Enski boltinn

Fellaini: Fyrsta júlí mun ég segja frá því hvar ég spila á næstu leiktíð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fellaini fagnar marki með United á síðustu leiktíð.
Fellaini fagnar marki með United á síðustu leiktíð. vísir/afp
Marouane Fellaini, miðjumaður Manchester United, mun gefa það út þann fyrsta júlí hvort hann verði áfram í herbúðum United eða ekki.

Fellaini kom til united árið 2013 er hann var keyptur frá Everton fyrir 28 milljónir punda en samningur hans við United rennur út eftir fjóra daga.

Samningaviðræður milli Fellaini og United hafa enn ekki borið árangur en Jose Mourinho, stjóri United, hefur sagst vilja halda Belganum á Old Trafford.

„Ég er ekki áhyggjufullur að samningurinn minn sé að renna út. Ég er vanur því. Ég er nægilega sterkur andlega til að takast á við það,” og bætti við:

„Bráðum mun ég gefa það út hvar ég spila á næsta tímabili. Ég geri það fyrsta júlí,” sagði Fellaini en þetta sagði hann á blaðamannafundi fyrir leik Belga gegn Englandi á HM.

Þessi 30 ára gamli miðjumaður hefur verið varamaður í fyrstu tveimur leikjum Belga en hann spilaði einungis sextán leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×