Óstöðugur vinnumarkaður stærsta áskorun íslensks samfélags Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júní 2018 19:00 Finnur Árnason forstjóri Haga segir að mikilvægasta atriðið til að auka samkeppnishæfni Íslands sé að tryggja aukinn stöðugleika í hagkerfinu. Þá er hann að vísa til peninastefnunnar og vinnumarkaðarins en stöðugleiki vinnumarkaðar er forsenda þess að hægt sé að halda verðbólgunni í skefjum. Vísir/Eyþór Árnason Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu. Ein frumforsenda þess að hægt sé að sjálfstæða peninastefnu með verðbólgumarkmiði er að laun hækki ekki umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.Óraunhæfar kröfur Á hadegisfundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þær óraunhæfu kröfur sem ólíkir hópar gera á íslenskum vinnumarkaði í kjarasamningum. „Við hvern ætlar þú að semja? Á einu borði er fólk sem vill að menntun sé metin til launa, hér er fólk sem segir lægstu laun verða að hækka mest. Þarna er fólk sem segir, við hálaunafólkið, fólk sem nýtur hvað bestra kjara, eigum við að taka lækna sem dæmi? (Þeir segja): Nú lokum við skurðstöfunum ef við fáum ekki betri kjör! Eða hjúkrunarfræðingar, við förum bara til Svíþjóðar ef við fáum ekki meira. Eða hvað eigum við að segja, ljósmæður? Hvernig á að fást við svona vinnumarkað? Þar sem að allir, alveg sama hvort þeir eru neðst í launastiganum eða efst, þeir eru allir á einni skoðun.“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði enga tæpitungu á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í hádeginu í dag.Vísir/VilhelmStöðugleiki mikilvægastur til að efla samkeppnishæfni Finnur Árnason, forstjóri Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi, sagði í umræðum eftir fundinn að ef það ætti að draga fram eitthvað eitt atriði til að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs þá væri það stöðugleiki. „Í íslenskri hagsögu er þetta auðvitað einstakt tímabil, undanfarin misseri, þar sem verið hefur stöðugleiki. Mitt innlegg í dag til stjórnvalda var að það mikilvægasta sem við gerum núna í næstu kjarasamningum er að viðhalda þessum stöðugleika,“ segir Finnur Árnason. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu. Ein frumforsenda þess að hægt sé að sjálfstæða peninastefnu með verðbólgumarkmiði er að laun hækki ekki umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.Óraunhæfar kröfur Á hadegisfundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þær óraunhæfu kröfur sem ólíkir hópar gera á íslenskum vinnumarkaði í kjarasamningum. „Við hvern ætlar þú að semja? Á einu borði er fólk sem vill að menntun sé metin til launa, hér er fólk sem segir lægstu laun verða að hækka mest. Þarna er fólk sem segir, við hálaunafólkið, fólk sem nýtur hvað bestra kjara, eigum við að taka lækna sem dæmi? (Þeir segja): Nú lokum við skurðstöfunum ef við fáum ekki betri kjör! Eða hjúkrunarfræðingar, við förum bara til Svíþjóðar ef við fáum ekki meira. Eða hvað eigum við að segja, ljósmæður? Hvernig á að fást við svona vinnumarkað? Þar sem að allir, alveg sama hvort þeir eru neðst í launastiganum eða efst, þeir eru allir á einni skoðun.“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði enga tæpitungu á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í hádeginu í dag.Vísir/VilhelmStöðugleiki mikilvægastur til að efla samkeppnishæfni Finnur Árnason, forstjóri Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi, sagði í umræðum eftir fundinn að ef það ætti að draga fram eitthvað eitt atriði til að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs þá væri það stöðugleiki. „Í íslenskri hagsögu er þetta auðvitað einstakt tímabil, undanfarin misseri, þar sem verið hefur stöðugleiki. Mitt innlegg í dag til stjórnvalda var að það mikilvægasta sem við gerum núna í næstu kjarasamningum er að viðhalda þessum stöðugleika,“ segir Finnur Árnason.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira