Ummæli Trump um æfingar og brottflutning komu hernum og bandamönnum á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2018 14:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kom bæði bandaríska hernum og bandamönnum Bandaríkjanna í Asíu á óvart þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu hætta heræfingum með Suður-Kóreu. Sömuleiðis sagðist hann vilja fjarlægja hermenn Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu, sem eru um 28.500 talsins. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og lýsti hann heræfingunum sem „stríðsleikjum“. Umræddar heræfingar hafa verið haldnar á hverju ári og hafa yfirvöld Norður-Kóreu ítrekað haldið því fram að þær séu undirbúningur fyrir innrás. Þeir segja þær vera ögrandi og hafa hótað stríði í nánast hvert sinn sem þær hafa verið haldnar. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og háttsettir embættismenn hafa hins vegar alltaf haldið því fram að æfingarnar séu árlegar, varnarlegs eðlis og nauðsynlegar. Yfirvöld Suður-Kóreu segja hermennina vera nauðsynlega til þess að viðhalda friði á Kóreuskaganum. Eftir blaðamannafundinn í morgun sagði Trump hins vegar að þær væru óviðeigandi, ýti undir ófrið og kostnaðarsamar. Hann hefur í raun tekið upp áróður Norður-Kóreu.Gagnrýnendur forsetans segja hann hafa veitt stærðarinnar tilslökun til ríkis sem hafi fyrir minna en ári síðan verið að hóta Suður-Kóreu og Bandaríkjunum kjarnorkustríði og eyðileggingu.Kom Kóreumönnum á óvart Starfsmenn forsetaembættis Suður-Kóreu sögðu AP fréttaveitunni í morgun að verið væri að vinna í því að fá skýringu á ummælum Trump. Varnarmálaráðuneyti ríkisins sló á svipaða strengi og sagði nauðsynlegt að fá á hreint hvað Trump ætti við. Engin umræða hefði átt sér stað um að hætta við æfingarnar sem hefjast eiga í ágúst. Sömu sögu er að segja af yfirmönnum herafla Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Þeir höfðu engar skipanir fengið varðandi framkvæmd heræfingarnar. Sérfræðingur sem AP ræddi við segir að um miklar tilslakanir sé að ræða, sem Trump hafi lagt á borðið fyrir ekkert nema óljós loforð Norður-Kóreu. Moon Seong Mook, sem var háttsettur í her Suður-Kóreu, segir ummæli Trump staðfesta það sem margir þar í landi hafi óttast. Að Norður-Kórea myndi reka fleyg á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Ég hef áhyggjur af því að fundurinn milli Trump og Kim mun gera erfiðara að fá Norður-Kóreu til að losa sig við kjarnorkuvopn sín og sömuleiðis koma ójafnvægi á bandalag Seoul og Washington,“ sagði Moon.Óljóst skjal Samkomulag Trump og Kim felur í sér að Trump veitir Norður-Kóreu tryggingar varðandi öryggi ríkisins og í staðinn myndi Kim „staðfesta örugga og staðfasta skuldbindingu sína til að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn.“ Trump sagði að frekari viðræðu myndu hefjast „mjög, mjög fljótt“ en samkomulagið felur ekki í sér nein smáatriði eða tímalínu. Þá er ekkert þar um það hvernig Bandaríkin gætu gengið úr skugga um að Norður-Kórea hefði hætt tilraunum sínum með kjarnorkuvopn. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kom bæði bandaríska hernum og bandamönnum Bandaríkjanna í Asíu á óvart þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkin myndu hætta heræfingum með Suður-Kóreu. Sömuleiðis sagðist hann vilja fjarlægja hermenn Bandaríkjanna frá Suður-Kóreu, sem eru um 28.500 talsins. Þetta sagði forsetinn á blaðamannafundi eftir fund hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og lýsti hann heræfingunum sem „stríðsleikjum“. Umræddar heræfingar hafa verið haldnar á hverju ári og hafa yfirvöld Norður-Kóreu ítrekað haldið því fram að þær séu undirbúningur fyrir innrás. Þeir segja þær vera ögrandi og hafa hótað stríði í nánast hvert sinn sem þær hafa verið haldnar. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna og háttsettir embættismenn hafa hins vegar alltaf haldið því fram að æfingarnar séu árlegar, varnarlegs eðlis og nauðsynlegar. Yfirvöld Suður-Kóreu segja hermennina vera nauðsynlega til þess að viðhalda friði á Kóreuskaganum. Eftir blaðamannafundinn í morgun sagði Trump hins vegar að þær væru óviðeigandi, ýti undir ófrið og kostnaðarsamar. Hann hefur í raun tekið upp áróður Norður-Kóreu.Gagnrýnendur forsetans segja hann hafa veitt stærðarinnar tilslökun til ríkis sem hafi fyrir minna en ári síðan verið að hóta Suður-Kóreu og Bandaríkjunum kjarnorkustríði og eyðileggingu.Kom Kóreumönnum á óvart Starfsmenn forsetaembættis Suður-Kóreu sögðu AP fréttaveitunni í morgun að verið væri að vinna í því að fá skýringu á ummælum Trump. Varnarmálaráðuneyti ríkisins sló á svipaða strengi og sagði nauðsynlegt að fá á hreint hvað Trump ætti við. Engin umræða hefði átt sér stað um að hætta við æfingarnar sem hefjast eiga í ágúst. Sömu sögu er að segja af yfirmönnum herafla Bandaríkjanna í Suður-Kóreu. Þeir höfðu engar skipanir fengið varðandi framkvæmd heræfingarnar. Sérfræðingur sem AP ræddi við segir að um miklar tilslakanir sé að ræða, sem Trump hafi lagt á borðið fyrir ekkert nema óljós loforð Norður-Kóreu. Moon Seong Mook, sem var háttsettur í her Suður-Kóreu, segir ummæli Trump staðfesta það sem margir þar í landi hafi óttast. Að Norður-Kórea myndi reka fleyg á milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Ég hef áhyggjur af því að fundurinn milli Trump og Kim mun gera erfiðara að fá Norður-Kóreu til að losa sig við kjarnorkuvopn sín og sömuleiðis koma ójafnvægi á bandalag Seoul og Washington,“ sagði Moon.Óljóst skjal Samkomulag Trump og Kim felur í sér að Trump veitir Norður-Kóreu tryggingar varðandi öryggi ríkisins og í staðinn myndi Kim „staðfesta örugga og staðfasta skuldbindingu sína til að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn.“ Trump sagði að frekari viðræðu myndu hefjast „mjög, mjög fljótt“ en samkomulagið felur ekki í sér nein smáatriði eða tímalínu. Þá er ekkert þar um það hvernig Bandaríkin gætu gengið úr skugga um að Norður-Kórea hefði hætt tilraunum sínum með kjarnorkuvopn.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28 Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55 Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48 Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump segir Kim elskaðan í Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti hafði betri hluti að segja um einræðisherra Norður-Kóreu en leiðtoga bandalagsríkja á G7-fundinum um helgina. 12. júní 2018 12:28
Undirrituðu „sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu "sögulegt og yfirgripsmikið skjal“ undir lok fundar þeirra í Singapúr í morgun. 12. júní 2018 05:55
Trump tilbúinn í miklar tilslakanir fyrir Kim Bandaríkjamenn gætu hætt heræfingum með Suður-Kóreu til að friða Norður-Kóreumenn. 12. júní 2018 09:48
Sjáðu „Hollywood-stikluna“ sem Trump sýndi Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reyndi ýmislegt til þess að ná til Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu á fundi þeirra í Singapore í nótt. 12. júní 2018 13:29
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45