Teiknar fleyg íslensk orð í villtri náttúru Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 28. júní 2018 06:00 Sólveig Eva er spennt fyrir sinni fyrstu myndskreytisýningu um helgina á Reykjavík Fringe Festival. Fréttablaðið/Stefán Myndskreytirinn Sólveig Eva heldur sýningu sína Orð um komandi helgi með verkum sínum af orðum úr íslenskri tungu umvöfðum villtum íslenskum gróðri. Sýningin verður opnuð á Hlemmi Square 1. júlí kl. 20 og stendur til 8. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig Eva heldur sýningu en hún hefur meðal annars myndskreytt fyrir Starbucks í Bretlandi, Matís á Íslandi og innanhúss verkefni fyrir Landor í Sydney. „Ég gerði litabók úr stafrófi sem hægt er að nálgast á heimasíðunni minni, www.solaevadraws.com. Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að hlaða henni niður ókeypis. En svo í kjölfarið fékk ég hugmynd að því að teikna íslensk orð og datt fyrst í hug jæja, mjög íslenskt orð. Síðan hélt ég áfram að finna önnur fleyg orð; jújú, já og jahá,“ segir Sólveig Eva, sem gjarnan er kölluð Sóla. „Svo ef maður segir þetta allt á innsoginu þá bætist menningarblærinn við.“ Einstaklega fallegar teiknaðar myndir eftir Sólu.Hún sá listahátíðina Reykjavík Fringe Festival auglýsa eftir þátttakendum og ákvað að slá til en hátíðin fer fyrir ýmsum listrænum gjörningum, myndlist og leiklist. Sólu er margt til lista lagt en utan þess að teikna fallega þá er hún leikkona og fyrirsæta í New York. Hún lærði leiklist í Rose Bruford í London en var nú að ljúka við seríu tvö af sjónvarpsþáttum á TruTV sem grínistinn Jon Glaser skrifar þar sem hún fer með aðalhlutverk. „Það er mjög gaman að leika í þáttunum. Þeir eru mikið í improv- stíl, sem byggir á spuna og ég er búin að vera mikið í hér í New York,“ segir Sóla. „Í síðustu seríu fékk ég að leika með Michael Shannon og Janeane Garofalo og Jon Hodgman sem er draumur í dós og þetta er rosalega skemmtilegt þó svo að persónan mín sé óttaleg sætustelpa.“ Sóla er einnig í leikhópi með gömlum skólafélögum úr Rose Bruford og vinnur nú að útvarpsþáttum ásamt Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur. Hægt verður að kaupa myndaplaköt eða póstkort með listaverkum Sólu á sýningunni eða hafa samband við hana í gegnum heimasíðuna hennar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Myndskreytirinn Sólveig Eva heldur sýningu sína Orð um komandi helgi með verkum sínum af orðum úr íslenskri tungu umvöfðum villtum íslenskum gróðri. Sýningin verður opnuð á Hlemmi Square 1. júlí kl. 20 og stendur til 8. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig Eva heldur sýningu en hún hefur meðal annars myndskreytt fyrir Starbucks í Bretlandi, Matís á Íslandi og innanhúss verkefni fyrir Landor í Sydney. „Ég gerði litabók úr stafrófi sem hægt er að nálgast á heimasíðunni minni, www.solaevadraws.com. Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að hlaða henni niður ókeypis. En svo í kjölfarið fékk ég hugmynd að því að teikna íslensk orð og datt fyrst í hug jæja, mjög íslenskt orð. Síðan hélt ég áfram að finna önnur fleyg orð; jújú, já og jahá,“ segir Sólveig Eva, sem gjarnan er kölluð Sóla. „Svo ef maður segir þetta allt á innsoginu þá bætist menningarblærinn við.“ Einstaklega fallegar teiknaðar myndir eftir Sólu.Hún sá listahátíðina Reykjavík Fringe Festival auglýsa eftir þátttakendum og ákvað að slá til en hátíðin fer fyrir ýmsum listrænum gjörningum, myndlist og leiklist. Sólu er margt til lista lagt en utan þess að teikna fallega þá er hún leikkona og fyrirsæta í New York. Hún lærði leiklist í Rose Bruford í London en var nú að ljúka við seríu tvö af sjónvarpsþáttum á TruTV sem grínistinn Jon Glaser skrifar þar sem hún fer með aðalhlutverk. „Það er mjög gaman að leika í þáttunum. Þeir eru mikið í improv- stíl, sem byggir á spuna og ég er búin að vera mikið í hér í New York,“ segir Sóla. „Í síðustu seríu fékk ég að leika með Michael Shannon og Janeane Garofalo og Jon Hodgman sem er draumur í dós og þetta er rosalega skemmtilegt þó svo að persónan mín sé óttaleg sætustelpa.“ Sóla er einnig í leikhópi með gömlum skólafélögum úr Rose Bruford og vinnur nú að útvarpsþáttum ásamt Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur. Hægt verður að kaupa myndaplaköt eða póstkort með listaverkum Sólu á sýningunni eða hafa samband við hana í gegnum heimasíðuna hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira