Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Aron, Gylfi og Alfreð byrja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru báðir klárir í slaginn og eru í byrjunarliði Íslands sem mætir Argentínu á Spartak-leikvanginum í Moskvu klukkan 13.00.

Báðir glímdu við meiðsli á lokamánuðum tímabilsins í Englandi, þar sem Gylfi spilar með Everton og Aron Einar með Cardiff. Gylfi var í byrjunarliðinu í vináttulandsleiknum gegn Gana en Aron Einar hefur ekkert spilað síðan hann meiddist í leik með Cardiff í lok apríl.

Aron Einar, Gylfi og Emil Hallfreðsson eru allir á miðjunni hjá íslenska liðinu. Gylfi er sóknartengiliður en fremstur er Alfreð Finnbogason. Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson eru á köntunum hjá Íslandi sem þýðir að Jón Daði Böðvarsson er á meðal varamanna Íslands í dag.

Stærsta spurningin fyrir leik í varnarlínu Íslands er hver myndi byrja í stöðu vinstri bakvarðar. Hörður Björgvin Magnússon fær það hlutverk í dag og er því Ari Freyr Skúlason á bekknum. Aðrir varnarmenn Íslands eru miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson sem og hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson. Hannes Þór Halldórsson er svo að venju í marki Íslands, líkt og áður.



Byrjunarliðið á móti Argentínu:

Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson

Kári Árnason

Ragnar Sigurðsson

Hörður Björgvin Magnússon

Jóhann Berg Guðmundsson

Aron Einar Gunnarsson

Emil Hallfreðsson

Birkir Bjarnason

Gylfi Þór Sigurðsson

Alfreð Finnbogason





Our starting lineup is ready!#fyririslandpic.twitter.com/NqdCBbMvNN




Fleiri fréttir

Sjá meira


×