Belgarnir hlupu yfir nýliða Panama í seinni hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku fagnar marki en hann skoraði tvö.
Romelu Lukaku fagnar marki en hann skoraði tvö. Vísir/Getty
Landslið Panama var langt frá því að ná eins góðum úrslitum úr sínum fyrsta leik á HM eins og íslensku strákarnir um helgina. Belgar voru alltof sterkir fyrir Panamamenn og unnu 3-0 sigur á Panama í fyrsta leik G-riðils á HM í fótbolta í Rússlandi.

Belgar byrja því heimsmeistaramótið mjög vel en hin liðin í riðlinum, England og Túnis, mætast síðan seinna í kvöld.

Romelu Lukaku sást ekki framan af leik í framlínu Belga en Manchester United framherjinn sýndi mátti sinn með tveimur mínútum á aðeins sex mínútna kafla í seinni hálfleik.

Það var aftur á móti Dries Mertens sem opnaði markareikning Belga alveg eins og hann gerði fjórum árum fyrr á HM í Brasilíu.

Panamamenn héldu út í hálfleik en mark Mertens kom eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og eftir það var róðurinn mjög þungur fyrir baráttuglaða Panamamenn.

Þeir misstu Belgana hvað eftir annað frá sér og fengu alls fimm gul spjöld. Þegar leið á leikinn þá urðu yfirburðir Belga enn meira og þeir innsigluðu sannfærandi sigur með xx mörkum á lokakaflanum.

Belgar gengu pirraðir til hálfleiks eftir hvert púðurskotið á fætur öðru og skipulagður varnarleikur Panama leit vel út eftir 45 mínútna leik. Það átti hinsvegar eftir að breytast í þeim síðari.

Dries Mertens hitti boltann illa í fyrri hálfleiknum en það var ekkert hægt að kvarta yfir afgreiðslu hans á 47. mínútu þegar hann tók boltann viðtstöðulaust á lofti og sendi hann laglega í fjærhornið. 1-0 fyrir Belgíu og ísinn var brotinn.

Romelu Lukaku skoraði fyrra markið sitt á 69. mínútu með skalla af stuttu færi eftir frábæra utanfótarsendingu frá Kevin De Bruyne.

Sex mínútum fyrr náðu Belgar skyndisókn sem endað með því að Eden Hazard stakk boltanum inn á Romelu Lukaku sem lyfti honum lagleg yfir markvörð Panama.

Romelu Lukaku er þar með búinn að skora í 9 af síðustu 10 landsleikjum sínum og alls hefur hann skorað fimmtán mörk í þessum níu leikjum.





Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira