Sport

Conor mætti fyrir dómstóla í dag: „Iðrast gjörða minna“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Conor fyrir utan dómshúsið í dag
Conor fyrir utan dómshúsið í dag Vísir/getty
Conor McGregor mætti fyrir dómstóla í New York í dag þar sem hann sagðist iðrast gjörða sinna fyrr á árinu þegar hann gekk berserksgang í Brooklyn í apríl síðast liðnum.

McGregor var ákærður fyrir líkamsárás og skemmdarverk en hann og verjendur hans reyna nú að gera sem best úr þeirri stöðu sem upp er komin. Dómarinn í málinu, Raymond Rodriguez, frestaði frekari réttarhöldum og dóm til 26. júlí.

„Ég iðrast gjörða minna. Ég veit hversu alvarlegt þetta mál er og ég vona að við getum komist að lausn í málinu,“ sagði McGregor fyrir utan dómshúsið í dag.



Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan braut McGregor rúðu í rútu þar sem helmingur bardagakappanna sem áttu að berjast á UFC 223 bardagakvöldinu sátu. Tveir þeirra slösuðust svo alvarlega að þeir gátu ekki barist.

Fleiri myndbönd af atvikinu má sjá hér.

Umboðsmaður McGregor, Audie Attar, sagði í dag að engar viðræður við UFC muni eiga sér stað fyrr en þetta mál leysist.



 

MMA

Tengdar fréttir

Sjáðu Conor í handjárnum

Conor McGregor var leiddur út af lögreglustöð í Brooklyn í handjárnum rétt áðan og í dómssal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×