Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 2-1 | Stjarnan í toppsætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júní 2018 20:30 Stjörnumenn fagna marki í sumar. vísir/daníel Baldur Sigurðsson skaut Stjörnunni á topp Pepsi deildar karla með sigurmarki undir lok leiks Stjörnunnar og ÍBV á Samsungvellinum í Garðabæ. Shahab Tabar hafði komið ÍBV yfir snemma leiks og Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði í fyrri hálfleik. Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt og komust Eyjamenn í dauðafæri eftir um kortersleik þegar Atli Arnarson setti boltann í stöngina. Örfáum mínútum seinna kom Íraninn Shahab ÍBV yfir eftir frábæra sendingu fyrirliðans Sindra Snæs Magnússonar í hlaupaleiðina. Þorsteinn Már Ragnarsson hefur verið mjög heitur fyrir Stjörnuna að undanförnu og hann jafnaði leikinn fimm mínútum seinna. Hilmar Árni Halldórsson átti sendningu inn á teiginn á Guðjón Baldvinsson sem lagði boltann fyrir Þorstein með hælnum. Eftir markið var Stjarnan mun sterkari og hefðu heimamenn hæglega getað bætt öðru marki við fyrir hálfleikinn en það var enn jafnt þegar Ívar Orri Kristjánsson blés til loka fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn byrjaði svo mjög dauflega en Stjörnumenn voru þó ívíð sterkari. Mikil barátta var í leiknum og barningur en það lifnaði aðeins yfir honum undir lokinn og áttu Stjörnumenn nokkur fín færi sem nýttust þeim þó ekki. Hilmar Árni tók eina af fjölmörgu hornspyrnum Stjörnunnar á 84. mínútu leiksins og hún rataði á koll fyrirliðans Baldurs Sigurðssonar sem skallaði í netið. Stjörnumenn fara því á topp Pepsi deildarinnar, í það minnsta tímabundið því Valsmenn geta endurheimt toppsætið á morgun. ÍBV situr enn sem fastast í fallsæti.Afhverju vann Stjarnan? Heimamenn áttu sigurinn skilið. Eyjamenn eiga hrós skilið fyrir virkilega flottan varnarleik heilt yfir og Stjörnumenn hefðu ekki getað verið of súrir yfir jafntefli en þeir sóttu þó mun meira í leiknum og meira bit í þeirra aðgerðum svo sigurinn er sanngjarn. Hilmar Árni er framúrskarandi spyrnumaður og Baldur alltaf tilbúinn í skallann svo þetta mark kom fáum að óvörum og alveg eftir uppskriftinni.Hverjir stóðu upp úr? Baldur Sigurðsson fær titilinn maður leiksins fyrir að setja markið. Hann var flottur eins og ávallt, barðist vel inni á miðjunni og alltaf ógnandi í teignum í föstum leikatriðum. Hilmar Árni átti mjög góðan leik og óð í færum. Þá var Þórarinn Ingi Valdimarsson öflugur í vinstri bakvarðarstöðunni í fyrri hálfleik. Dofnaði aðeins yfir honum í þeim seinni, líkt og mörgum í leiknum, og gerði sig sekan um slæm mistök sem hefðu getað orðið dýr en heilt yfir fínn leikur. Hjá Eyjamönnum voru miðjumennirnir Sindri Snær Magnússon og Preistley Keithly mjög góðir og stóðust baráttuna á miðjunni mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Varnarlína Eyjamanna hélt líka vel undir álagi.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var ekki upp á marga fiska. Þeir komust í fyrsta lagi sjaldan í almennilegar sóknir og þegar þeir færðu sig fram á völlinn þá gekk lítið upp.Hvað gerist næst? Það er bikar framundan hjá Stjörnunni, 8-liða úrslit á móti Þór norður á Akureyri í næstu viku. Eyjamenn eru hins vegar dottnir þar út svo þeir mæta næst til leiks þann 1. júlí og fá Grindvíkinga í heimsókn til Vestmannaeyja. Annars er dregið í Evrópudeildinni á morgun þar sem þessi lið eru bæði í pottinum og þjálfararnir væntanlega með hugann þar akkúrat þessa stundina.Rúnar Páll.vísir/eyþórRúnar Páll: Við heilt yfir betri aðilinn „Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði hæstánægður Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þetta var erfiður leikur, við áttum mjög erfitt með að brjóta þá aftur.“ „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum. ÍBV voru góðir en við vorum bara betri. Hrikalega ánægður að fá sigur aftur og halda okkur í flotinu.“ „Þetta var ágætis leikur í sjálfu sér. Við fáum, ég veit ekki hversu margar fyrirgjafir hér frá hægri og vinstri sem við nýttum ekki nógu vel. Stoppaði alltaf á þeirra öftustu mönnum. Okkur gekk erfiðlega að finna lausnir á því að koma boltanum inn en það gekk í lokin.“ Stjarnan hefur ekki tapað leik síðan í annari umferð þegar liðið tapaði fyrir KR hér á heimavelli sínum. „Við erum að fá ágætis ryþma í leikinn okkur. Við erum að fá úrslit núna sem er gott, við erum að spila ágætis vörn og það er gríðarlega góð stemming í okkar liði,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.vísir/eyþórKristján: Sóknarleikurinn ekki góður í seinni hálfleik „Við gerum mistök í mörkunum. Þetta átti að vera alveg „coverað,“ þarna gleyma menn sér bara í tíu sekúndur,“ sagði svekktur Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Sóknarleikurinn var allt í lagi í fyrri hálfleik en mér fannst hann ekki góður í seinni. Á kafla í leiknum náðum við ekki að tengja og misstum of oft boltann of fljótt. Ég held að það skilji að á milli að við náum ekki að ógna þeim of oft í seinni hálfleik og vorum komnir of aftarlega á kafla í seinni hálfleik.“ Sóknarleikurinn er nokkuð vandamál hjá ÍBV sem hefur aðeins skorað 9 mörk í 10 leikjum. Kristján virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Við þurfum að fara að ýta þessu aðeins áfram, að tengja boltann betur þegar við förum upp. En við tökum ekki frá því að Stjarnan er mjög gott lið og það er þrautinni þyngra að vinna þá.“ „Nú þarf bara að halda áfram í þessari vinnu, liðið lítur ágætlega út og við getum tekið fullt af stigum í deildinni.“ Framundan er dráttur í Evrópudeildinni sem Kristján er með hugann við. Á hann sér óskamótherja þar? „Það eru þrjú lið sem við viljum alls ekki fá en hin þrjú eru allt í lagi,“ sagði Kristján Guðmundsson.Baldur Sigurðsson.vísir/daníelBaldur: Fyrsta sætið góð mótivering „Fyrst og fremst gott að vinna leikinn eins og klisjan segir,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar og markaskorarinn Baldur Sigurðsson. „Þetta eru lúmskir leikir, það er HM í gangi og allir að einbeita sér að því, við líka. Svo við vorum meðvitaðir um það að við þyrftum að mótivera okkur extra í þessum leik en það var gott að sjá að við gátum tekið fyrsta sætið, allavega í bili, með sigri. Þetta var bara mjög erfitt í dag og sætt að skora þarna í lokinn.“ Stjarnan hafði átt urmul af færum en ekki gengið að setja boltann í markið svo Baldur sagði það mjög sætt að hafa loksins náð inn sigurmarkinu. „Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum, þrátt fyrir að þeir séu hættulegir með hann Shabab frammi, hann er virkilega fljótur og hættulegur og Kaj getur búið til mörk upp úr engu. Við vorum meðvitaðir um það að við þurftum að vera vel vakandi í varnarleiknum. Mér fannst við fá mikið af færum, völlurinn blautur og boltinn mikið að spýtast, hann var alltaf að fara rétt framhjá stönginni og slánni, svipaði til leiksins á móti Grindavík um daginn þar sem við náðum ekki að setja sigurmarkið en það tókst í dag,“ sagði Baldur Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla
Baldur Sigurðsson skaut Stjörnunni á topp Pepsi deildar karla með sigurmarki undir lok leiks Stjörnunnar og ÍBV á Samsungvellinum í Garðabæ. Shahab Tabar hafði komið ÍBV yfir snemma leiks og Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði í fyrri hálfleik. Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt og komust Eyjamenn í dauðafæri eftir um kortersleik þegar Atli Arnarson setti boltann í stöngina. Örfáum mínútum seinna kom Íraninn Shahab ÍBV yfir eftir frábæra sendingu fyrirliðans Sindra Snæs Magnússonar í hlaupaleiðina. Þorsteinn Már Ragnarsson hefur verið mjög heitur fyrir Stjörnuna að undanförnu og hann jafnaði leikinn fimm mínútum seinna. Hilmar Árni Halldórsson átti sendningu inn á teiginn á Guðjón Baldvinsson sem lagði boltann fyrir Þorstein með hælnum. Eftir markið var Stjarnan mun sterkari og hefðu heimamenn hæglega getað bætt öðru marki við fyrir hálfleikinn en það var enn jafnt þegar Ívar Orri Kristjánsson blés til loka fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn byrjaði svo mjög dauflega en Stjörnumenn voru þó ívíð sterkari. Mikil barátta var í leiknum og barningur en það lifnaði aðeins yfir honum undir lokinn og áttu Stjörnumenn nokkur fín færi sem nýttust þeim þó ekki. Hilmar Árni tók eina af fjölmörgu hornspyrnum Stjörnunnar á 84. mínútu leiksins og hún rataði á koll fyrirliðans Baldurs Sigurðssonar sem skallaði í netið. Stjörnumenn fara því á topp Pepsi deildarinnar, í það minnsta tímabundið því Valsmenn geta endurheimt toppsætið á morgun. ÍBV situr enn sem fastast í fallsæti.Afhverju vann Stjarnan? Heimamenn áttu sigurinn skilið. Eyjamenn eiga hrós skilið fyrir virkilega flottan varnarleik heilt yfir og Stjörnumenn hefðu ekki getað verið of súrir yfir jafntefli en þeir sóttu þó mun meira í leiknum og meira bit í þeirra aðgerðum svo sigurinn er sanngjarn. Hilmar Árni er framúrskarandi spyrnumaður og Baldur alltaf tilbúinn í skallann svo þetta mark kom fáum að óvörum og alveg eftir uppskriftinni.Hverjir stóðu upp úr? Baldur Sigurðsson fær titilinn maður leiksins fyrir að setja markið. Hann var flottur eins og ávallt, barðist vel inni á miðjunni og alltaf ógnandi í teignum í föstum leikatriðum. Hilmar Árni átti mjög góðan leik og óð í færum. Þá var Þórarinn Ingi Valdimarsson öflugur í vinstri bakvarðarstöðunni í fyrri hálfleik. Dofnaði aðeins yfir honum í þeim seinni, líkt og mörgum í leiknum, og gerði sig sekan um slæm mistök sem hefðu getað orðið dýr en heilt yfir fínn leikur. Hjá Eyjamönnum voru miðjumennirnir Sindri Snær Magnússon og Preistley Keithly mjög góðir og stóðust baráttuna á miðjunni mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Varnarlína Eyjamanna hélt líka vel undir álagi.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍBV var ekki upp á marga fiska. Þeir komust í fyrsta lagi sjaldan í almennilegar sóknir og þegar þeir færðu sig fram á völlinn þá gekk lítið upp.Hvað gerist næst? Það er bikar framundan hjá Stjörnunni, 8-liða úrslit á móti Þór norður á Akureyri í næstu viku. Eyjamenn eru hins vegar dottnir þar út svo þeir mæta næst til leiks þann 1. júlí og fá Grindvíkinga í heimsókn til Vestmannaeyja. Annars er dregið í Evrópudeildinni á morgun þar sem þessi lið eru bæði í pottinum og þjálfararnir væntanlega með hugann þar akkúrat þessa stundina.Rúnar Páll.vísir/eyþórRúnar Páll: Við heilt yfir betri aðilinn „Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði hæstánægður Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Þetta var erfiður leikur, við áttum mjög erfitt með að brjóta þá aftur.“ „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum. ÍBV voru góðir en við vorum bara betri. Hrikalega ánægður að fá sigur aftur og halda okkur í flotinu.“ „Þetta var ágætis leikur í sjálfu sér. Við fáum, ég veit ekki hversu margar fyrirgjafir hér frá hægri og vinstri sem við nýttum ekki nógu vel. Stoppaði alltaf á þeirra öftustu mönnum. Okkur gekk erfiðlega að finna lausnir á því að koma boltanum inn en það gekk í lokin.“ Stjarnan hefur ekki tapað leik síðan í annari umferð þegar liðið tapaði fyrir KR hér á heimavelli sínum. „Við erum að fá ágætis ryþma í leikinn okkur. Við erum að fá úrslit núna sem er gott, við erum að spila ágætis vörn og það er gríðarlega góð stemming í okkar liði,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.vísir/eyþórKristján: Sóknarleikurinn ekki góður í seinni hálfleik „Við gerum mistök í mörkunum. Þetta átti að vera alveg „coverað,“ þarna gleyma menn sér bara í tíu sekúndur,“ sagði svekktur Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Sóknarleikurinn var allt í lagi í fyrri hálfleik en mér fannst hann ekki góður í seinni. Á kafla í leiknum náðum við ekki að tengja og misstum of oft boltann of fljótt. Ég held að það skilji að á milli að við náum ekki að ógna þeim of oft í seinni hálfleik og vorum komnir of aftarlega á kafla í seinni hálfleik.“ Sóknarleikurinn er nokkuð vandamál hjá ÍBV sem hefur aðeins skorað 9 mörk í 10 leikjum. Kristján virtist þó ekki hafa of miklar áhyggjur af því. „Við þurfum að fara að ýta þessu aðeins áfram, að tengja boltann betur þegar við förum upp. En við tökum ekki frá því að Stjarnan er mjög gott lið og það er þrautinni þyngra að vinna þá.“ „Nú þarf bara að halda áfram í þessari vinnu, liðið lítur ágætlega út og við getum tekið fullt af stigum í deildinni.“ Framundan er dráttur í Evrópudeildinni sem Kristján er með hugann við. Á hann sér óskamótherja þar? „Það eru þrjú lið sem við viljum alls ekki fá en hin þrjú eru allt í lagi,“ sagði Kristján Guðmundsson.Baldur Sigurðsson.vísir/daníelBaldur: Fyrsta sætið góð mótivering „Fyrst og fremst gott að vinna leikinn eins og klisjan segir,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar og markaskorarinn Baldur Sigurðsson. „Þetta eru lúmskir leikir, það er HM í gangi og allir að einbeita sér að því, við líka. Svo við vorum meðvitaðir um það að við þyrftum að mótivera okkur extra í þessum leik en það var gott að sjá að við gátum tekið fyrsta sætið, allavega í bili, með sigri. Þetta var bara mjög erfitt í dag og sætt að skora þarna í lokinn.“ Stjarnan hafði átt urmul af færum en ekki gengið að setja boltann í markið svo Baldur sagði það mjög sætt að hafa loksins náð inn sigurmarkinu. „Mér fannst við vera betri aðilinn í leiknum, þrátt fyrir að þeir séu hættulegir með hann Shabab frammi, hann er virkilega fljótur og hættulegur og Kaj getur búið til mörk upp úr engu. Við vorum meðvitaðir um það að við þurftum að vera vel vakandi í varnarleiknum. Mér fannst við fá mikið af færum, völlurinn blautur og boltinn mikið að spýtast, hann var alltaf að fara rétt framhjá stönginni og slánni, svipaði til leiksins á móti Grindavík um daginn þar sem við náðum ekki að setja sigurmarkið en það tókst í dag,“ sagði Baldur Sigurðsson.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti