21 ár síðan að ekki einu sinni „flensa“ náði að stoppa Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2018 23:30 Scottie Pippen hjálpar Michael Jordan af velli. Vísir/Getty 11. júní 1997 var einn af mörgum merkilegum dögum á ótrúlegum körfuboltaferli Michael Jordan en í dag er 21 ár liðið frá hinum fræga „flensuleik“ besta körfuboltamanns allra tíma. Michael Jordan var þarna með félögum sínum í Chicago Bulls í miðjum lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Utah Jazz. Staðan í einvíginu var 2-2 og nú var komið að fimmta leiknum sem var á heimavelli Jazz. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Chicago komst í 2-0 í einvíginu. Það var því gríðarlega mikið undir þetta kvöld í Salt Lake City.On this date: 21 years ago, Michael Jordan played through flu-like symptoms to deliver one of the most iconic Finals performances in NBA history. pic.twitter.com/hrFIcxuK7K — FOX Sports (@FOXSports) June 11, 2018 Jordan veiktist skyndilega á milli fjórða og fimmta leik. Menn hafa deilt um hvort hann hafi fengið matareitrun eða veikst af flensu. Allskonar kenningar og sögur hafa komið fram um það. Það sem er staðreynd málsins er að Jordan þurfti ekki bara að sigra mótherjann sinn í þessum leik heldur einnig pína sig í gegnum þessi veikindi líka. Michael Jordan gerði það og gott betur. Hann skoraði 38 stig í leiknum og leiddi Bulls liðið til sigurs áður en hann féll örmagna í fangið á liðsfélaga sínum Scottie Pippen. Jordan leit ekki vel út á tíma í þessum leik en hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og sjö stig í 10-0 kafla í lok leiksins. Þessir tveir frábæru kaflar hans lögðu grunninn að sigrinum. „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef gert.,“ sagði Michael Jordan eftir leik.On This Date: 21 years ago, Michael Jordan with the flu was better than everyone else without it. pic.twitter.com/uW9xWwmLVt — ESPN (@espn) June 11, 2018 Tölfræði Michael Jordan í þessum leik var annars þannig. Hann skoraði 38 stig á 44 mínútum eftir að hafa hitt úr 13 af 27 skotum sínum þar af 2 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna. 10 af 12 vítum hans fóru rétta leið. Jordan var einnig með 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen var næststigahæstur hjá Chicago Bulls með 17 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Luc Longley skoraði 12 stig en allir aðrir voru með undir 10 stig. Chicago Bulls tryggði sér síðan meistaratitilinn með því að vinna sjötta leikinn þar sem Jordan var með 39 stig og 11 fráköst. Hann var að sjálfsögðu kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira
11. júní 1997 var einn af mörgum merkilegum dögum á ótrúlegum körfuboltaferli Michael Jordan en í dag er 21 ár liðið frá hinum fræga „flensuleik“ besta körfuboltamanns allra tíma. Michael Jordan var þarna með félögum sínum í Chicago Bulls í miðjum lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Utah Jazz. Staðan í einvíginu var 2-2 og nú var komið að fimmta leiknum sem var á heimavelli Jazz. Utah Jazz var búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Chicago komst í 2-0 í einvíginu. Það var því gríðarlega mikið undir þetta kvöld í Salt Lake City.On this date: 21 years ago, Michael Jordan played through flu-like symptoms to deliver one of the most iconic Finals performances in NBA history. pic.twitter.com/hrFIcxuK7K — FOX Sports (@FOXSports) June 11, 2018 Jordan veiktist skyndilega á milli fjórða og fimmta leik. Menn hafa deilt um hvort hann hafi fengið matareitrun eða veikst af flensu. Allskonar kenningar og sögur hafa komið fram um það. Það sem er staðreynd málsins er að Jordan þurfti ekki bara að sigra mótherjann sinn í þessum leik heldur einnig pína sig í gegnum þessi veikindi líka. Michael Jordan gerði það og gott betur. Hann skoraði 38 stig í leiknum og leiddi Bulls liðið til sigurs áður en hann féll örmagna í fangið á liðsfélaga sínum Scottie Pippen. Jordan leit ekki vel út á tíma í þessum leik en hann skoraði 17 stig í öðrum leikhluta og sjö stig í 10-0 kafla í lok leiksins. Þessir tveir frábæru kaflar hans lögðu grunninn að sigrinum. „Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef gert.,“ sagði Michael Jordan eftir leik.On This Date: 21 years ago, Michael Jordan with the flu was better than everyone else without it. pic.twitter.com/uW9xWwmLVt — ESPN (@espn) June 11, 2018 Tölfræði Michael Jordan í þessum leik var annars þannig. Hann skoraði 38 stig á 44 mínútum eftir að hafa hitt úr 13 af 27 skotum sínum þar af 2 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna. 10 af 12 vítum hans fóru rétta leið. Jordan var einnig með 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Scottie Pippen var næststigahæstur hjá Chicago Bulls með 17 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Luc Longley skoraði 12 stig en allir aðrir voru með undir 10 stig. Chicago Bulls tryggði sér síðan meistaratitilinn með því að vinna sjötta leikinn þar sem Jordan var með 39 stig og 11 fráköst. Hann var að sjálfsögðu kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna.
NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Sjá meira