Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 06:29 Utanríkisráðherrarnir funduðu í Seúl í nótt. Vísir/EPA Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. Ekkert var minnst á viðskiptaþvinganir í því plaggi sem Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu undirrituðu í Singapúr á þriðjudag. Engu að síður hafa norður-kóreskir miðlar fagnað sigri og greint frá því að leiðtogarnir hafi sammælst um að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu verði aflétt. Á fundi sínum með utanríkisráðherrum Japans og Suður-Kóreu undirstrikaði Pompeo að ekkert lægi fyrir um slíkt. Þvert á móti myndu Bandaríkin ekki hvika frá stefnu sinni fyrr en að stjórnvöld í Pjongjang væru búin að losa sig fullkomlega við öll kjarnavopn.Sjá einnig: Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði afléttFjölmargir hafa gangrýnt Singapúr-samkomulagið, ekki síst á þeim forsendum að það kveður ekkert á um það hvernig og hvenær Norður-Kórea skuli kjarnorkuafvopnast. Aðeins sé talað um það að Bandaríkin og Norður-Kórea muni vinna saman að því að losa Kóreuskagann við kjarnavopn. Engu að síður hefur Bandaríkjaforseti heitið því að sameiginlegum heræfingum Bandaríkjahers og Suður-Kóreu verði hætt, en þær hafa lengi staðið í stjórnvöldum í Pjongjang. Loforð forsetans var hvorki borið undir herforingja Bandaríkjahers né yfirvöld í Suður-Kóreu. Pompeo tók því skýrt fram á fundi sínum með utanríkisráðherrunum að bandalag Japans, Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væri áfram „óhagganlegt.“ Hann mun funda reglulega með sendinefndum Norður-Kóreu á næstu vikum og mánuðum til að að tryggja að Singapúr-samkomulaginu verði fylgt eftir. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. Ekkert var minnst á viðskiptaþvinganir í því plaggi sem Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu undirrituðu í Singapúr á þriðjudag. Engu að síður hafa norður-kóreskir miðlar fagnað sigri og greint frá því að leiðtogarnir hafi sammælst um að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Norður-Kóreu verði aflétt. Á fundi sínum með utanríkisráðherrum Japans og Suður-Kóreu undirstrikaði Pompeo að ekkert lægi fyrir um slíkt. Þvert á móti myndu Bandaríkin ekki hvika frá stefnu sinni fyrr en að stjórnvöld í Pjongjang væru búin að losa sig fullkomlega við öll kjarnavopn.Sjá einnig: Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði afléttFjölmargir hafa gangrýnt Singapúr-samkomulagið, ekki síst á þeim forsendum að það kveður ekkert á um það hvernig og hvenær Norður-Kórea skuli kjarnorkuafvopnast. Aðeins sé talað um það að Bandaríkin og Norður-Kórea muni vinna saman að því að losa Kóreuskagann við kjarnavopn. Engu að síður hefur Bandaríkjaforseti heitið því að sameiginlegum heræfingum Bandaríkjahers og Suður-Kóreu verði hætt, en þær hafa lengi staðið í stjórnvöldum í Pjongjang. Loforð forsetans var hvorki borið undir herforingja Bandaríkjahers né yfirvöld í Suður-Kóreu. Pompeo tók því skýrt fram á fundi sínum með utanríkisráðherrunum að bandalag Japans, Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væri áfram „óhagganlegt.“ Hann mun funda reglulega með sendinefndum Norður-Kóreu á næstu vikum og mánuðum til að að tryggja að Singapúr-samkomulaginu verði fylgt eftir.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr Þáttastjórnendur "kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. 13. júní 2018 10:30
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45