Tónlistarfjölskylda safnar fyrir Jemen Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2018 06:00 Elín, Sigríður og Elísabet Eyþórsdætur í Sísí Ey og bróðir þeirra, Eyþór, úr Geisha Cartel spila á tónleikunum. T ónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Húrra í kvöld til styrktar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Á tónleikunum koma fram Sísí Ey, Cell7 og hljómsveitin Geisha Cartel auk þess sem plötusnúðurinn knái DJ Kocoon verður á spilurunum. „Þetta var hugmynd sem kviknaði, þetta er svo skemmtileg blanda af tónlist og okkur fannst sniðugt að fá alla saman og vera með eitt almennilegt partí á Húrra. Svo hugsar maður í kjölfarið hvað maður hefur það gott á Íslandi miðað við hvað er í gangi í heiminum og þannig kom sú hugmynd að styrkja eitthvert gott málefni. Þá lá beint við að það væru börnin í Jemen,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir úr Sísí Ey, en það er auðvitað mikil fjölskylduhljómsveit, skipuð systrunum Elísabetu, Elínu og Siggu, auk pródúsentsins Friðfinns Sigurðssonar. Það sem færri kannski vita er að í hljómsveitinni Geisha Cartel er bróðir þeirra, Eyþór Ingi Eyþórsson – og að þeir Jón Múli og Kristján Steinn Kristjánsson úr Geisha Cartel eru svo frændur þeirra systkina.Sjá einnig: Forsaga hörmunganna í Jemen, fyrri og seinni hluti. „Við Ragna, Cell 7, erum að fara að gefa út lag saman og höfum því verið að vinna svolítið saman. Við töluðum um það að það gæti verið skemmtilegt að vera með tónleika þar sem bæði böndin eru. Við verðum þarna öll systkinin – bróðir okkar systranna er í Geisha Cartel og frændur okkar eru líka í Geisha, þannig að við tengjumst öll einhvern veginn, þetta er smá ættarmót. Núna verða samt foreldrarnir bara í salnum en ekki upp á sviði.“ Foreldrarnir eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Þarna verður því heil tónlistarstórfjölskylda.Nánast hvert barn í Jemen þarf aðstoð Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen hófst í vor og gengur undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Í Jemen ríkir gífurleg neyð og hefur landinu verið lýst sem einu af því versta í heiminum fyrir barn að búa í. Nánast hvert einasta barn í Jemen þarfnast neyðaraðstoðar. Ástandið er þannig að milljónir barna svelta, hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og deyja úr sjúkdómum á borð við kóleru og niðurgangspestir. Leikar hefjast klukkan níu á Húrra og rennur allur aðgangseyrir til söfnunarinnar en einnig er hægt að leggja henni lið með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 (1.900 krónur). Einnig er hægt að fara inn á vefsíðu UNICEF og styrkja söfnunina þar Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
T ónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Húrra í kvöld til styrktar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Á tónleikunum koma fram Sísí Ey, Cell7 og hljómsveitin Geisha Cartel auk þess sem plötusnúðurinn knái DJ Kocoon verður á spilurunum. „Þetta var hugmynd sem kviknaði, þetta er svo skemmtileg blanda af tónlist og okkur fannst sniðugt að fá alla saman og vera með eitt almennilegt partí á Húrra. Svo hugsar maður í kjölfarið hvað maður hefur það gott á Íslandi miðað við hvað er í gangi í heiminum og þannig kom sú hugmynd að styrkja eitthvert gott málefni. Þá lá beint við að það væru börnin í Jemen,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir úr Sísí Ey, en það er auðvitað mikil fjölskylduhljómsveit, skipuð systrunum Elísabetu, Elínu og Siggu, auk pródúsentsins Friðfinns Sigurðssonar. Það sem færri kannski vita er að í hljómsveitinni Geisha Cartel er bróðir þeirra, Eyþór Ingi Eyþórsson – og að þeir Jón Múli og Kristján Steinn Kristjánsson úr Geisha Cartel eru svo frændur þeirra systkina.Sjá einnig: Forsaga hörmunganna í Jemen, fyrri og seinni hluti. „Við Ragna, Cell 7, erum að fara að gefa út lag saman og höfum því verið að vinna svolítið saman. Við töluðum um það að það gæti verið skemmtilegt að vera með tónleika þar sem bæði böndin eru. Við verðum þarna öll systkinin – bróðir okkar systranna er í Geisha Cartel og frændur okkar eru líka í Geisha, þannig að við tengjumst öll einhvern veginn, þetta er smá ættarmót. Núna verða samt foreldrarnir bara í salnum en ekki upp á sviði.“ Foreldrarnir eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Þarna verður því heil tónlistarstórfjölskylda.Nánast hvert barn í Jemen þarf aðstoð Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen hófst í vor og gengur undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Í Jemen ríkir gífurleg neyð og hefur landinu verið lýst sem einu af því versta í heiminum fyrir barn að búa í. Nánast hvert einasta barn í Jemen þarfnast neyðaraðstoðar. Ástandið er þannig að milljónir barna svelta, hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og deyja úr sjúkdómum á borð við kóleru og niðurgangspestir. Leikar hefjast klukkan níu á Húrra og rennur allur aðgangseyrir til söfnunarinnar en einnig er hægt að leggja henni lið með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 (1.900 krónur). Einnig er hægt að fara inn á vefsíðu UNICEF og styrkja söfnunina þar
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp