Real Madrid reyndi að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 11:45 Angel di Maria vill hér fá boltann frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Vísir/AP Argentínumaðurinn Angel di Maria á ýmislegt óuppgert frá tíma sínum í stórliðinu Real Madrid. Hann sakar spænska félagið um að hafa reynt að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM 2014. Argentínumenn mættu Þjóðverjum í úrslitaleik HM 2014 þar sem liðið tapaði 1-0 í framlengingu. Angel di Maria skrifaði pistil fyrir Players Tribune þar sem hann segir frá tilraunum forráðamanna Real Madrid til að stöðva þáttöku hans í leiknum. Angel di Maria meiddist í átta liða úrslitunum eftir að hafa lagt upp sigurmarkið sem kom Argentínu í undanúrslitin. Hann tognaði í læri og það var talið ólíklegt að hann spilaði meira á mótinu. Úrslitaleikurinn fór fram átta dögum eftir að hann tognaði. Di Maria segir frá því að forráðamenn argentínska landsliðsins hafi fengið bréf frá Real Madrid að morgni dagsins sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég vissi um leið hvað var í gangi. Það höfðu allir heyrt sögusagnirnar um að Real ætlaði að kaupa James Rodríguez eftir HM og ég vissi að þeir ætluðu að selja mig til að búa til pláss fyrir hann,“ sagði Angel di Maria.Before the 2014 #WorldCup final, Ángel Di María received a letter from the Real Madrid staff urging him not to play. “Throw it away. The one who decides here is me.” He shares: https://t.co/rHAQR32ySOpic.twitter.com/lkzaQzqx82 — The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 25, 2018 „Þeir vildu því ekki að eignin þeirra myndi verða fyrir hnjaski í þessum leik. Það var svo einfalt,“ sagði Di Maria. „Ég opnaði ekki einu sinni bréfið heldur reif það niður í marga hluta og sagði við: Hendið þessu. Sá eini sem ákveður þetta er ég,“ sagði Di Maria. Di Maria fékk þó aldrei að koma við sögu í leiknum. Sat á bekknum allan tímann. Sóknarmönnunum Sergio Agüero og Rodrigo Palacio var skipt inná fyrir þá Ezequiel Lavezzi og Gonzalo Higuaín. Miðjumaðurinn Fernando Gago kom svo inn fyrir kantmanninn Enzo Pérez. Real Madrid seldi síðan Angel di Maria til Manchester United fyrir 59,7 milljónir punda 26. ágúst 2014. Di María gerði fimm ára samning við United en var seldur til Paris Saint-Germain í júlí árið eftir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Sjá meira
Argentínumaðurinn Angel di Maria á ýmislegt óuppgert frá tíma sínum í stórliðinu Real Madrid. Hann sakar spænska félagið um að hafa reynt að koma í veg fyrir að hann spilaði úrslitaleikinn á HM 2014. Argentínumenn mættu Þjóðverjum í úrslitaleik HM 2014 þar sem liðið tapaði 1-0 í framlengingu. Angel di Maria skrifaði pistil fyrir Players Tribune þar sem hann segir frá tilraunum forráðamanna Real Madrid til að stöðva þáttöku hans í leiknum. Angel di Maria meiddist í átta liða úrslitunum eftir að hafa lagt upp sigurmarkið sem kom Argentínu í undanúrslitin. Hann tognaði í læri og það var talið ólíklegt að hann spilaði meira á mótinu. Úrslitaleikurinn fór fram átta dögum eftir að hann tognaði. Di Maria segir frá því að forráðamenn argentínska landsliðsins hafi fengið bréf frá Real Madrid að morgni dagsins sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég vissi um leið hvað var í gangi. Það höfðu allir heyrt sögusagnirnar um að Real ætlaði að kaupa James Rodríguez eftir HM og ég vissi að þeir ætluðu að selja mig til að búa til pláss fyrir hann,“ sagði Angel di Maria.Before the 2014 #WorldCup final, Ángel Di María received a letter from the Real Madrid staff urging him not to play. “Throw it away. The one who decides here is me.” He shares: https://t.co/rHAQR32ySOpic.twitter.com/lkzaQzqx82 — The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 25, 2018 „Þeir vildu því ekki að eignin þeirra myndi verða fyrir hnjaski í þessum leik. Það var svo einfalt,“ sagði Di Maria. „Ég opnaði ekki einu sinni bréfið heldur reif það niður í marga hluta og sagði við: Hendið þessu. Sá eini sem ákveður þetta er ég,“ sagði Di Maria. Di Maria fékk þó aldrei að koma við sögu í leiknum. Sat á bekknum allan tímann. Sóknarmönnunum Sergio Agüero og Rodrigo Palacio var skipt inná fyrir þá Ezequiel Lavezzi og Gonzalo Higuaín. Miðjumaðurinn Fernando Gago kom svo inn fyrir kantmanninn Enzo Pérez. Real Madrid seldi síðan Angel di Maria til Manchester United fyrir 59,7 milljónir punda 26. ágúst 2014. Di María gerði fimm ára samning við United en var seldur til Paris Saint-Germain í júlí árið eftir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Sjá meira