„Þú skalt kalla mig herra forseta, skilið?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2018 07:01 Emmanuel Macron var ekki kátur með drenginn í köflóttu skyrtunni. Skjáskot Frakklandsforseti þótti heldur hrokafullur þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í París í gær. Forsetinn var í opinberum erindagjörðum við Mont Valerien, þar sem hundruð meðlima andspyrnuhreyfingarinnar voru teknir af lífi í seinna stríði. Þar höfðu stuðningsmenn forsetans safnast saman og vildu ólmir fá að taka í spaðann á Emmanuel Macron og fá myndir af sér með honum. Einn stuðningsmannanna var unglingsstrákur sem ávarpaði forsetann með gælunafninu „Manu,“ sem dregið er af fornafninu Emmanuel. Á myndbandsupptöku má heyra hvernig forsetanum er ekki skemmt. „Nei, þetta máttu ekki gera. Nei, nei, nei, nei,“ sagði Macron við piltinn sem var þar með hópi skólasystkina sinna.Drengurinn baðst þá afsökunar - „Fyrirgefðu, herra forseti“ - en Macron lét ekki þar við sitja. Hann hélt áfram að skamma drenginn og minnti hann á hvar hann væri staddur. „Þú ert hér, við opinbera athöfn og þú átt að haga þér,“ sagði forsetinn og bætti við: „Þannig að þú skalt kalla mig „herra forseta.“ Skilið?“ Drengurinn er að sama skapi sagður hafa byrjað að syngja hluta af Internasjónalnum, alþjóðasöng verkalýðsins, sem segja má að sé augljóst skot á forsetann og hægri-hugsjónir hans í efnahagsmálum. Það fór í taugarnar á Macron sem sagði að drengurinn þyrfti að næla sér fyrst í einhverja menntun áður en hann ætlaði sér að hefja byltingu. Orðaskipti Macron og drengsins fóru sem eldur í sinu um netheima - enda eru þau vatn á myllu þeirra sem gagnrýnt hafa forsetann fyrir óheflaðan talsmáta. Macron hefur jafnframt verið sagður forseti hinna ríku og talinn eiga erfitt með að sýna samkennd með fátækum. Þá lét Macron jafnframt hafa eftir sér á síðasta ári að vinstrisinnaðir mótmælendur, sem gagnrýndu hugmyndir hans um breytta vinnumarkaðslöggjöf, væru „letingjar.“ Orðaskiptin má sjá hér að ofan, með enskum texta. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Sjá meira
Frakklandsforseti þótti heldur hrokafullur þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína í París í gær. Forsetinn var í opinberum erindagjörðum við Mont Valerien, þar sem hundruð meðlima andspyrnuhreyfingarinnar voru teknir af lífi í seinna stríði. Þar höfðu stuðningsmenn forsetans safnast saman og vildu ólmir fá að taka í spaðann á Emmanuel Macron og fá myndir af sér með honum. Einn stuðningsmannanna var unglingsstrákur sem ávarpaði forsetann með gælunafninu „Manu,“ sem dregið er af fornafninu Emmanuel. Á myndbandsupptöku má heyra hvernig forsetanum er ekki skemmt. „Nei, þetta máttu ekki gera. Nei, nei, nei, nei,“ sagði Macron við piltinn sem var þar með hópi skólasystkina sinna.Drengurinn baðst þá afsökunar - „Fyrirgefðu, herra forseti“ - en Macron lét ekki þar við sitja. Hann hélt áfram að skamma drenginn og minnti hann á hvar hann væri staddur. „Þú ert hér, við opinbera athöfn og þú átt að haga þér,“ sagði forsetinn og bætti við: „Þannig að þú skalt kalla mig „herra forseta.“ Skilið?“ Drengurinn er að sama skapi sagður hafa byrjað að syngja hluta af Internasjónalnum, alþjóðasöng verkalýðsins, sem segja má að sé augljóst skot á forsetann og hægri-hugsjónir hans í efnahagsmálum. Það fór í taugarnar á Macron sem sagði að drengurinn þyrfti að næla sér fyrst í einhverja menntun áður en hann ætlaði sér að hefja byltingu. Orðaskipti Macron og drengsins fóru sem eldur í sinu um netheima - enda eru þau vatn á myllu þeirra sem gagnrýnt hafa forsetann fyrir óheflaðan talsmáta. Macron hefur jafnframt verið sagður forseti hinna ríku og talinn eiga erfitt með að sýna samkennd með fátækum. Þá lét Macron jafnframt hafa eftir sér á síðasta ári að vinstrisinnaðir mótmælendur, sem gagnrýndu hugmyndir hans um breytta vinnumarkaðslöggjöf, væru „letingjar.“ Orðaskiptin má sjá hér að ofan, með enskum texta.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Sjá meira