Hlaupa Hratt kom upprunalega út á fyrstu plötu Rari Boys, Atari, sem var gefin út í vor á þessu ári. Hafnfirðingurinn Yung Nigo Drippin' kemur fram á upprunalega laginu ásamt Ísleifi, meðlimi hljómsveitarinnar Rari Boys. Í endurútgáfu lagsins í myndbandaformi, bætist fjöllistamaðurinn Joey Christ við í hópinn.
Einnig er verðugt að minnast á það að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir Yung Nigo Drippin' og Ísleifur vinna saman, en þeir gáfu út plötuna „Yfirvinna“ nú í byrjun sumars.
Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstýrir myndbandinu en hún hefur einnig leikstýrt myndböndum fyrir Reykjavíkurdætur og SURU.
Pródúseratvíeykið, ra:tio, sjá um útsetningu lagsins, en þeir gáfu nú á dögunum út plötu ásamt hljómsveitinni ClubDub.
Elí leikstýrði myndbandinu en hann hefur einnig leikstýrt myndböndum fyrir Aron Can og Sturla Atlas.