Brexit-liðar þurfa að svara spurningum um aðkomu Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 10:00 Arron Banks og Nigel Farage. Vísir/EPA Auðjöfurinn Arron Banks, sem stofnaði samtökin Leave.EU, segist vera fórnarlamb „pólitískra nornaveiða“ eftir að í ljós kom að hann var í samskiptum við starfsmenn sendiráðs Rússlands í Bretlandi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Banks, sem gef minnst tólf milljónir punda til samtaka gegn aðild að Evrópusambandinu, mun svara spurningum þingmanna um málið í vikunni. Hann hefur ítrekað neitað fyrir aðkomu Rússa að hreyfingunni og sömuleiðis hefur hann neitað því að peningar frá Rússlandi hafi verið notaðir. Í yfirlýsingu í fyrra sagðist hann hafa átt einn hádegisverð í sendiráði Rússlands. Á vef Guardian er farið yfir um 40 þúsund tölvupósta sem varpa ljósi á ítrekaða fundi Banks með rússneskum embættismönnum. Þar á meðal eru tveir fundir í sömu vikunni og Leave.EU var stofnað, ferð til Moskvu og að fundirnir hafi haldið áfram í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna. Banks, Farage og Andy Wigmore, viðskiptafélagi Banks og talsmaður Leave, tóku þátt í kosningabaráttu Donald Trump.Banks birti í fyrstu bréf þar sem hann sagðist ekki ætla að svara spurningum þingmanna og sakaði þá, ásamt fjölmiðlum og þeim sem börðust fyrir því að Bretland yrði áfram í ESB, um samsæri gegn sér.Haft er eftir Banks á vef BBC að hann hafi farið í „tvo hádegisverði með sendiherra Rússland og einu sinni drukkið te með honum. Bíttu mig. Þetta eru hefðbundnar pólitískar nornaveiðar, bæði vegna Brexit og Trump.“Sendiráð Rússlands segist ekki hafa haft afskipti af stjórnmálum Bretlands. Það sé hlutverk allra sendiráða að vera í samskiptum við öll stjórnmálaöfl Brexit Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Auðjöfurinn Arron Banks, sem stofnaði samtökin Leave.EU, segist vera fórnarlamb „pólitískra nornaveiða“ eftir að í ljós kom að hann var í samskiptum við starfsmenn sendiráðs Rússlands í Bretlandi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Banks, sem gef minnst tólf milljónir punda til samtaka gegn aðild að Evrópusambandinu, mun svara spurningum þingmanna um málið í vikunni. Hann hefur ítrekað neitað fyrir aðkomu Rússa að hreyfingunni og sömuleiðis hefur hann neitað því að peningar frá Rússlandi hafi verið notaðir. Í yfirlýsingu í fyrra sagðist hann hafa átt einn hádegisverð í sendiráði Rússlands. Á vef Guardian er farið yfir um 40 þúsund tölvupósta sem varpa ljósi á ítrekaða fundi Banks með rússneskum embættismönnum. Þar á meðal eru tveir fundir í sömu vikunni og Leave.EU var stofnað, ferð til Moskvu og að fundirnir hafi haldið áfram í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna. Banks, Farage og Andy Wigmore, viðskiptafélagi Banks og talsmaður Leave, tóku þátt í kosningabaráttu Donald Trump.Banks birti í fyrstu bréf þar sem hann sagðist ekki ætla að svara spurningum þingmanna og sakaði þá, ásamt fjölmiðlum og þeim sem börðust fyrir því að Bretland yrði áfram í ESB, um samsæri gegn sér.Haft er eftir Banks á vef BBC að hann hafi farið í „tvo hádegisverði með sendiherra Rússland og einu sinni drukkið te með honum. Bíttu mig. Þetta eru hefðbundnar pólitískar nornaveiðar, bæði vegna Brexit og Trump.“Sendiráð Rússlands segist ekki hafa haft afskipti af stjórnmálum Bretlands. Það sé hlutverk allra sendiráða að vera í samskiptum við öll stjórnmálaöfl
Brexit Donald Trump Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira