Kári líklega hættur: Engar yfirlýsingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2018 21:50 Kári Árnason með fjölskyldu sinni eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Kári Árnason er líklega hættur með íslenska landsliðinu en þetta staðfesti hann í samtali við fjölmiðla eftir leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. Hann segist þó ekki útiloka að spila aftur ef óskað verði eftir því. Aron Einar Gunnarsson sagði frá því á Instagram-síðu sinni að Kári væri hættur en Kári sló á létta strengi þegar hann var spurður út í það. „Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það,“ sagði Kári og hló. „Við sjáum til. Það er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski kominn tími á að stoppa. En ef að Heimir ákveður að velja mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa verið með landsliðinu,“ sagði Kári enn fremur. „Ég er mjög stoltur að hafa verið partur af þessu liði. Stoltur af þessum strákum og frábært að hafa verið partur af þessu.“ Kári var búinn að leiða hugann að því að HM yrði hans svanasöngur með landsliðinu. „Ég ætla ekki að vera með stóra yfirlýsingu um að ég sé hættur en það lítur þannig út,“ sagði hann. „Okkar mesta legend [Eiður Smári Guðjohnsen] brenndi sig svolítið af því að hafa sagst vera hættur en sneri svo aftur,“ sagði Kári spurður að því hvort að hann myndi nokkru sinni gefa það formlega út að hann væri hættur. Kári var ekki í byrjunarliði Íslands í dag eftir að hafa spilað hina tvo leikina. Hann sagðist ekki vera svekktur vegna þessa og skildi ákvörðun Heimis fullkomnlega. „Sverrir Ingi [Ingason] stóð sig frábærlega í dag og þetta er bara partur af fótbolta. Að þurfa að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég er stoltur af mínu framlagi til landsliðsins,“ sagði Kári. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Kári Árnason er líklega hættur með íslenska landsliðinu en þetta staðfesti hann í samtali við fjölmiðla eftir leik Íslands og Króatíu á HM í Rússlandi. Hann segist þó ekki útiloka að spila aftur ef óskað verði eftir því. Aron Einar Gunnarsson sagði frá því á Instagram-síðu sinni að Kári væri hættur en Kári sló á létta strengi þegar hann var spurður út í það. „Er hann búinn að greina frá því? Já, það er gott að hann tekur ákvörðun um það,“ sagði Kári og hló. „Við sjáum til. Það er að líða á seinni hlutann á ferlinum og kannski kominn tími á að stoppa. En ef að Heimir ákveður að velja mig þá get ég ekki sagt nei við landsliðinu. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og mín stoltustu augnablik á lífsleiðinni hafa verið með landsliðinu,“ sagði Kári enn fremur. „Ég er mjög stoltur að hafa verið partur af þessu liði. Stoltur af þessum strákum og frábært að hafa verið partur af þessu.“ Kári var búinn að leiða hugann að því að HM yrði hans svanasöngur með landsliðinu. „Ég ætla ekki að vera með stóra yfirlýsingu um að ég sé hættur en það lítur þannig út,“ sagði hann. „Okkar mesta legend [Eiður Smári Guðjohnsen] brenndi sig svolítið af því að hafa sagst vera hættur en sneri svo aftur,“ sagði Kári spurður að því hvort að hann myndi nokkru sinni gefa það formlega út að hann væri hættur. Kári var ekki í byrjunarliði Íslands í dag eftir að hafa spilað hina tvo leikina. Hann sagðist ekki vera svekktur vegna þessa og skildi ákvörðun Heimis fullkomnlega. „Sverrir Ingi [Ingason] stóð sig frábærlega í dag og þetta er bara partur af fótbolta. Að þurfa að stíga til hliðar og yngri og ferskari menn koma inn. Ég er stoltur af mínu framlagi til landsliðsins,“ sagði Kári.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti