HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júní 2018 06:00 Emmsjé Gauti, Pétur Marteinsson, Friðrik Guðmundsson og Gísli Marteinn. HM-Torgið má sjá í bakgrunninum Vesturbæingar og nærsveitamenn geta tekið gleði sína eftir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar það komst í fréttir hér í þessu blaði að rífa ætti Hagavagninn – HM í knattspyrnu verður skellt á skjá í hjarta Vesturbæjarins, á Melavellinum við Hofsvallagötu, sem af sumum er kölluð Oxford Street Reykjavíkur. „Ég er hérna staddur á skrifstofu Kaffi Vest og er að horfa á Exton menn byggja risaskjá fyrir utan. Það er kominn neðri parturinn á risaskjá sem er staðsettur á túninu við hliðina á Vesturbæjarlaug, við Hagavagninn. Þar erum við nefnilega að setja upp HM-torg, á því sem heitir Melavöllurinn,“ segir Emmsjé Gauti frá Hagavagninum en HM torgið er samstarf á milli Kaffi Vest, Brauð og Co., Melabúðarinnar og Hagavagnsins.Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám „Við vorum að hugsa hvernig við gætum aukið hverfisstemminguna og hvað við getum gert fyrir fólkið. Svo er líka þessi gata að verða svona, tja … Oxford Street Vesturbæjarins. Eða nýi Laugavegurinn. Það er að skapast rosalegur menningarkjarni hérna. Það eru flestir í þessum fyrirtækjum sem fá sér kaffi á Kaffi Vest þannig að þar hittumst við og þar spratt upp þessi hugmynd að gera þetta svona í kringum HM. Hugmyndin fékk að gerjast í smá tíma og endaði svona. Það er dálítið fyndið við þennan hóp sem setur þetta saman, þessa Vesturbæjar-mafíu, að þar eru fimm Breiðhyltingar.“ Gauti segir að hugmyndin hafi svo orðið að veruleika með innkomu Coke og Origo inn í hana en þá fóru hlutirnir að gerast. „Það verður veitingasala á staðnum. Við erum að stefna á að þetta verði fjölskylduvæn hátíð og að hér verði aðallega húllumhæ í kringum þessa þrjá íslensku leiki – og auðvitað ef við komumst áfram þá sýnum við það. Við erum svona að meta hvernig þetta verður þegar á líður – hvort við verðum með fleiri stóra leiki hérna eða hvernig það verður – það fer svolítið eftir stemmingu.“Verður fólk bara þarna í lautarferðarstemmingu með teppi á grasinu eða hvernig verður þetta? „Við ætlum að setja upp bekki og stóla en hvetjum fólk samt sem áður að taka með sér tjaldstóla og teppi. Næsta verkefni er að biðja til veðurguðanna til að fá þá til að vera góðir við okkur. Nú veit maður aldrei hvernig spáin verður en ég mun standa þarna í ponsjó sama hvernig veðrið verður.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Vesturbæingar og nærsveitamenn geta tekið gleði sína eftir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar það komst í fréttir hér í þessu blaði að rífa ætti Hagavagninn – HM í knattspyrnu verður skellt á skjá í hjarta Vesturbæjarins, á Melavellinum við Hofsvallagötu, sem af sumum er kölluð Oxford Street Reykjavíkur. „Ég er hérna staddur á skrifstofu Kaffi Vest og er að horfa á Exton menn byggja risaskjá fyrir utan. Það er kominn neðri parturinn á risaskjá sem er staðsettur á túninu við hliðina á Vesturbæjarlaug, við Hagavagninn. Þar erum við nefnilega að setja upp HM-torg, á því sem heitir Melavöllurinn,“ segir Emmsjé Gauti frá Hagavagninum en HM torgið er samstarf á milli Kaffi Vest, Brauð og Co., Melabúðarinnar og Hagavagnsins.Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám „Við vorum að hugsa hvernig við gætum aukið hverfisstemminguna og hvað við getum gert fyrir fólkið. Svo er líka þessi gata að verða svona, tja … Oxford Street Vesturbæjarins. Eða nýi Laugavegurinn. Það er að skapast rosalegur menningarkjarni hérna. Það eru flestir í þessum fyrirtækjum sem fá sér kaffi á Kaffi Vest þannig að þar hittumst við og þar spratt upp þessi hugmynd að gera þetta svona í kringum HM. Hugmyndin fékk að gerjast í smá tíma og endaði svona. Það er dálítið fyndið við þennan hóp sem setur þetta saman, þessa Vesturbæjar-mafíu, að þar eru fimm Breiðhyltingar.“ Gauti segir að hugmyndin hafi svo orðið að veruleika með innkomu Coke og Origo inn í hana en þá fóru hlutirnir að gerast. „Það verður veitingasala á staðnum. Við erum að stefna á að þetta verði fjölskylduvæn hátíð og að hér verði aðallega húllumhæ í kringum þessa þrjá íslensku leiki – og auðvitað ef við komumst áfram þá sýnum við það. Við erum svona að meta hvernig þetta verður þegar á líður – hvort við verðum með fleiri stóra leiki hérna eða hvernig það verður – það fer svolítið eftir stemmingu.“Verður fólk bara þarna í lautarferðarstemmingu með teppi á grasinu eða hvernig verður þetta? „Við ætlum að setja upp bekki og stóla en hvetjum fólk samt sem áður að taka með sér tjaldstóla og teppi. Næsta verkefni er að biðja til veðurguðanna til að fá þá til að vera góðir við okkur. Nú veit maður aldrei hvernig spáin verður en ég mun standa þarna í ponsjó sama hvernig veðrið verður.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45