Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 18:20 Kennedy með Ruth Bader Ginsburg, einum af frjálslyndari dómurunum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Búast má við hörðum átökum í Washington-borg um skipan í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir að Anthony Kennedy tilkynnti um að hann ætlaði að láta af störfum sem dómari við réttinn í dag. Donald Trump forseta gefst nú tækifæri til að draga réttinn, sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan, lengra til hægri. Kennedy, sem er 81 árs gamall, hefur í reynd verið oddadómari í Hæstarétti undanfarin ár. Níu dómarar skipa Hæstarétt, fjórir þeirra eru taldir íhaldssamir og fjórir frjálslyndir. Kennedy hefur þannig oft ráðið úrslitum í stórum og hápólitískum málum sem hafa komið fyrir dóminn. Það var þannig atkvæði hans sem reið baggamuninn þegar Hæstiréttur félst á að samkynhneigðir hefðu rétt á að ganga í hjónaband.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem skipan nýs hæstarétardómara gæti breytt valdahlutföllum í Hæstarétti verulega. Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa fimmta dómaranna sem gæfi íhaldsmönnum meirihluta í réttinum. Trump segir að hann ætli þegar í stað að hefja leit að nýjum hæstaréttardómara. Hann muni koma af lista 25 kandídata sem áður hefur verið tekinn saman.Hæstiréttur líklegur til að sveiflast til hægri Trump hefur þegar skipað einn íhaldssaman dómara í Hæstarétt. Neil Gorsuch tók við af íhaldsmanninum Antonin Scalia sem lést þegar Barack Obama var enn forseti í febrúar árið 2016. Trump hefur ítrekað hampað skipan Gorsuch sem einum sínum helsta sigri í embætti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi neituðu hins vegar að taka dómaratilnefningu Obama til umfjöllunar í heilt ár. Héldu þeir því fram að gefa ætti bandarísku þjóðinni færi á að segja hug sinn til tilnefningarinnar í forsetakosningunum árið 2016. Þingkosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember. Reikna má með hörðum átökum á milli demókrata og repúblikana á þingi um skipan eftirmanns Kennedy. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Skoðanakannanir undanfarinna missera hafa bent til þess að demókratar gætu unnið verulega á í kosningunum í haust og mögulega náð meirihluta í annarri hvorri deildinni. Líklegt er því að Trump og repúblikanar muni reyna að tilnefna og staðfesta nýjan dómara í embætti með hraði fyrir kosningar. Kennedy tók við embætti hæstaréttardómara árið 1988 en hann var skipaður af Ronald Reagan, þáverandi forseta. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Sjá meira
Búast má við hörðum átökum í Washington-borg um skipan í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir að Anthony Kennedy tilkynnti um að hann ætlaði að láta af störfum sem dómari við réttinn í dag. Donald Trump forseta gefst nú tækifæri til að draga réttinn, sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan, lengra til hægri. Kennedy, sem er 81 árs gamall, hefur í reynd verið oddadómari í Hæstarétti undanfarin ár. Níu dómarar skipa Hæstarétt, fjórir þeirra eru taldir íhaldssamir og fjórir frjálslyndir. Kennedy hefur þannig oft ráðið úrslitum í stórum og hápólitískum málum sem hafa komið fyrir dóminn. Það var þannig atkvæði hans sem reið baggamuninn þegar Hæstiréttur félst á að samkynhneigðir hefðu rétt á að ganga í hjónaband.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem skipan nýs hæstarétardómara gæti breytt valdahlutföllum í Hæstarétti verulega. Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa fimmta dómaranna sem gæfi íhaldsmönnum meirihluta í réttinum. Trump segir að hann ætli þegar í stað að hefja leit að nýjum hæstaréttardómara. Hann muni koma af lista 25 kandídata sem áður hefur verið tekinn saman.Hæstiréttur líklegur til að sveiflast til hægri Trump hefur þegar skipað einn íhaldssaman dómara í Hæstarétt. Neil Gorsuch tók við af íhaldsmanninum Antonin Scalia sem lést þegar Barack Obama var enn forseti í febrúar árið 2016. Trump hefur ítrekað hampað skipan Gorsuch sem einum sínum helsta sigri í embætti. Leiðtogar repúblikana á Bandaríkjaþingi neituðu hins vegar að taka dómaratilnefningu Obama til umfjöllunar í heilt ár. Héldu þeir því fram að gefa ætti bandarísku þjóðinni færi á að segja hug sinn til tilnefningarinnar í forsetakosningunum árið 2016. Þingkosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember. Reikna má með hörðum átökum á milli demókrata og repúblikana á þingi um skipan eftirmanns Kennedy. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Skoðanakannanir undanfarinna missera hafa bent til þess að demókratar gætu unnið verulega á í kosningunum í haust og mögulega náð meirihluta í annarri hvorri deildinni. Líklegt er því að Trump og repúblikanar muni reyna að tilnefna og staðfesta nýjan dómara í embætti með hraði fyrir kosningar. Kennedy tók við embætti hæstaréttardómara árið 1988 en hann var skipaður af Ronald Reagan, þáverandi forseta.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Sjá meira
Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. 26. júní 2018 15:04
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16