Að fara heim Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 15. júní 2018 10:00 Kathy Clark listakona fyrir utan einn sýningargluggann en þeir standa víðsvegar um borgina. Fréttablaðið/Þórsteinn Kathy Clark er listakona sem býr á Íslandi og rekur listagalleríið Wind and Weather Window Gallery á Hverfisgötu 37. Hún tekur þátt í Listahátíð Reykjavíkur í ár með verkefninu „Leiðin heim“, sem snýst um að setja upp listsýningar í gluggum víðsvegar um miðbæinn svo áhugasamir geti gengið um og notið listarinnar án þess að fara inn á listagallerí. Þema sýninganna er hvað felst í ferðalagi heim og einn sýningarglugganna er sjálfur á ferðalagi um bæinn, en hann kallast Dragsúgur og er listaverkefni í sjálfum sér.Vildi deila list og lífga upp á götuna „Ég kem upphaflega frá Chicago en bjó lengi í San Francisco, þar sem ég kynntist eiginmanni mínum, sem er Íslendingur. Við fluttum svo með syni okkar til Íslands fyrir 13 árum,“ segir Kathy. „Ég er með meistaragráðu frá San Francisco Art Institute í að setja upp listsýningar og vinn sem listakona. Eftir að við fluttum til Íslands fór ég að vinna í stúdíóinu mínu á Hverfisgötu. Þar eru þrír stórir gluggar og fyrir fimm árum ákvað ég að nýta einn af þeim til að leyfa listamönnum að setja upp listsýningar,“ segir Kathy. „Hugmyndin er að leyfa vegfarendum og almenningi að njóta listsýninga, en ekki bara þeim sem hafa áhuga á list og heimsækja söfn. Þetta gerir mér kleift að hitta listamenn, deila list og menningu með samfélaginu og gera eitthvað skemmtilegt fyrir götuna.“ List snýst um túlkun áhorfandans „Mig hefur alltaf langað til að setja upp gangandi skoðunarferð um gluggagallerí, þar sem listamenn sýna listsköpun sína í gluggum í miðbænum og gestir geta gengið um og skoðað,“ segir Kathy. „Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, var hrifin af hugmyndinni, svo ég leitaði til Annabelle von Girsewald, sem er sérfræðingur í að setja upp listsýningar, og hún tók að sér að setja sýninguna upp með mér. Við fengum 13 glugga í miðbænum og 13 innlenda og erlenda listamenn sem búa hér á landi til að setja upp sýningar og völdum glugga sem passa við hvert efni,“ segir Kathy. „Þema sýninganna er „Leiðin heim“ og allir listamennirnir gefa sína túlkun á því hvað það þýðir í þeirra huga. Við viljum tjá hvað það þýðir að fara í ferðalag og fara heim og það er svo undir áhorfandanum komið að túlka fyrir sig hvað listamennirnir eru að segja um það í list sinni.Kathy og Ásdís Sif Gunnarsdóttir gjörningslistakonur.Fréttablaðið/þórsteinnÞetta getur snert fólk á mismunandi hátt og það er í rauninni það sem list snýst um, túlkun áhorfandans og áhrifin sem hún hefur á viðkomandi,“ segir Kathy. „Listamennirnir deila sínum hugmyndum og ná vonandi að túlka eitthvað sem skiptir flest fólk máli. Við höfum haft ókeypis leiðsögn um alla gluggana frá Listasafni Reykjavíkur,“ segir Kathy. „Það verður farið af stað kl. 15 í dag, á morgun og hinn og alla dagana, nema á sunnudag, verða listamennirnir við sína glugga til að tala um listaverkin sín.“Túlka anda staða „Fjórtándi glugginn er svo hreyfanlegur og heitir Dragsúgur. Hann er táknmynd fyrir anda staða. Við erum að segja að þessi staður hafi sinn anda og hann sé á ferðalagi,“ segir Kathy. „Dragsúgur er gluggagallerí sem hefur breyst í ferðagallerí af því það langar að upplifa að ganga um eins og mannvera. Dragsúgur er í raun hliðarsjálf glugga í galleríinu mínu og nákvæm eftirmynd hans. Dragsúgur var fyrst við galleríið mitt á Hverfisgötu og þar settu Egill Snæbjörnsson og Ívar Glói upp listsýninguna „The Espresso Bar“, sem var starfhæfur espresso-kaffibar. Sú sýning fór svo með Dragsúgi yfir á Austurvöll,“ segir Kathy. „Núna er Dragsúgur kominn að Hallgrímskirkju og þar settu Styrmir Örn Guðmundsson og Agata Mickiewicz upp sýningu sem kallast „The Night Station“. Dragsúgur færir sig og þessa sýningu svo yfir á Bernhöftstorfuna í dag.“ Skrásetja upplifun Dragsúgs „Í dag og á morgun stöndum við svo fyrir ýmsum gjörningum frá ólíkum listamönnum. Það er hægt að fá upplýsingar um þá á heimasíðu Listahátíðarinnar,“ segir Kathy. „Dragsúgur kemur síðan heim á Hverfisgötuna 21. júní og tekur þá „The Night Station“ með sér. Svo höfum við sagnaritara, eða það sem við köllum „Chronicler“, sem sér um að skrá og tjá upplifun Dragsúgs af ferðalaginu,“ segir Kathy. „Hún skráir þetta í ljóðum og texta og ræðir við fólk um anda staða. Sagnaritarinn er hvítklæddur og fylgir Dragsúgi, en það er Erin Honeycutt sem bregður sér í hlutverkið. Hún byrjar svo með listsýningu sem heitir „Windows open“ í dag klukkan 15, en sú sýning er eftir hana og mig og fjallar um það sem Dragsúgur hefur séð. Í framtíðinni gæti vel verið að Dragsúgur haldi ferðalagi sínu áfram og fari bæði út á land og jafnvel til annarra landa. Skrásetjarinn heldur áfram að skrá upplifun Dragsúgs af ferðunum og vonandi getum við haldið sýningu með Dragsúgi og skrásetjaranum síðar,“ segir Kathy. „Við viljum halda fleiri sýningar og gjörninga. Þetta er bara byrjunin.“ Nánari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðunum www.listahatid.is/about-journey-to-home, www.windandweather.is og á Facebook síðu gallerísins, Dragsúgur - Wind and Weather Gallery. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Kathy Clark er listakona sem býr á Íslandi og rekur listagalleríið Wind and Weather Window Gallery á Hverfisgötu 37. Hún tekur þátt í Listahátíð Reykjavíkur í ár með verkefninu „Leiðin heim“, sem snýst um að setja upp listsýningar í gluggum víðsvegar um miðbæinn svo áhugasamir geti gengið um og notið listarinnar án þess að fara inn á listagallerí. Þema sýninganna er hvað felst í ferðalagi heim og einn sýningarglugganna er sjálfur á ferðalagi um bæinn, en hann kallast Dragsúgur og er listaverkefni í sjálfum sér.Vildi deila list og lífga upp á götuna „Ég kem upphaflega frá Chicago en bjó lengi í San Francisco, þar sem ég kynntist eiginmanni mínum, sem er Íslendingur. Við fluttum svo með syni okkar til Íslands fyrir 13 árum,“ segir Kathy. „Ég er með meistaragráðu frá San Francisco Art Institute í að setja upp listsýningar og vinn sem listakona. Eftir að við fluttum til Íslands fór ég að vinna í stúdíóinu mínu á Hverfisgötu. Þar eru þrír stórir gluggar og fyrir fimm árum ákvað ég að nýta einn af þeim til að leyfa listamönnum að setja upp listsýningar,“ segir Kathy. „Hugmyndin er að leyfa vegfarendum og almenningi að njóta listsýninga, en ekki bara þeim sem hafa áhuga á list og heimsækja söfn. Þetta gerir mér kleift að hitta listamenn, deila list og menningu með samfélaginu og gera eitthvað skemmtilegt fyrir götuna.“ List snýst um túlkun áhorfandans „Mig hefur alltaf langað til að setja upp gangandi skoðunarferð um gluggagallerí, þar sem listamenn sýna listsköpun sína í gluggum í miðbænum og gestir geta gengið um og skoðað,“ segir Kathy. „Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, var hrifin af hugmyndinni, svo ég leitaði til Annabelle von Girsewald, sem er sérfræðingur í að setja upp listsýningar, og hún tók að sér að setja sýninguna upp með mér. Við fengum 13 glugga í miðbænum og 13 innlenda og erlenda listamenn sem búa hér á landi til að setja upp sýningar og völdum glugga sem passa við hvert efni,“ segir Kathy. „Þema sýninganna er „Leiðin heim“ og allir listamennirnir gefa sína túlkun á því hvað það þýðir í þeirra huga. Við viljum tjá hvað það þýðir að fara í ferðalag og fara heim og það er svo undir áhorfandanum komið að túlka fyrir sig hvað listamennirnir eru að segja um það í list sinni.Kathy og Ásdís Sif Gunnarsdóttir gjörningslistakonur.Fréttablaðið/þórsteinnÞetta getur snert fólk á mismunandi hátt og það er í rauninni það sem list snýst um, túlkun áhorfandans og áhrifin sem hún hefur á viðkomandi,“ segir Kathy. „Listamennirnir deila sínum hugmyndum og ná vonandi að túlka eitthvað sem skiptir flest fólk máli. Við höfum haft ókeypis leiðsögn um alla gluggana frá Listasafni Reykjavíkur,“ segir Kathy. „Það verður farið af stað kl. 15 í dag, á morgun og hinn og alla dagana, nema á sunnudag, verða listamennirnir við sína glugga til að tala um listaverkin sín.“Túlka anda staða „Fjórtándi glugginn er svo hreyfanlegur og heitir Dragsúgur. Hann er táknmynd fyrir anda staða. Við erum að segja að þessi staður hafi sinn anda og hann sé á ferðalagi,“ segir Kathy. „Dragsúgur er gluggagallerí sem hefur breyst í ferðagallerí af því það langar að upplifa að ganga um eins og mannvera. Dragsúgur er í raun hliðarsjálf glugga í galleríinu mínu og nákvæm eftirmynd hans. Dragsúgur var fyrst við galleríið mitt á Hverfisgötu og þar settu Egill Snæbjörnsson og Ívar Glói upp listsýninguna „The Espresso Bar“, sem var starfhæfur espresso-kaffibar. Sú sýning fór svo með Dragsúgi yfir á Austurvöll,“ segir Kathy. „Núna er Dragsúgur kominn að Hallgrímskirkju og þar settu Styrmir Örn Guðmundsson og Agata Mickiewicz upp sýningu sem kallast „The Night Station“. Dragsúgur færir sig og þessa sýningu svo yfir á Bernhöftstorfuna í dag.“ Skrásetja upplifun Dragsúgs „Í dag og á morgun stöndum við svo fyrir ýmsum gjörningum frá ólíkum listamönnum. Það er hægt að fá upplýsingar um þá á heimasíðu Listahátíðarinnar,“ segir Kathy. „Dragsúgur kemur síðan heim á Hverfisgötuna 21. júní og tekur þá „The Night Station“ með sér. Svo höfum við sagnaritara, eða það sem við köllum „Chronicler“, sem sér um að skrá og tjá upplifun Dragsúgs af ferðalaginu,“ segir Kathy. „Hún skráir þetta í ljóðum og texta og ræðir við fólk um anda staða. Sagnaritarinn er hvítklæddur og fylgir Dragsúgi, en það er Erin Honeycutt sem bregður sér í hlutverkið. Hún byrjar svo með listsýningu sem heitir „Windows open“ í dag klukkan 15, en sú sýning er eftir hana og mig og fjallar um það sem Dragsúgur hefur séð. Í framtíðinni gæti vel verið að Dragsúgur haldi ferðalagi sínu áfram og fari bæði út á land og jafnvel til annarra landa. Skrásetjarinn heldur áfram að skrá upplifun Dragsúgs af ferðunum og vonandi getum við haldið sýningu með Dragsúgi og skrásetjaranum síðar,“ segir Kathy. „Við viljum halda fleiri sýningar og gjörninga. Þetta er bara byrjunin.“ Nánari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðunum www.listahatid.is/about-journey-to-home, www.windandweather.is og á Facebook síðu gallerísins, Dragsúgur - Wind and Weather Gallery.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira