Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin með forystuna í markaskorun á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty
Leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafa skorað flest mörk á HM í fótbolta í Rússlandi til þessa en ekkert félag á fleiri mörk en Evrópumeistarar Real Madrid.

Leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni hafa skorað 31 mark á HM en enska deildin hefur tekið forustuna af spænsku deildinni sem var í efsta sætinu framan af í keppninni.

Gylfi Þór Sigurðsson var einmitt einn af leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni sem skoruðu í gær og hjálpaði þar með ensku deildinni að ná þriggja marka forystu.

Þessar tvær deildir eru með mikla yfirburði á listanum en næsta deild er þýska deildin, tuttugu mörkum á eftir þeirri spænsku.

Spænski knattspyrnutölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur tekið þetta allt saman eins og sjá má hér fyrir neðan.







Real Madrid hefur tveggja marka forystu á lið Barcelona og Tottenham en Tottenham nýtur góðs að því að Harry Kane er búinn að skora fimm mörk á þessu heimsmeistaramóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×