Lífið

Íslenskir blaðamenn árituðu boli og sátu fyrir á myndum

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, gaf margar eiginhandarrátiarnir. Undir lokin kom einn til Sindra og bað um eiginhandaáritun en hætti við þegar Sindri benti honum á að hann hafði þegar skrifað á handlegginn á honum. Í baksýn eru Hjörtur Hjartarson, skipstjóri Akraborgarinnar á X-inu, og Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu.
Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, gaf margar eiginhandarrátiarnir. Undir lokin kom einn til Sindra og bað um eiginhandaáritun en hætti við þegar Sindri benti honum á að hann hafði þegar skrifað á handlegginn á honum. Í baksýn eru Hjörtur Hjartarson, skipstjóri Akraborgarinnar á X-inu, og Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu. Vísir/Kolbeinn Tumi
Að loknum vinnudegi íslenskra blaðamanna sem fylgir karlalandsliðinu í fótbolta eftir í Rússlandi brá tæplega helmingurinn sér á lítinn fótboltavöll í bænum. Þar var hægt að spila fimm gegn fimm skemmtilegustu íþrótt í heimi, að mati flestra í hópnum hið minnsta.

Áhugi bæjarbúa og ferðalanga á íslenska liðinu er töluverður. Þegar út spurðist að það væru einhverjir útlendingar í fótbolta á vellinum fjölgaði snarlega í hópi áhorfenda. Börn og unglingar stóðu við hliðarlínuna og báðu blaðamenn um sjálfu. 

Að leik loknum ætlaði allt um koll að keyra. Blaðamenn útskýrðu fyrir fullorðinni konu, sem virtist fara fyrir hópnum, að augljóslega samanstæði hópurinn ekki af landsliðsmönnum í knattspyrnu heldur blaðamönnum að fjalla um landsliðið. Krökkunum var slétt sama.

Fjöldi mynda var tekinn, áritanir skiptu tugum og líklega í fyrsta og mögulega eina skipti sem flestir í þessum hópi gefa áritanir.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×