Innlent

Stuð og stemning í Hljómskálagarðinum í dag

Bergþór Másson skrifar
Skátar á leiðinni í Hljómskálagarðinn.
Skátar á leiðinni í Hljómskálagarðinn. Daníel Rúnarsson
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur í dag. Hljómskálagarðurinn spilar stórt hlutverk í hátíðlegheitunum eins og vanalega. Hoppukastalar, veitingasala skáta og Sirkus Íslands verða á svæðinu ásamt heljarinnar tónleikum.

Helstu tónlistarmenn landsins koma fram á stóra sviðinu í Hljómskálagarðinum og hér að neðan má sjá dagskránna.

Stuðmenn 14:00 - 14:45

Daði Freyr 14:45 - 15:10

Ateria 15:20 - 15:30

Ronja Ræningjadóttir 16:20 - 16:35

Floni 17:00 - 17:30

Aron Can 17:30 - 18:00

Nákvæmari dagskrá þjóðhátíðardagins í miðborg Reykjavíkur má sjá hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×