Ferðadagbækur Einstein fullar af útlendingaandúð Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2018 08:36 Mörg af ummælum Alberts Einstein eru ódauðleg, til að mynda lýsingar hans á rasisma. Kennilegi eðlisfræðingurinn Albert Einstein hafði ekki hátt álit á því fólki sem varð á vegi hans í Austur-Asíu. Í nýútgefnum ferðadagbókum hans, þar sem Einstein ritar um það sem á vegi hans varð á Asíureisu sinni á þriðja áratug síðustu aldar, má lesa lýsingar hans á heimamönnum - sem flestar hafa áberandi rasíska undirtóna. Bækurnar ritaði Einstein frá október árið 1922 fram í mars 1923. Í þeim kennir ýmissa grasa, til að mynda má þar skyggnast inni í skoðanir eðlisfræðingsins á ferðalögum, vísindum, heimspeki og list. Það eru þó mannlýsingar hans sem vakið hafa mesta athygli enda bera þær ekki með sér að hann hafi hrifist af Asíubúum.Ferðadagbækur Einsteins eru sagðar gefa góða innsýn í raunverulegar skoðanir hans á hinum ýmsu málum.PrincetonEinstein, sem sagði eitt sinn að kynþáttahatur væri „sjúkdómur hvíta mannsins,“ lýsir Kínverjum sem „iðnum, skítugum og vitgrönnum“ í ferðadagbókunum. Þá bætir hann því við að Kínverjar „sitji ekki á bekkjum þegar þeir borða heldur setjast á hækjur sér eins og þegar Evrópumenn fara að létta af sér í skóginum.“ Kínversk börn fá einnig að kenna á penna Einstein, sem segir þau vera líflaus og sljó. Eftir málsgreinar um frjósemi Kínverja segir Einstein að það væri mikil synd ef að Kínverjar yrðu fjölmennasta þjóð jarðarinnar. „Fólk eins og við viljum vart hugsa þá hugsun til enda,“ skrifar eðlisfræðingurinn. Slíkar lýsingar eru sagðar koma oft fyrir í dagbókunum og eru lýsingarnar sagðar á vef Guardian einkennast af „hæglæti og hæversku.“ Ze’ev Rosenkranz, sá sem ritstýrði útgáfu ferðadagbókanna, segir að það kæmi sér ekki á óvart ef að fólki þætti þessi ummæli Einsteins óþægileg - og þá sérstaklega skoðanir hans á Kínverjum. „Þau ganga í berhögg við þá ímynd sem fólk hefur af honum sem mannvini. Það kemur manni í opna skjölda að lesa þetta og bera það svo saman við ummæli hans á opinberum vettvangi. Þessi eru miklu berskjaldaðari, hann ætlaði sér ekki að opinbera þau,“ segir Rosenkranz. Frekar má fræðast um málið á vef Guardian. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Kennilegi eðlisfræðingurinn Albert Einstein hafði ekki hátt álit á því fólki sem varð á vegi hans í Austur-Asíu. Í nýútgefnum ferðadagbókum hans, þar sem Einstein ritar um það sem á vegi hans varð á Asíureisu sinni á þriðja áratug síðustu aldar, má lesa lýsingar hans á heimamönnum - sem flestar hafa áberandi rasíska undirtóna. Bækurnar ritaði Einstein frá október árið 1922 fram í mars 1923. Í þeim kennir ýmissa grasa, til að mynda má þar skyggnast inni í skoðanir eðlisfræðingsins á ferðalögum, vísindum, heimspeki og list. Það eru þó mannlýsingar hans sem vakið hafa mesta athygli enda bera þær ekki með sér að hann hafi hrifist af Asíubúum.Ferðadagbækur Einsteins eru sagðar gefa góða innsýn í raunverulegar skoðanir hans á hinum ýmsu málum.PrincetonEinstein, sem sagði eitt sinn að kynþáttahatur væri „sjúkdómur hvíta mannsins,“ lýsir Kínverjum sem „iðnum, skítugum og vitgrönnum“ í ferðadagbókunum. Þá bætir hann því við að Kínverjar „sitji ekki á bekkjum þegar þeir borða heldur setjast á hækjur sér eins og þegar Evrópumenn fara að létta af sér í skóginum.“ Kínversk börn fá einnig að kenna á penna Einstein, sem segir þau vera líflaus og sljó. Eftir málsgreinar um frjósemi Kínverja segir Einstein að það væri mikil synd ef að Kínverjar yrðu fjölmennasta þjóð jarðarinnar. „Fólk eins og við viljum vart hugsa þá hugsun til enda,“ skrifar eðlisfræðingurinn. Slíkar lýsingar eru sagðar koma oft fyrir í dagbókunum og eru lýsingarnar sagðar á vef Guardian einkennast af „hæglæti og hæversku.“ Ze’ev Rosenkranz, sá sem ritstýrði útgáfu ferðadagbókanna, segir að það kæmi sér ekki á óvart ef að fólki þætti þessi ummæli Einsteins óþægileg - og þá sérstaklega skoðanir hans á Kínverjum. „Þau ganga í berhögg við þá ímynd sem fólk hefur af honum sem mannvini. Það kemur manni í opna skjölda að lesa þetta og bera það svo saman við ummæli hans á opinberum vettvangi. Þessi eru miklu berskjaldaðari, hann ætlaði sér ekki að opinbera þau,“ segir Rosenkranz. Frekar má fræðast um málið á vef Guardian.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira