Töluverð afköst á stuttum tíma á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 19:45 Þótt Alþingi hafi byrjað óvenju seint í vetur vegna kosninga og tekið hafi verið hlé á þingstörfum vegna sveitarstjórnarkosninga náðu þingmenn engu að síður að samþykkja áttatíu og fjögur lagafrumvörp, þar af tuttugu og fjögur á síðustu dögunum fyrir frestun þings í gærkvöldi. Forseti Alþingis segir unnið í að efla þingið og vonandi hefjist jarðvegsvinna við nýja skrifstofubyggingu þess í sumar. Kosið var til Alþingis í lok október og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum hinn 30. nóvember en yfirleitt eru stjórnarskipti að vori. Það fór því lítið fyrir þingstörfum síðastliðið haust. Þrátt fyrir þetta náði Alþingi að afgreiða 84 frumvörp og 29 álytktanir áður en þingi var frestað í gærkvöldi fram að hátíðarfundi vegna 100 ára afmælis fullveldisins hinn 18. júlí á Þingvöllum en eiginleg þingstöf hefjast ekki á ný fyrr en í byrjun september. Þótt töluvert hafi verið tekist á um afgreiðslu mála á síðustu dögum þings í þessari viku samþykktu þingmenn engu að síður 24 frumvörp síðustu tvær vikurnar. Þeirra á meðal var umdeild fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og síðast í gærkvöldi umfangsmikið frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýinga sem mun snerta alla starfsemi sem safnar saman upplýsingum um fólk.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/stefánAð venju kvaddi forseti Alþingis, að þessu sinni Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn og starfsfólk og þakkaði þeim fyrir samstarfið á þinginu sem var að líða. Hann minntist nýlegra siðareglna þingmanna og fór yfir breytingar sem gera þyrfti til að styrkja störf Alþingis. „Ég vil að lokum geta þess að lokahönnun skrifstofubyggingar Alþingis hér á reitnum er að hefjast. Bind ég vonir við að jarðvegsframkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þessi nýja bygging mun hafa í för með sér gríðarkeg breytingu á starfsaðstöðu þingmanna, starfsmanna nefndanna og raunar þingsins alls,” sagði Steingrímur. Eins og venja er þakkaði þingflokksformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins forseta og starfsfólki fyrir samstarfið.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Stefán„Við tökumst á í þessum sal því vonir og væntingar fara ekki saman. Áherslur og leiðir sem við viljum fara í stórum málum sem smáum eru ólíkar. Sáttfýsi og greiðar samskiptaleiðir skipta miklu máli í vinnu okkar fyrir þjóðina,” sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Að svo mæltu las Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetabréf um frestun þingfunda. „Virðulegur forseti, ég þakka starfsmönnum Alþingis einkar gott og farsælt samstarf og þakka alþingismönnum gefandi samskipti á þessu þingi,” sagði forsætisráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Þótt Alþingi hafi byrjað óvenju seint í vetur vegna kosninga og tekið hafi verið hlé á þingstörfum vegna sveitarstjórnarkosninga náðu þingmenn engu að síður að samþykkja áttatíu og fjögur lagafrumvörp, þar af tuttugu og fjögur á síðustu dögunum fyrir frestun þings í gærkvöldi. Forseti Alþingis segir unnið í að efla þingið og vonandi hefjist jarðvegsvinna við nýja skrifstofubyggingu þess í sumar. Kosið var til Alþingis í lok október og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum hinn 30. nóvember en yfirleitt eru stjórnarskipti að vori. Það fór því lítið fyrir þingstörfum síðastliðið haust. Þrátt fyrir þetta náði Alþingi að afgreiða 84 frumvörp og 29 álytktanir áður en þingi var frestað í gærkvöldi fram að hátíðarfundi vegna 100 ára afmælis fullveldisins hinn 18. júlí á Þingvöllum en eiginleg þingstöf hefjast ekki á ný fyrr en í byrjun september. Þótt töluvert hafi verið tekist á um afgreiðslu mála á síðustu dögum þings í þessari viku samþykktu þingmenn engu að síður 24 frumvörp síðustu tvær vikurnar. Þeirra á meðal var umdeild fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og síðast í gærkvöldi umfangsmikið frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýinga sem mun snerta alla starfsemi sem safnar saman upplýsingum um fólk.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/stefánAð venju kvaddi forseti Alþingis, að þessu sinni Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn og starfsfólk og þakkaði þeim fyrir samstarfið á þinginu sem var að líða. Hann minntist nýlegra siðareglna þingmanna og fór yfir breytingar sem gera þyrfti til að styrkja störf Alþingis. „Ég vil að lokum geta þess að lokahönnun skrifstofubyggingar Alþingis hér á reitnum er að hefjast. Bind ég vonir við að jarðvegsframkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þessi nýja bygging mun hafa í för með sér gríðarkeg breytingu á starfsaðstöðu þingmanna, starfsmanna nefndanna og raunar þingsins alls,” sagði Steingrímur. Eins og venja er þakkaði þingflokksformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins forseta og starfsfólki fyrir samstarfið.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Stefán„Við tökumst á í þessum sal því vonir og væntingar fara ekki saman. Áherslur og leiðir sem við viljum fara í stórum málum sem smáum eru ólíkar. Sáttfýsi og greiðar samskiptaleiðir skipta miklu máli í vinnu okkar fyrir þjóðina,” sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Að svo mæltu las Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetabréf um frestun þingfunda. „Virðulegur forseti, ég þakka starfsmönnum Alþingis einkar gott og farsælt samstarf og þakka alþingismönnum gefandi samskipti á þessu þingi,” sagði forsætisráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30
Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08