Dómur mildaður í grófu ofbeldismáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 16:36 Landsréttur. Fréttablaðið/Ernir Landsréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðung, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Brotin voru framin 2014 en maðurinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í janúar á síðasta ári. Dráttur á útgáfu ákæru í málinu er ástæða þess að Landsréttur mildaði dóminn yfir manninum í þrjú ár.Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms á sínum tímaen maðurinn hótaði maðurinn meðal annars að selja öðrum aðgang að konunni, skera hana auk þess að draga hana um íbúðina á hárinu. Brot mannsins gegn konunni voru gróf og ofbeldisfull.Ríkissaksóknari áfrýjaði dómi Héraðsdóms og krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en staðfestur að öðru leyti. Maðurinn krafðist hins vegar sýknu.Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þegar kom að sakfellingu mannsins. Dómurinn var hins vegar mildaður líkt og áður segir vegna þess hversu langan tíma tók að gefa út ákæru í málinu.Í dómi Landsréttar segir að brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir voru framin á tímabilinu 27. mars til 25. apríl 2014. Ákæra í málinu var hins vegar ekki gefin út fyrr en 16.ágúst 2016 eða um 28 mánuðum eftir að atvik málsins áttu sér stað.Engar skýringar hafi verið gefnar um það hver væri ástæða tafanna en í lögum er kveðið á um að ákærendum beri að hraða meðferð mála eftir því sem kostur er, en sama skylda hvílir á þeim, sem rannsaka sakamál.Að teknu tilliti til þess var dómurinn mildaður um sex mánuði auk þess sem að maðurinn þarf að greiða konunni 2 milljónir í miskabætur en héraðsdómur hafði dæmt konunni þrjár milljónir.Dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Braut gróflega á sambýliskonu sinni: Verstu áverkar og mesta hræðsla sem lögreglukonur hafa upplifað 34 ára karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðgun, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni árið 2014. 10. janúar 2017 11:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Landsréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðung, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Brotin voru framin 2014 en maðurinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í janúar á síðasta ári. Dráttur á útgáfu ákæru í málinu er ástæða þess að Landsréttur mildaði dóminn yfir manninum í þrjú ár.Vísir fjallaði ítarlega um dóm héraðsdóms á sínum tímaen maðurinn hótaði maðurinn meðal annars að selja öðrum aðgang að konunni, skera hana auk þess að draga hana um íbúðina á hárinu. Brot mannsins gegn konunni voru gróf og ofbeldisfull.Ríkissaksóknari áfrýjaði dómi Héraðsdóms og krafðist þess að dómurinn yrði þyngdur en staðfestur að öðru leyti. Maðurinn krafðist hins vegar sýknu.Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms þegar kom að sakfellingu mannsins. Dómurinn var hins vegar mildaður líkt og áður segir vegna þess hversu langan tíma tók að gefa út ákæru í málinu.Í dómi Landsréttar segir að brotin sem maðurinn var sakfelldur fyrir voru framin á tímabilinu 27. mars til 25. apríl 2014. Ákæra í málinu var hins vegar ekki gefin út fyrr en 16.ágúst 2016 eða um 28 mánuðum eftir að atvik málsins áttu sér stað.Engar skýringar hafi verið gefnar um það hver væri ástæða tafanna en í lögum er kveðið á um að ákærendum beri að hraða meðferð mála eftir því sem kostur er, en sama skylda hvílir á þeim, sem rannsaka sakamál.Að teknu tilliti til þess var dómurinn mildaður um sex mánuði auk þess sem að maðurinn þarf að greiða konunni 2 milljónir í miskabætur en héraðsdómur hafði dæmt konunni þrjár milljónir.Dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Braut gróflega á sambýliskonu sinni: Verstu áverkar og mesta hræðsla sem lögreglukonur hafa upplifað 34 ára karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðgun, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni árið 2014. 10. janúar 2017 11:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Braut gróflega á sambýliskonu sinni: Verstu áverkar og mesta hræðsla sem lögreglukonur hafa upplifað 34 ára karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir líflátshótanir, nauðgun, ólögmæta nauðgun, líkamsárásir og stórfelldar ærumeiðingar gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni árið 2014. 10. janúar 2017 11:30