Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2018 14:00 Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. vísir/vilhelm Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt reglulega fundi frá áramótum til að ræða endurskoðun stjórnarskrárinnar og í dag verður tekinn fyrirfram ákveðinn langur vinnufundur á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formennina hafa náð saman um að áfangaskipta vinnu við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem tiltekin hluti hennar sé undir á yfirstandandi kjörtímabili. „Meðal þess sem við ætlum að ræða í dag eru auðlindaákvæði og umhverfisákvæði svo eitthvað sé nefnt. Við ákváðum að gefa okkur tíma og funda á Þingvöllum til að sækja innblástur,“ segir Katrín sem reiknar með að fundurinn standi fram að kvöldmat. Lengi hefur verið reynt að ná samstöðu milli stjórnmálaflokka um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, bæði fyrir og eftir stofnun stjórnlagaráðs sem skilaði frumvarpi að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra hefur áður sagt að það væri til mikils að vinna að ljúka þessari vinnu.Ertu bjartsýn eftir þessa fundi frá áramótum að flokkarnir nái lending saman? „Það er kannski ekki tímabært að segja til um það. En þetta hafa verið góðir fundir finnst mér. Mér finnst allir sitja við þetta borð af heilindum og með það að markmiði að reyna að ná saman. Þannig að ég er að minnsta kosti bara bjartsýn á fundinn í dag. Þetta eru hins vegar mál sem við höfum ekki náð saman um hingað til og hafa verið lengi í umræðu. En eins og ég segi mér finnst það að minnsta kosti skylda okkar allra að láta nú á það reyna hvort þetta geti ekki skilað jákvæðum og góðum breytingum á stjórnarskránni,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt reglulega fundi frá áramótum til að ræða endurskoðun stjórnarskrárinnar og í dag verður tekinn fyrirfram ákveðinn langur vinnufundur á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formennina hafa náð saman um að áfangaskipta vinnu við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem tiltekin hluti hennar sé undir á yfirstandandi kjörtímabili. „Meðal þess sem við ætlum að ræða í dag eru auðlindaákvæði og umhverfisákvæði svo eitthvað sé nefnt. Við ákváðum að gefa okkur tíma og funda á Þingvöllum til að sækja innblástur,“ segir Katrín sem reiknar með að fundurinn standi fram að kvöldmat. Lengi hefur verið reynt að ná samstöðu milli stjórnmálaflokka um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, bæði fyrir og eftir stofnun stjórnlagaráðs sem skilaði frumvarpi að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra hefur áður sagt að það væri til mikils að vinna að ljúka þessari vinnu.Ertu bjartsýn eftir þessa fundi frá áramótum að flokkarnir nái lending saman? „Það er kannski ekki tímabært að segja til um það. En þetta hafa verið góðir fundir finnst mér. Mér finnst allir sitja við þetta borð af heilindum og með það að markmiði að reyna að ná saman. Þannig að ég er að minnsta kosti bara bjartsýn á fundinn í dag. Þetta eru hins vegar mál sem við höfum ekki náð saman um hingað til og hafa verið lengi í umræðu. En eins og ég segi mér finnst það að minnsta kosti skylda okkar allra að láta nú á það reyna hvort þetta geti ekki skilað jákvæðum og góðum breytingum á stjórnarskránni,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira