Vesturlönd verða að beita þolinmæði og áræðni í samskiptum við Putin Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2018 21:00 Breskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum segir Vesturlönd verða að læra að eiga í samskiptum við stjórn Putins í Rússlandi. Á kaldastríðsárunum hafi Vesturlönd lært að umgangast Rússland með þolinmæði og áræðni en undanfarin ár hafi ögranir verið á báða bóga. Hópur íslenskra og erlendra fræðimanna flutti erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag um stöðu smáríkja og þá alveg sérstaklega stöðu smáríkja gagnvart Rússlandi. Caroline Kennedy-Pipe, prófessor við Loughborough háskóla í Bretlandi, segir mikinn mun á samskiptum Evrópuríkja og Bandaríkjanna við Rússland nú og á kaldastríðsárunum. „Vesturlönd þurfa að sýna árvekni, þolinmæði, og við þurfum að skilja hvernig Putin mýkir lönd eins og Danmörk og Finnland. Það er í raun undanfari breyttra samskipta við Rússland,” segir Kennedy-Pipe. Evrópuríki og Bandaríkin hafi ekki nálgast Rússland með réttum hætti á undanförnum árum og samskipti Breta og Rússa hafi verið einstaklega erfið eftir tilræðið við Sergei og Juliu Skripal. „Vesturlönd hafa ögrað Rússum með því að setja upp varnarskjöld gegn kjarnavopnum og með því að styrkja Eistland hernaðarlega. Það er skiljanlegt viðhorf af hálfu smáríkis, en við höfum einmitt rætt um það hér. Spurning mín í morgun var hvort það væri viturlegt,” segir Kennedy-Pipe. „Tengsl okkar við Rússa hafa ætíð þurft að vera ólík samskiptum við aðra, hvort sem það var í valdatíð Stalíns eða Brésnefs. Við urðum fyrir vonbrigðum á tíunda áratugnum þegar við vonuðumst eftir að ný forysta kæmi fram,” segir Kennedy-Pipe. Hægt sé að læra mikið af samskiptum Finnlands og Noregs við Rússland sem hafi náin samskipti við stjórnvöld bæði í Washington og Moskvu. „En Putin er auðvitað málsvari meginhagsmunahóps, ólígarkanna og Rússland breytist óðfluga. Við þurfum því að hugsa til framtíðar, ekki bara næstu fimm ára. En Pútín er ótukt og hann veit vel, einkum í Evrópu eftir Brexit, að þá verða næg tækifæri til að hafa áhrif,” segir Caroline Kennedy-Pipe. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Breskur sérfræðingur í alþjóðasamskiptum segir Vesturlönd verða að læra að eiga í samskiptum við stjórn Putins í Rússlandi. Á kaldastríðsárunum hafi Vesturlönd lært að umgangast Rússland með þolinmæði og áræðni en undanfarin ár hafi ögranir verið á báða bóga. Hópur íslenskra og erlendra fræðimanna flutti erindi á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar í Norræna húsinu í dag um stöðu smáríkja og þá alveg sérstaklega stöðu smáríkja gagnvart Rússlandi. Caroline Kennedy-Pipe, prófessor við Loughborough háskóla í Bretlandi, segir mikinn mun á samskiptum Evrópuríkja og Bandaríkjanna við Rússland nú og á kaldastríðsárunum. „Vesturlönd þurfa að sýna árvekni, þolinmæði, og við þurfum að skilja hvernig Putin mýkir lönd eins og Danmörk og Finnland. Það er í raun undanfari breyttra samskipta við Rússland,” segir Kennedy-Pipe. Evrópuríki og Bandaríkin hafi ekki nálgast Rússland með réttum hætti á undanförnum árum og samskipti Breta og Rússa hafi verið einstaklega erfið eftir tilræðið við Sergei og Juliu Skripal. „Vesturlönd hafa ögrað Rússum með því að setja upp varnarskjöld gegn kjarnavopnum og með því að styrkja Eistland hernaðarlega. Það er skiljanlegt viðhorf af hálfu smáríkis, en við höfum einmitt rætt um það hér. Spurning mín í morgun var hvort það væri viturlegt,” segir Kennedy-Pipe. „Tengsl okkar við Rússa hafa ætíð þurft að vera ólík samskiptum við aðra, hvort sem það var í valdatíð Stalíns eða Brésnefs. Við urðum fyrir vonbrigðum á tíunda áratugnum þegar við vonuðumst eftir að ný forysta kæmi fram,” segir Kennedy-Pipe. Hægt sé að læra mikið af samskiptum Finnlands og Noregs við Rússland sem hafi náin samskipti við stjórnvöld bæði í Washington og Moskvu. „En Putin er auðvitað málsvari meginhagsmunahóps, ólígarkanna og Rússland breytist óðfluga. Við þurfum því að hugsa til framtíðar, ekki bara næstu fimm ára. En Pútín er ótukt og hann veit vel, einkum í Evrópu eftir Brexit, að þá verða næg tækifæri til að hafa áhrif,” segir Caroline Kennedy-Pipe.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira