Spilar nú á bragðlaukana Benedikt Bóas skrifar 18. júní 2018 06:00 Frá vinstri, Viktor Örn Andrésson, þjálfari Bjarna, Sturla Birgisson dómari, Bjarni Siguróli Jakobsson, sem keppir í Bocuse d'Or matreiðslukeppninni á næsta ári, og Ísak Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans. Þráinn Freyr Vigfússon „Það langar marga að verða rokkstjarna. Þegar ég flutti suður fór ég í tónlistarnám en fór að læra matreiðslu í kjölfarið og nú reyni ég að spila á bragðlaukana,“ segir Bjarni Siguróli Jakobsson en hann náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or matreiðslukeppninnar sem haldin var í Tórínó á dögunum. Alls komust 10 áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Lyon í janúar á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.Bjarni í keppninni, hann hafði fimm og hálfa klukkustund til að elda matinn.„Þetta er bara fyrri hálfleikur í þessu ævintýri. Markmiðið var að komast áfram úr þessari forkeppni og ég er mjög sáttur,“ segir hann. Bjarni Siguróli byrjaði sína skjálftavakt í eldhúsinu á veitingastaðnum Sölku á Húsavík þegar hann var aðeins 15 ára. Matreiðslan hefur alltaf verið stór hluti af lífi hans þó að rokkið hafi einnig kitlað. „Þegar ég byrjaði var ég meira í því að baka en svo færðist þetta meira út í matreiðsluna. Ég fór í FÍH í Reykjavík og hélt að það væri meira nám svo ég lærði matreiðsluna með og nú hefur þetta snúist við og metnaðurinn er allur í bragðlaukunum.“ Hann segir að tónlistarnámið hjálpi sér mikið í matreiðslunni. „Ég var með smá stúdíó á Húsavík og var smá að taka upp tónlist. Það er hægt að heimfæra alla hluti upp á eitthvað og hvernig maður stillir af bragð er eins og að stilla af tónlist.“ Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d’Or Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann 5. sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náðu Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Báðir fengu þeir bronsverðlaun. Viktor er einmitt þjálfari Bjarna SigurólaFatið sem Bjarni bar fram fyrir dómarana. Sannkallað listaverk. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
„Það langar marga að verða rokkstjarna. Þegar ég flutti suður fór ég í tónlistarnám en fór að læra matreiðslu í kjölfarið og nú reyni ég að spila á bragðlaukana,“ segir Bjarni Siguróli Jakobsson en hann náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or matreiðslukeppninnar sem haldin var í Tórínó á dögunum. Alls komust 10 áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Lyon í janúar á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.Bjarni í keppninni, hann hafði fimm og hálfa klukkustund til að elda matinn.„Þetta er bara fyrri hálfleikur í þessu ævintýri. Markmiðið var að komast áfram úr þessari forkeppni og ég er mjög sáttur,“ segir hann. Bjarni Siguróli byrjaði sína skjálftavakt í eldhúsinu á veitingastaðnum Sölku á Húsavík þegar hann var aðeins 15 ára. Matreiðslan hefur alltaf verið stór hluti af lífi hans þó að rokkið hafi einnig kitlað. „Þegar ég byrjaði var ég meira í því að baka en svo færðist þetta meira út í matreiðsluna. Ég fór í FÍH í Reykjavík og hélt að það væri meira nám svo ég lærði matreiðsluna með og nú hefur þetta snúist við og metnaðurinn er allur í bragðlaukunum.“ Hann segir að tónlistarnámið hjálpi sér mikið í matreiðslunni. „Ég var með smá stúdíó á Húsavík og var smá að taka upp tónlist. Það er hægt að heimfæra alla hluti upp á eitthvað og hvernig maður stillir af bragð er eins og að stilla af tónlist.“ Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d’Or Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann 5. sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náðu Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Báðir fengu þeir bronsverðlaun. Viktor er einmitt þjálfari Bjarna SigurólaFatið sem Bjarni bar fram fyrir dómarana. Sannkallað listaverk.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira