Hvorki hægt að hrópa húh né húrra fyrir veðrinu um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2018 12:00 Myndin er tekin á Ingólfstorgi þegar Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. Þá, eins og nú, var settur upp risaskjár á Ingólfstorgi en það er ekki víst að það viðri neitt sérstaklega vel á torginu á morgun þar sem fólk gæti átt von á skúrum og ekkert neitt miklum hita. vísir/hanna Það verður ekkert sérstakt veður um helgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Á morgun þreytir íslenska karlalandsliðið frumraun sína á HM í knattspyrnu í Rússlandi gegn Argentínu og á sunnudag er sjálfur þjóðhátíðardagurinn, 17. júní. Risaskjám hefur verið komið upp víða til þess að fylgjast með leiknum á morgun og þá er það hefð hjá mörgum að mæta í skrúðgöngu á 17. júní. Miðað við spána ætti fólk að huga að regngallanum og regnhlífunum, þó að það sé eflaust snúið að ætla að horfa á fótboltaleik úti með fjölda manns með regnhlíf yfir hausnum.Óútreiknanlegar skúrir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á morgun verði hæg austlæg átt á suðvesturhorninu. „Það verða skúrir og það geta orðið nokkuð þéttar skúrir þarna um miðjan dag einmitt þarna þegar leikurinn er. Svo er það hins vegar með skúrir að þær falla þar sem þær vilja en ekki þar sem við viljum. Það er útilokað að tímasetja þær eða staðsetja þær alveg nákvæmlega. Það er að sjá svona í fyrramálið að það komi dálítið skúraloft hérna yfir suðvesturhornið. Við getum verið heppin og að miðbærinn hangi þurr en svo er ekkert sjálfgefið að það verði heldur. Þær lifa svolítið sínu eigin lífi,“ segir Óli. Það verður svo áfram kalt og einhverjar skúraleiðingar fyrir norðan líka á morgun. „Þannig að víðast hvar verður einhver úrkoma. Það er kannski helst hérna í kringum Snæfellsnesið og á Breiðafirði þar sem ætti að vera meira og minna alveg þurrt, allavega fram á kvöld.“Ekki merkilegar hitatölur Óli segir að hitatölurnar séu síðan ekki merkilegar. „Svona 4 til 9 gráður fyrir norðan. Það verður aðeins hlýrra hérna syðra, nær kannski 10 til 12 gráðum þar sem skást er þannig að þetta verður nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Óli segir að þjóðhátíðardagurinn verði síðan líklega nokkuð góður, sérstaklega fyrir norðan, og þá framan af degi en búast má við einhverjum síðdegisskúrum. „Hins vegar verða einhverjar skúrir um landið sunnanvert allan daginn og svo undir kvöld þá kemur úrkomubakki hérna upp að suðurströndinni og siglir svona hægt og rólega inn að landi um kvöldið. Þannig að það þarf ekki að vera neitt mikil úrkoma hérna í Reykjavík en það verður næstum örugglega ekki þurrt þó að það verði þurrir kaflar inn á milli,“ segir Óli. Hlýrra loft sígur síðan inn á landið á sunnudag þó að það verði ekkert sérstaklega hlýtt. „Það verða víða 10 til 14 stig svo þetta er ekkert alslætm en ekkert æðislegt.“ Aðspurður hvenær styttir upp segir Óli að það gæti orðið um miðja næstu viku; það sé lítil úrkoma í kortunum á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en sú veðurspá getur vissulega breyst.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar. Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Það verður ekkert sérstakt veður um helgina ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Á morgun þreytir íslenska karlalandsliðið frumraun sína á HM í knattspyrnu í Rússlandi gegn Argentínu og á sunnudag er sjálfur þjóðhátíðardagurinn, 17. júní. Risaskjám hefur verið komið upp víða til þess að fylgjast með leiknum á morgun og þá er það hefð hjá mörgum að mæta í skrúðgöngu á 17. júní. Miðað við spána ætti fólk að huga að regngallanum og regnhlífunum, þó að það sé eflaust snúið að ætla að horfa á fótboltaleik úti með fjölda manns með regnhlíf yfir hausnum.Óútreiknanlegar skúrir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að á morgun verði hæg austlæg átt á suðvesturhorninu. „Það verða skúrir og það geta orðið nokkuð þéttar skúrir þarna um miðjan dag einmitt þarna þegar leikurinn er. Svo er það hins vegar með skúrir að þær falla þar sem þær vilja en ekki þar sem við viljum. Það er útilokað að tímasetja þær eða staðsetja þær alveg nákvæmlega. Það er að sjá svona í fyrramálið að það komi dálítið skúraloft hérna yfir suðvesturhornið. Við getum verið heppin og að miðbærinn hangi þurr en svo er ekkert sjálfgefið að það verði heldur. Þær lifa svolítið sínu eigin lífi,“ segir Óli. Það verður svo áfram kalt og einhverjar skúraleiðingar fyrir norðan líka á morgun. „Þannig að víðast hvar verður einhver úrkoma. Það er kannski helst hérna í kringum Snæfellsnesið og á Breiðafirði þar sem ætti að vera meira og minna alveg þurrt, allavega fram á kvöld.“Ekki merkilegar hitatölur Óli segir að hitatölurnar séu síðan ekki merkilegar. „Svona 4 til 9 gráður fyrir norðan. Það verður aðeins hlýrra hérna syðra, nær kannski 10 til 12 gráðum þar sem skást er þannig að þetta verður nú ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Óli segir að þjóðhátíðardagurinn verði síðan líklega nokkuð góður, sérstaklega fyrir norðan, og þá framan af degi en búast má við einhverjum síðdegisskúrum. „Hins vegar verða einhverjar skúrir um landið sunnanvert allan daginn og svo undir kvöld þá kemur úrkomubakki hérna upp að suðurströndinni og siglir svona hægt og rólega inn að landi um kvöldið. Þannig að það þarf ekki að vera neitt mikil úrkoma hérna í Reykjavík en það verður næstum örugglega ekki þurrt þó að það verði þurrir kaflar inn á milli,“ segir Óli. Hlýrra loft sígur síðan inn á landið á sunnudag þó að það verði ekkert sérstaklega hlýtt. „Það verða víða 10 til 14 stig svo þetta er ekkert alslætm en ekkert æðislegt.“ Aðspurður hvenær styttir upp segir Óli að það gæti orðið um miðja næstu viku; það sé lítil úrkoma í kortunum á miðvikudag, fimmtudag og föstudag en sú veðurspá getur vissulega breyst.Nánar má lesa um veðurspána á vef Veðurstofunnar.
Veður Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira