið, þannig að þar byrjar þetta,“ segir Franz til útskýringar. Það sé hægt að gæða sér á tveimur til þremur mismunandi réttum án þess að „ganga út með tóma budduna.“ Hann segir að eigendur hafi lagt upp með að hafa eitthvað í boði fyrir alla og að kynna gesti mathallarinnar fyrir alþjóðlegum réttum. Til dæmis verður boðið upp á víetnamskan og kóreskan götubita. „Svo erum við líka með lítinn grænmetismarkað og grænmetisstað. Síðan, til þess að lyfta sér upp, erum við með Micro Roast - Vínbar.“Hefur ekki skapast heilmikið líf upp á síðkastið úti á Granda?„Já, Þetta er bara partur af þessari uppbyggingu sem hefur átt sér stað og mun halda áfram að eiga sér stað úti á Granda,“ segir Franz sem segir marga bíða opnunarinnar með mikilli eftirvæntingu. Fólk hafi að undanförnu verið að gægjast inn um gluggana.Mathöllin á Granda leggur áherslu á svokallað götufæði.vísir/vilhelmÞað er hægt að kaupa náttúruvín á Micro Roast - vínbar frá sérvöldum svæðum.Vísir/vilhelmHeilmikil uppbygging hefur átt sér stað á hafnarsvæðinu. Grandi Mathöll stendur við Grandagarð 16.vísir/vilhelm
Matur Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira