Tísti um „lága greindarvísitölu“ De Niro en gerði sjálfur stafsetningarvillu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júní 2018 22:41 Donald Trump Bandaríkjaforseti notar gjarnan Twitter til að skjóta á pólitíska andstæðinga sína. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut á bandaríska leikarann Robert de Niro á Twitter í kvöld eftir að sá síðarnefndi formælti forsetanum á sviði þegar Tony-verðlaunin voru afhent á sunnudagskvöld. Athygli vekur að Trump sagði de Niro með „lága greindarvísitölu“ en gerði sjálfur stafsetningarvillu í tísti sínu. „Robert de Niro, einstaklingur með mjög lága greindarvísitölu, hefur hlotið of mörg högg á höfuðið af hendi alvöru hnefaleikamanna í kvikmyndum,“ skrifaði Trump í tísti sem birtist á Twitter-reikningi hans í kvöld. Glöggir sjá að forsetinn stafsetur þar orðið „too“, sem á íslensku útleggst sem „of“, með einu o-i þar sem ættu að vera tvö. „Ég horfði á hann í gærkvöldi og ég trúi því í einlægni að hann gæti verið „vankaður“ (e. punch-drunk),“ bætti Trump við.Tíst Trumps, með stafsetningarvillunni, sem hann birti í gær. Tístunum var eytt skömmu síðar og endurbirt, villulaus, daginn eftir.Skjáskot/TwitterÞar vísaði Trump líklega til kvikmyndarinnar Raging Bull, sem kom út árið 1980, en þar fór de Niro með hlutverk hnefaleikakappans Jake LaMotta. Þá lék hann einnig hnefaleikamann í kvikmyndinni Grudge Match frá árinu 2013. Ummæli de Niro um Trump voru ritskoðuð á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld en hann fór þar ófögrum orðum um forsetann. „Ég vil bara segja eitt. Svei Trump [e. Fuck Trump]. Þetta er ekki lengur niður með Trump. Þetta er svei Trump,“ sagði de Niro. Þá notaði Trump, sem er nýlokinn við sögulegan fund sinn og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, einnig tækifærið á Twitter í kvöld og hældi sjálfum sér fyrir velgengni í starfi. Þetta taldi Trump de Niro líklega ekki meðvitaðan um og bað leikarann, sem hann kallaði „Punchy“, að ranka við sér.Uppfært 13. júní kl. 11:50: Trump eyddi upphaflegu tístunum með stafsetningarvillunni skömmu eftir að hann birti þau. Ný tíst, án villunnar, litu dagsins ljós nú í morgun að íslenskum tíma en þau má sjá hér að neðan....realize the economy is the best it's ever been with employment being at an all time high, and many companies pouring back into our country. Wake up Punchy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir De Niro bölvaði Trump á Tony-verðlaunahátíðinni Óskarsverðlaunaleikarinn sveiaði Bandaríkjaforseta áður en hann kynnti Bruce Springsteen til leiks. 11. júní 2018 07:43 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skaut á bandaríska leikarann Robert de Niro á Twitter í kvöld eftir að sá síðarnefndi formælti forsetanum á sviði þegar Tony-verðlaunin voru afhent á sunnudagskvöld. Athygli vekur að Trump sagði de Niro með „lága greindarvísitölu“ en gerði sjálfur stafsetningarvillu í tísti sínu. „Robert de Niro, einstaklingur með mjög lága greindarvísitölu, hefur hlotið of mörg högg á höfuðið af hendi alvöru hnefaleikamanna í kvikmyndum,“ skrifaði Trump í tísti sem birtist á Twitter-reikningi hans í kvöld. Glöggir sjá að forsetinn stafsetur þar orðið „too“, sem á íslensku útleggst sem „of“, með einu o-i þar sem ættu að vera tvö. „Ég horfði á hann í gærkvöldi og ég trúi því í einlægni að hann gæti verið „vankaður“ (e. punch-drunk),“ bætti Trump við.Tíst Trumps, með stafsetningarvillunni, sem hann birti í gær. Tístunum var eytt skömmu síðar og endurbirt, villulaus, daginn eftir.Skjáskot/TwitterÞar vísaði Trump líklega til kvikmyndarinnar Raging Bull, sem kom út árið 1980, en þar fór de Niro með hlutverk hnefaleikakappans Jake LaMotta. Þá lék hann einnig hnefaleikamann í kvikmyndinni Grudge Match frá árinu 2013. Ummæli de Niro um Trump voru ritskoðuð á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld en hann fór þar ófögrum orðum um forsetann. „Ég vil bara segja eitt. Svei Trump [e. Fuck Trump]. Þetta er ekki lengur niður með Trump. Þetta er svei Trump,“ sagði de Niro. Þá notaði Trump, sem er nýlokinn við sögulegan fund sinn og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, einnig tækifærið á Twitter í kvöld og hældi sjálfum sér fyrir velgengni í starfi. Þetta taldi Trump de Niro líklega ekki meðvitaðan um og bað leikarann, sem hann kallaði „Punchy“, að ranka við sér.Uppfært 13. júní kl. 11:50: Trump eyddi upphaflegu tístunum með stafsetningarvillunni skömmu eftir að hann birti þau. Ný tíst, án villunnar, litu dagsins ljós nú í morgun að íslenskum tíma en þau má sjá hér að neðan....realize the economy is the best it's ever been with employment being at an all time high, and many companies pouring back into our country. Wake up Punchy!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir De Niro bölvaði Trump á Tony-verðlaunahátíðinni Óskarsverðlaunaleikarinn sveiaði Bandaríkjaforseta áður en hann kynnti Bruce Springsteen til leiks. 11. júní 2018 07:43 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
De Niro bölvaði Trump á Tony-verðlaunahátíðinni Óskarsverðlaunaleikarinn sveiaði Bandaríkjaforseta áður en hann kynnti Bruce Springsteen til leiks. 11. júní 2018 07:43