Þrenna hjá Ronaldo sem bjargaði stigi með stórkostlegu marki Anton Ingi Leifsson skrifar 15. júní 2018 19:45 Ronaldo sparkar aukaspyrnunni í markið. Vísir/getty Cristiano Ronaldo sá til þess að Portúgal náði jafntefli gegn Spáni í kvöld en leikurinn var fyrsti leikur beggja liða í B-riðli. Lokatölur urðu 3-3 í algjörlega stórkostlegum knattspyrnuleik. Fyrsta markið var ekki lengi að líta dagsins ljós. Eftir rúmlegar þrjár mínútur fékk Cristiano Ronaldo boltann, lék á Nacho sem brá löppinni fyrir Ronaldo sem féll til jarðar. Gianluca Rocchi, góður dómari leiksins, átti ekki aðra kosta völ en að benda á punktinn. Vítaspyrnuna tók að sjálfsögðu Ronaldo sjálfur og skoraði af miklu öryggi en fjörið var bara rétt að byrja. Diego Costa jafnaði metin á 24. mínútu. Eftir að hafa lent í baráttu við Pepe var hann einn gegn þremur mönnum Portúgala. Hann lék á þá og þrumaði boltanum svo í netið. Frábært mark. Ronaldo var aftur á ferðinni rétt fyrir leikhlé. Boltinn barst til hans rétt Goncalo Guedes og hann þrumaði boltanum á markið. Skotið virtist hættulítið, þó að það hafi verið fast, en David De Gea lenti í alls kyns vandræðum og boltinn endaði í netinu.Þessi gaur er ótrúlegur.vísir/gettyPortúgalar leiddu 2-1 í hálfleik en sú forysta átti ekki eftir að lifa lengi. Eftir einungis tíu mínútur í síðari hálfleik hafði Diego Costa jafnað metin eftir fast leikatriði. Hann fékk boltann frá Sergio Ramos og pikkaði boltanum yfir línuna. Spánverjarnir voru ekki hættir og Nacho vildi bæta upp fyrir mistökin sem hann gerði í víti Portúgala. Hann gerði það svo sannarlega er hann kom Spáni yfir á 58. mínútu með glæsilegu skoti í stöng og inn. Það stefndi allt í það að Spánverjar myndu labba út af vellinum í Sochi með þrjú stig í farteskinu en það var einn maður sem var ekki sammála og hann heitir Cristiano Ronaldo. Hann nældi sér í aukaspyrnu á 88. mínútu rétt fyrir utan vítateiginn og það sást strax í augum Ronaldo að það væri eitthvað að fara gerast. Það varð svo raunin. Stórkostleg aukaspyrna hans fór yfir vegginn og söng í markvinklinum. Lokatölur 3-3 í frábærum knattspyrnuleik. Ronaldo með þrjú mörk og fyrsta þrenna HM í Rússlandi 2018 en Íran er á toppi B-riðils með þrjú stig, Spánn og Portúgal eru með eitt og Marokkó án stiga. Næst mæta Spánverjar Íran á meðan Portúgal spilar við Marokkó. Þessir leikir fara fram næsta miðvikudag en reikna má með því að Portúgal og Spánn fari upp úr riðlinum. HM 2018 í Rússlandi
Cristiano Ronaldo sá til þess að Portúgal náði jafntefli gegn Spáni í kvöld en leikurinn var fyrsti leikur beggja liða í B-riðli. Lokatölur urðu 3-3 í algjörlega stórkostlegum knattspyrnuleik. Fyrsta markið var ekki lengi að líta dagsins ljós. Eftir rúmlegar þrjár mínútur fékk Cristiano Ronaldo boltann, lék á Nacho sem brá löppinni fyrir Ronaldo sem féll til jarðar. Gianluca Rocchi, góður dómari leiksins, átti ekki aðra kosta völ en að benda á punktinn. Vítaspyrnuna tók að sjálfsögðu Ronaldo sjálfur og skoraði af miklu öryggi en fjörið var bara rétt að byrja. Diego Costa jafnaði metin á 24. mínútu. Eftir að hafa lent í baráttu við Pepe var hann einn gegn þremur mönnum Portúgala. Hann lék á þá og þrumaði boltanum svo í netið. Frábært mark. Ronaldo var aftur á ferðinni rétt fyrir leikhlé. Boltinn barst til hans rétt Goncalo Guedes og hann þrumaði boltanum á markið. Skotið virtist hættulítið, þó að það hafi verið fast, en David De Gea lenti í alls kyns vandræðum og boltinn endaði í netinu.Þessi gaur er ótrúlegur.vísir/gettyPortúgalar leiddu 2-1 í hálfleik en sú forysta átti ekki eftir að lifa lengi. Eftir einungis tíu mínútur í síðari hálfleik hafði Diego Costa jafnað metin eftir fast leikatriði. Hann fékk boltann frá Sergio Ramos og pikkaði boltanum yfir línuna. Spánverjarnir voru ekki hættir og Nacho vildi bæta upp fyrir mistökin sem hann gerði í víti Portúgala. Hann gerði það svo sannarlega er hann kom Spáni yfir á 58. mínútu með glæsilegu skoti í stöng og inn. Það stefndi allt í það að Spánverjar myndu labba út af vellinum í Sochi með þrjú stig í farteskinu en það var einn maður sem var ekki sammála og hann heitir Cristiano Ronaldo. Hann nældi sér í aukaspyrnu á 88. mínútu rétt fyrir utan vítateiginn og það sást strax í augum Ronaldo að það væri eitthvað að fara gerast. Það varð svo raunin. Stórkostleg aukaspyrna hans fór yfir vegginn og söng í markvinklinum. Lokatölur 3-3 í frábærum knattspyrnuleik. Ronaldo með þrjú mörk og fyrsta þrenna HM í Rússlandi 2018 en Íran er á toppi B-riðils með þrjú stig, Spánn og Portúgal eru með eitt og Marokkó án stiga. Næst mæta Spánverjar Íran á meðan Portúgal spilar við Marokkó. Þessir leikir fara fram næsta miðvikudag en reikna má með því að Portúgal og Spánn fari upp úr riðlinum.