Hefur fjórar vikur til að greiða risasekt í ríkissjóð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 11:28 Maðurinn var fundinn sekur um meiriháttar brot á skattalögum. Vísir/Stefán Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Alls sveik hann 140 milljónir króna út úr ríkissjóði. Var maðurinn dæmdur til greiðslu 666 milljóna króna sektar sem hann þarf að greiða innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Var maðurinn ákærur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður þriggja félaga. Brotin áttu sér stað á árunum 2012 til 2015. Offramtaldi maðurinn virðisaukaskattsskylda veltu, útskatt og innskatt. Í alvarlegasta brotinu útbjó hann 22 tilhæfulausar virðisaukaskattsskýrslur, þar sem hann offramtaldi virðisaukaskattsskylda veltu um samtals 905 milljónir og innskatt um samtals 187 milljónir en með því fékk hann 114 milljónir frá ríkinu í formi endurgreiðslu innskatts. Þá ýmist offramtaldi eða vanframtaldi maðurinn innskatt í tveimur af þeim þrem félögum sem um ræðir. Með því sveik maðurinn 26 milljónir úr ríkissjóði. Við rannsókn málsins og fyrir dómi játaði maðurinn skýlaust brot sín en hann var árið 2012 dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Rauf hann það skilorð nú og var fyrri dómur því tekinn upp og dæmdur með því máli sem hér er fjallað um. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða 666 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér. Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Alls sveik hann 140 milljónir króna út úr ríkissjóði. Var maðurinn dæmdur til greiðslu 666 milljóna króna sektar sem hann þarf að greiða innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga. Var maðurinn ákærur fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður þriggja félaga. Brotin áttu sér stað á árunum 2012 til 2015. Offramtaldi maðurinn virðisaukaskattsskylda veltu, útskatt og innskatt. Í alvarlegasta brotinu útbjó hann 22 tilhæfulausar virðisaukaskattsskýrslur, þar sem hann offramtaldi virðisaukaskattsskylda veltu um samtals 905 milljónir og innskatt um samtals 187 milljónir en með því fékk hann 114 milljónir frá ríkinu í formi endurgreiðslu innskatts. Þá ýmist offramtaldi eða vanframtaldi maðurinn innskatt í tveimur af þeim þrem félögum sem um ræðir. Með því sveik maðurinn 26 milljónir úr ríkissjóði. Við rannsókn málsins og fyrir dómi játaði maðurinn skýlaust brot sín en hann var árið 2012 dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Rauf hann það skilorð nú og var fyrri dómur því tekinn upp og dæmdur með því máli sem hér er fjallað um. Var maðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða 666 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira