Erlent

Vatnavextir torvelda leitina að fótboltastrákunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björgunarsveitir eru sagðar þreyttar á gríðarlegum vatnavöxtum.
Björgunarsveitir eru sagðar þreyttar á gríðarlegum vatnavöxtum. Vísir/EPA
Mikil rigning hefur sett björgunaðaraðgerðir í Taílandi úr skorðum. Björgunarsveitir hafa undanfarna daga reynt að komast að 12 fótboltapiltum og þjálfaranum þeirra sem sitja fastir í helli á vinsælu ferðamannasvæði í norðurhluta landsins. Ekkert hefur spurst til þeirra síðan á laugardag.

Rigningu síðustu daga hafa fylgt miklir vatnavextir. Björgunarsveitirnir börðust við vatnið í nótt og reyndu að dæla því út úr hellinum þannig að komast mætti að drengjunum. Þær reyna nú að leita að öðrum inngangi að hellinum þar sem vatnavextirnir gerðu aðalinngang hellisins óaðgengilegan.

Sjá einnig: Reyna áfram að komast til fótboltastrákanna

Að sögn blaðamanns BBC styðjast björgunarsveitirniar einnig við dróna í aðgerðum sínum. Búið er að festa á þá hitamyndavélar sem vonast er til að geta numið líkamshita drengjanna.

Síðustu daga hefur þó verið gríðarlega lágskýjað á svæðinu sem hefur torveldað drónaflugið. Því hefur verið kallað til kafara sem synt hafa inn í hellinn. Þeir fundu nýleg fótspor í gær sem gefa til kynna að drengirnir séu ennþá á lífi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×