Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Stjarnan 1-2 │Sterkur Stjörnusigur fyrir norðan Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 14. júní 2018 20:45 Heiðar Ægisson í lek með Stjörnunni vísir/daníel Stjörnumenn gerðu góða ferð norður til Akureyrar í dag og hirtu öll stigin sem í boði voru gegn KA á Akureyrarvelli með 1 – 2 sigri. Stjörnumenn hófu leikinn af krafti og sóttu meira til að byrja með. Guðjón Baldvinsson var þeirra líflegastur og áttu heimamenn í miklum vandræðum með að halda honum í skefjum. Ævar Ingi Jóhannesson, fyrrum leikmaður KA, átti fyrsta alvöru færi leiksins. Hilmar Árni átti frábæra stungusendingu inn á teiginn á Ævar sem bregst þó bogalistinn og setur boltann í hliðarnetið. Skömmu síðar fengu KA menn gott færi en Haraldur Björnsson varði þá gott skot Ásgeirs Sigurgeirssonar. Stjörnumenn héldu yfirhöndinni það sem eftir lifði fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættulegt færi. Það var því markalaust þegar liðin gengu til búningsklefa að loknum fyrri hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks leit út fyrir að KA menn ætluðu sér að sverfa til stáls. Þeir voru mun líklegri fyrstu mínúturnar og það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Þorsteinn Már Ragnarsson kom gestunum yfir á 59. mínútu. Guðjón Baldvinsson hafði þá prjónað sig framhjá Aleksandar Trninic. Guðjón sendir boltann í kjölfarið út á Þorstein Már sem skýtur á markið og boltinn lekur í netið. Spurning hvort Cristian Martinez hefði átt að gera betur í marki KA manna. KA menn héldu dampi og uppskáru eftir því á 65. mínútu. Ásgeir Sigurgeirsson lék þá á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og skilaði boltanum í netið með góðu skoti í fjærhornið. Eftir jöfnunarmarkið tóku Stjörnumenn aftur yfir leikinn og sóttu meira. Á 76. mínútu komust gestirnir yfir með marki frá Hilmari Árna Halldórssyni úr vítaspyrnu. Aleksandar Trninic hafði brotið klaufalega á besta manni vallarins, Guðjóni Baldvinssyni og vítaspyrna því réttilega dæmt. Hilmar var öryggið uppmálað á punktinum og staðan orðin 1-2 sem urðu jafn framt lokatölur leiksins.Afhverju vann Stjarnan? Stjörnumenn voru á heildina litið betri í dag. KA menn sýndu vissulega lipra takta og börðust vel en því miður fyrir þá voru gestirnir sterkari á flestum sviðum.Hvað gerist næst? Nú taka KA menn sér gott HM frí það sem eftir lifir af júnímánuði. Að því loknu fá KA menn Breiðablik í heimsókn sunnudaginn 1. júlí. Stjörnumenn eiga hins vegar leik gegn ÍBV í Garðabænum þriðjudaginn 19. júní.Rúnar Páll: Mikilvægt að nýta færin gegn KA Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var gríðarlega ánægður með sigurinn og stoltur af sínum mönnum. ,,Þetta var vinnusigur. Ég sagði fyrir leikinn að liðið sem yrði yfir í baráttunni myndi vinna leikinn.“ Hann sagði jafnframt að um gríðarlega erfiðan leik hafi verið að ræða og að KA menn hafi verið þéttir fyrir og ekki gefið mikið færi á sér og bætti svo við að það væri ,,gríðarlega sætt að fara héðan með þrjú stig af erfiðum útivelli.“ Stjörnumenn byrjuðu leikinn af krafti en KA menn mættu sterkir til leiks í seinni hálfleik og því gegn gangi leiksins sem Stjörnumenn komast yfir eftir tæpar 15 mínútur. Rúnar ítrekar að sínir menn hafi átt í basli með að ýta þeim aðeins hærra upp völlinn enda KA með sterkan vind í bakið í síðari hálfleik. ,,Það tókst eftir að þeir skoruðu á okkur. Þá féllu þeir aðeins til baka og við náðum að setja ágætis þrýsting á þá sem skilaði þessari réttmætu vítaspyrnu.“ Rúnar sagði það vera mikilvægt að nýta slík atvik því að KA menn gefa ekki mörg slík færi á sér. Guðmundur Steinn Hafsteinsson var á varamannabekk gestanna eftir tveggja marka frammistöðu í síðasta leik. Rúnar sagði hann einfaldlega hafa meiðst á nára á æfingu í vikunni og hafi aldrei verið leikfær. ,,Hann ákvað bara að koma í smá ferðalag með okkur norður,“ sagði Rúnar Páll að lokum.Tufa: Fannst hann of fljótur að flauta Tufa, þjálfari KA, sagði fyrstu viðbrögð eftir tap sinna manna gegn KA vera vonbrigði. ,,Fyrsti tapleikur okkar á heimavelli og mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum.“ Hann sagði Stjörnuna hafa skorað úr eina alvöru færi sínu í leiknum og bætti því við að þá hafi hans menn sofið á verðinum. ,,Mér fannst þeir ekkert vera að skapa nein færi í leiknum,“ segir Tufa. Annað mark Stjörnumanna kom úr vítaspyrnu og segist Tufa þurfa að sjá það betur til að geta lagt mat á dóminn. ,,Mér fannst hann of fljótur að flauta á það. Það var svona svipað atvik eftir það fyrir okkur en þá vildi hann ekki flauta,“ sagði svekktur Tufa. KA menn urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Tufa segist hreinlega ekki vita hver staðan á honum sé og hann sé í höndum sjúkraþjálfara liðsins. KA menn hafa ekki safnað mörgum stigum þetta sumarið og inntur eftir því hvort það sé krísa á Brekkunni segir Tufa ekkert slíkt vera í gangi og að í undanförnum leikjum hafi hann séð gríðarleg batamerki á leik sinna manna og er hann bjartsýnn á framhaldið. Pepsi Max-deild karla
Stjörnumenn gerðu góða ferð norður til Akureyrar í dag og hirtu öll stigin sem í boði voru gegn KA á Akureyrarvelli með 1 – 2 sigri. Stjörnumenn hófu leikinn af krafti og sóttu meira til að byrja með. Guðjón Baldvinsson var þeirra líflegastur og áttu heimamenn í miklum vandræðum með að halda honum í skefjum. Ævar Ingi Jóhannesson, fyrrum leikmaður KA, átti fyrsta alvöru færi leiksins. Hilmar Árni átti frábæra stungusendingu inn á teiginn á Ævar sem bregst þó bogalistinn og setur boltann í hliðarnetið. Skömmu síðar fengu KA menn gott færi en Haraldur Björnsson varði þá gott skot Ásgeirs Sigurgeirssonar. Stjörnumenn héldu yfirhöndinni það sem eftir lifði fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættulegt færi. Það var því markalaust þegar liðin gengu til búningsklefa að loknum fyrri hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks leit út fyrir að KA menn ætluðu sér að sverfa til stáls. Þeir voru mun líklegri fyrstu mínúturnar og það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Þorsteinn Már Ragnarsson kom gestunum yfir á 59. mínútu. Guðjón Baldvinsson hafði þá prjónað sig framhjá Aleksandar Trninic. Guðjón sendir boltann í kjölfarið út á Þorstein Már sem skýtur á markið og boltinn lekur í netið. Spurning hvort Cristian Martinez hefði átt að gera betur í marki KA manna. KA menn héldu dampi og uppskáru eftir því á 65. mínútu. Ásgeir Sigurgeirsson lék þá á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og skilaði boltanum í netið með góðu skoti í fjærhornið. Eftir jöfnunarmarkið tóku Stjörnumenn aftur yfir leikinn og sóttu meira. Á 76. mínútu komust gestirnir yfir með marki frá Hilmari Árna Halldórssyni úr vítaspyrnu. Aleksandar Trninic hafði brotið klaufalega á besta manni vallarins, Guðjóni Baldvinssyni og vítaspyrna því réttilega dæmt. Hilmar var öryggið uppmálað á punktinum og staðan orðin 1-2 sem urðu jafn framt lokatölur leiksins.Afhverju vann Stjarnan? Stjörnumenn voru á heildina litið betri í dag. KA menn sýndu vissulega lipra takta og börðust vel en því miður fyrir þá voru gestirnir sterkari á flestum sviðum.Hvað gerist næst? Nú taka KA menn sér gott HM frí það sem eftir lifir af júnímánuði. Að því loknu fá KA menn Breiðablik í heimsókn sunnudaginn 1. júlí. Stjörnumenn eiga hins vegar leik gegn ÍBV í Garðabænum þriðjudaginn 19. júní.Rúnar Páll: Mikilvægt að nýta færin gegn KA Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var gríðarlega ánægður með sigurinn og stoltur af sínum mönnum. ,,Þetta var vinnusigur. Ég sagði fyrir leikinn að liðið sem yrði yfir í baráttunni myndi vinna leikinn.“ Hann sagði jafnframt að um gríðarlega erfiðan leik hafi verið að ræða og að KA menn hafi verið þéttir fyrir og ekki gefið mikið færi á sér og bætti svo við að það væri ,,gríðarlega sætt að fara héðan með þrjú stig af erfiðum útivelli.“ Stjörnumenn byrjuðu leikinn af krafti en KA menn mættu sterkir til leiks í seinni hálfleik og því gegn gangi leiksins sem Stjörnumenn komast yfir eftir tæpar 15 mínútur. Rúnar ítrekar að sínir menn hafi átt í basli með að ýta þeim aðeins hærra upp völlinn enda KA með sterkan vind í bakið í síðari hálfleik. ,,Það tókst eftir að þeir skoruðu á okkur. Þá féllu þeir aðeins til baka og við náðum að setja ágætis þrýsting á þá sem skilaði þessari réttmætu vítaspyrnu.“ Rúnar sagði það vera mikilvægt að nýta slík atvik því að KA menn gefa ekki mörg slík færi á sér. Guðmundur Steinn Hafsteinsson var á varamannabekk gestanna eftir tveggja marka frammistöðu í síðasta leik. Rúnar sagði hann einfaldlega hafa meiðst á nára á æfingu í vikunni og hafi aldrei verið leikfær. ,,Hann ákvað bara að koma í smá ferðalag með okkur norður,“ sagði Rúnar Páll að lokum.Tufa: Fannst hann of fljótur að flauta Tufa, þjálfari KA, sagði fyrstu viðbrögð eftir tap sinna manna gegn KA vera vonbrigði. ,,Fyrsti tapleikur okkar á heimavelli og mér fannst við eiga meira skilið úr leiknum.“ Hann sagði Stjörnuna hafa skorað úr eina alvöru færi sínu í leiknum og bætti því við að þá hafi hans menn sofið á verðinum. ,,Mér fannst þeir ekkert vera að skapa nein færi í leiknum,“ segir Tufa. Annað mark Stjörnumanna kom úr vítaspyrnu og segist Tufa þurfa að sjá það betur til að geta lagt mat á dóminn. ,,Mér fannst hann of fljótur að flauta á það. Það var svona svipað atvik eftir það fyrir okkur en þá vildi hann ekki flauta,“ sagði svekktur Tufa. KA menn urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Tufa segist hreinlega ekki vita hver staðan á honum sé og hann sé í höndum sjúkraþjálfara liðsins. KA menn hafa ekki safnað mörgum stigum þetta sumarið og inntur eftir því hvort það sé krísa á Brekkunni segir Tufa ekkert slíkt vera í gangi og að í undanförnum leikjum hafi hann séð gríðarleg batamerki á leik sinna manna og er hann bjartsýnn á framhaldið.