Lífið

Aðdáendur The Simpsons vona að Mexíkó og Portúgal keppi í úrslitaleik HM

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aðdáendur þáttanna deila nú myndböndum og skjáskotum úr þessum þætti á samfélagsmiðlum.
Aðdáendur þáttanna deila nú myndböndum og skjáskotum úr þessum þætti á samfélagsmiðlum. Skjáskot/20TH CENTURY FOX
Í The Simpsons þætti frá árinu 1997 er gert grín að fótbolta og þar fór fram leikur á milli Mexíkó og Portúgal þar sem ákveða átti „í eitt skipti fyrir öll hvaða þjóð væri sú besta í heiminum.“

Aðdáendur þáttanna deila nú myndböndum og skjáskotum úr þessum þætti á samfélagsmiðlum og telja einhverjir að þarna hafi höfundar þáttanna spáð fyrir um úrslit keppninnar. Vona margir að þjóðirnar tvær muni komast alla leið í úrslitaleik HM sem fer fram í næsta mánuði.

Á þeim tíma sem þátturinn var sýndur þótti þetta ekki líklegt en meiri líkur eru nú á því núna, þó að þjóðirnar þurfi að komast yfir margar hindranir til þess að ná alla leið í úrslitin á þessu móti.

Verði þetta að veruleika er það aftur á móti ekki í fyrsta skipti sem Simpsons þættirnir hafa spáð rétt fyrir um eitthvað. Sem dæmi má nefna sigur Trump í forsetakosningunum, kaupum Disney á Fox, að Bandaríkin myndu vinna gull í krullu á Ólympíuleikunum á þessu ári, hrun efnahagsins á Grikklandi, FIFA spillingarskandalinn og fleira.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.