Lozano hetjan í sigri Mexíkó Dagur Lárusson skrifar 17. júní 2018 16:45 Lozano fagnar marki sínu. Vísir/getty Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins. Eins og vitað er eru Þjóðverjar ríkjandi Heimsmeistarar eftir sigurinn í Brasilíu fyrir fjórum árum og því eru þeir taldir meðal sigurstranglegustu liðanna. Það voru þó Mexíkóar sem voru mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og byrjuðu að miklum krafti. Þjóðverjar voru meira og minna með boltann en í hvert skipti sem Mexíkó vann boltann þá skapaðist hætta við mark Þjóðverja. Þetta gerðist trekk í trekk í fyrri hálfleiknum og virtust Þjóðverjar ekki ætla að læra af mistökunum og varð það of seint á 35. mínútu en þá unnu Mexíkóar boltann enn einu sinu boltann á miðjunni og fékk Lozano boltann á vinstri kanntinum einn og óvaldaður, lék á varnarmann Þýskalands og setti boltann í netið frámhjá Neuer og var staðan 1-0 í hálfleiknum. Joachim Löw var varla sáttur í hálfleiknum og virtist hafa látið sína menn heyra það því þeir mættu öflugri til leiks í seinni hálfleikinn og voru líklegir til þess að jafna fyrstu mínúturnar. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór þó að koma í ljóst að Þjóðverjar voru enn ekki búnir að læra af mistökunum og fengu Mexikóar fleiri færi eftir skyndisóknir, rétt eins og í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og fékk því Mexíkó stigin þrjú. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 1986 þar sem Þýskaland vinnur ekki fyrsta leik sinn á HM. Á morgun mætast hin tvö liðin í F-riðli en það eru Svíþjóð og Suður-Kórea. HM 2018 í Rússlandi
Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins. Eins og vitað er eru Þjóðverjar ríkjandi Heimsmeistarar eftir sigurinn í Brasilíu fyrir fjórum árum og því eru þeir taldir meðal sigurstranglegustu liðanna. Það voru þó Mexíkóar sem voru mikið sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og byrjuðu að miklum krafti. Þjóðverjar voru meira og minna með boltann en í hvert skipti sem Mexíkó vann boltann þá skapaðist hætta við mark Þjóðverja. Þetta gerðist trekk í trekk í fyrri hálfleiknum og virtust Þjóðverjar ekki ætla að læra af mistökunum og varð það of seint á 35. mínútu en þá unnu Mexíkóar boltann enn einu sinu boltann á miðjunni og fékk Lozano boltann á vinstri kanntinum einn og óvaldaður, lék á varnarmann Þýskalands og setti boltann í netið frámhjá Neuer og var staðan 1-0 í hálfleiknum. Joachim Löw var varla sáttur í hálfleiknum og virtist hafa látið sína menn heyra það því þeir mættu öflugri til leiks í seinni hálfleikinn og voru líklegir til þess að jafna fyrstu mínúturnar. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór þó að koma í ljóst að Þjóðverjar voru enn ekki búnir að læra af mistökunum og fengu Mexikóar fleiri færi eftir skyndisóknir, rétt eins og í fyrri hálfleiknum. Þjóðverjar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og fékk því Mexíkó stigin þrjú. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 1986 þar sem Þýskaland vinnur ekki fyrsta leik sinn á HM. Á morgun mætast hin tvö liðin í F-riðli en það eru Svíþjóð og Suður-Kórea.