Fótbolti

Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson kátur eftir leikinn í dag.
Heimir Hallgrímsson kátur eftir leikinn í dag. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Íslands, var ánægður með jafnteflið gegn Argentínu á HM í Rússlandi í dag. Þróun leiksins kom honum ekki á óvart.

„Eins og við vissum þá var þetta ákaflega erfiður leikur. Við vissum að við myndum vera í vörn allan leikinn og það er enginn skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu,“ sagði Heimir í viðtali við Rúv eftir leik og brosti.

„Við vissum að ef við myndum spila góða vörn þá myndum við líka fá okkar færi. Og við fengum góð færi. Kannski ekki betri færi enda klúðruðu þeir vítaspyrnu,“ bætti hann við.

Greinilegt var að leikmenn Íslands gáfu sig allan í leikinn. „Við verðum að taka hatt okkar ofan fyrir strákunum fyrir vinnuframlag. Það skilaði sér langleiðina til Úkraínu,“ sagði Heimir sem byrjar nú að horfa til næsta leiks, gegn Nígeríu á föstudag.

„Það verður allt öðruvísi leikur sem krefst allt annarra hluta á móti Nígeríu. Við tökum það allt saman fyrir í kvöld og þá byrjum við að einbeita okkur að næsta leik.“


Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×